„Nei, Áslaug Arna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. nóvember 2024 21:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, frambjóðandi VG. vísir/vilhelm „Nei, Áslaug Arna, ég fór ekki beint inn í umhverfisráðuneytið til að sinna mínum eigin hagsmunum, fjölskyldu minnar eða vina, heldur til að vinna að almannahagsmunum með því að efla náttúruvernd í landinu.“ Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi félagsmála- og vinnumarkaðráðherra, á Facebook-síðu sinni til að bregðast við orðum sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lét falla í Pallborðinu í dag klukkan 14. Guðmundur fenginn beint úr Landvernd í ráðuneyti Áslaug sagði Jón Gunnarsson ekki hafa neitt vald til að hafa áhrif á ákvörðun um veitingu hvalveiðileyfis sem sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu. Þá ræddi hún hið svo kallaða hlerunarmál þar sem settur var á svið sérstakur blekkingarleikur til að veiða upplýsingar um hvalveiðar upp úr Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns. Ráðherrabústaðnumvísir/vilhelm Á upptöku sagði Gunnar að Jón hafi verið settur í ráðuneytið á móti því að hann myndi taka að sér fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og að Jón ætlaði sér að hafa áhrif á hvalveiðar. Áslaug líkti þá veru Jóns í matvælaráðuneytinu við veru Guðmundar í umhverfisráðuneytinu. „Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytið til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd,“ sagði hún. Þakkaði Áslaugu fyrir að minna á hugsjónir sínar Guðmundur ítrekaði í færslu sinni að það væri mikill munur á tíð hans sem umhverfisráðherra og veru Jóns í matvælaráðuneytinu. „Það er allt annað en þegar stjórnmálamanni (í þessu tilviki Jóni Gunnarssyni) er plantað í ráðuneyti til þess að vinna að framgangi mála sem tengjast atvinnustarfsemi og fyrirtæki vinar hans. Þetta tvennt er engan veginn sambærilegt,“ skrifaði hann. Guðmundur þakkaði þá Áslaugu fyrir að minna fólk á að hann berjist fyrir hugsjónum sínum. „Og já, ég friðlýsti eins og enginn væri morgundagurinn. Þetta voru góðir tímar.“ Færsla Guðmundar Inga Guðbrandssonar, frambjoðanda Vinstri Grænna.Skjáskot Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Umhverfismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira
Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi félagsmála- og vinnumarkaðráðherra, á Facebook-síðu sinni til að bregðast við orðum sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lét falla í Pallborðinu í dag klukkan 14. Guðmundur fenginn beint úr Landvernd í ráðuneyti Áslaug sagði Jón Gunnarsson ekki hafa neitt vald til að hafa áhrif á ákvörðun um veitingu hvalveiðileyfis sem sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu. Þá ræddi hún hið svo kallaða hlerunarmál þar sem settur var á svið sérstakur blekkingarleikur til að veiða upplýsingar um hvalveiðar upp úr Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns. Ráðherrabústaðnumvísir/vilhelm Á upptöku sagði Gunnar að Jón hafi verið settur í ráðuneytið á móti því að hann myndi taka að sér fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og að Jón ætlaði sér að hafa áhrif á hvalveiðar. Áslaug líkti þá veru Jóns í matvælaráðuneytinu við veru Guðmundar í umhverfisráðuneytinu. „Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytið til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd,“ sagði hún. Þakkaði Áslaugu fyrir að minna á hugsjónir sínar Guðmundur ítrekaði í færslu sinni að það væri mikill munur á tíð hans sem umhverfisráðherra og veru Jóns í matvælaráðuneytinu. „Það er allt annað en þegar stjórnmálamanni (í þessu tilviki Jóni Gunnarssyni) er plantað í ráðuneyti til þess að vinna að framgangi mála sem tengjast atvinnustarfsemi og fyrirtæki vinar hans. Þetta tvennt er engan veginn sambærilegt,“ skrifaði hann. Guðmundur þakkaði þá Áslaugu fyrir að minna fólk á að hann berjist fyrir hugsjónum sínum. „Og já, ég friðlýsti eins og enginn væri morgundagurinn. Þetta voru góðir tímar.“ Færsla Guðmundar Inga Guðbrandssonar, frambjoðanda Vinstri Grænna.Skjáskot
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Umhverfismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira