Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 20:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mál sem hefur verið fjallað um í Heimildinni um stöðuveitingu þingmanns hugarburð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vill að málið verði rannsakað. Vísir/Einar Forsætisráðherra segir ekkert hæft í fréttum byggðum á leynilegri upptöku um að Jón Gunnarsson hafi fengið stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Píratar vilja að málið verði rannsakað. Heimildin birti í gær umfjöllun sem byggir á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og son Jóns Gunnarssonar. Þar kom fram að Jón hafi sett fram kröfu á forsætisráðherra að fá stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að hann tæki aftur sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Í Heimildinni kom fram að með nýju stöðunni gæti Jón afgreitt vinargreiða, sem væri fólginn í grænu ljósi á hvalveiðar. Jón Gunnarsson sagði í kvöldfréttum í gær að málið ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Þá sagði Jón að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þess. Segist aðeins hafa verið með vangaveltur Gunnar Bergmann sonur Jóns sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa hitt huldumanninn svokallaða 31. október á Reykjavík Edition hóteli í þeim tilgangi að ræða um stór fasteignaviðskipti á atvinnuhúsnæði. Samtalið hafi borist að hvalveiðum, pólitík og Jóni Gunnarssyni föður hans. Gunnar segir að í samtali hans og huldumannsins hafi hann aðeins verið með vangaveltur um mál sem tengdust föður hans. Hann segist ekki hafa vitað neitt meira um málin en það sem þá þegar hafði komið fram í fjölmiðlum. „Þetta er allt saman hugarburður“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ekkert til í frétt Heimildarinnar um samskipti hans og Jóns Gunnarssonar. „Þetta er allt saman hugarburður og ég hafna því alfarið að þetta eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum,“ segir Bjarni. Jón Gunnarsson tapaði fyrir varaformanni Sjálfstæðisflokksins í baráttu um annað sæti á lista flokksins í Kraganum í október og sagði þá að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér á listann fyrir komandi kosningar. Bjarni segir að hann hafi svo rætt við Jón á sama fundi um að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og gegna stöðu í matvælaráðuneytinu, aðspurður segir hann ekkert óeðlilegt við það. „Ég er á sama tíma að ræða þetta tvennt við hann. Ég var að hvetja hann til að taka boði uppstillingarnefndarinnar um að taka fimmta sætið og hann var jákvæður fyrir því. Í því samhengi ræddi ég við hann að það myndi gagnast mér ef hann gæti gefið sér tíma til koma með mér í matvælaráðuneytið,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar hafa ákveðið að Jón Gunnarsson komi ekki að ráðgjöf varðandi hvalveiðar eins og áður hafði verið ráðgert. Þá ákvörðun hafi hann tekið áður en málið kom upp í Heimildinni. „Ég hef ákveðið að Jón Gunnarsson sé ekki að vinna að málum sem tengjast þessari ákveðnu umsókn í ráðuneytinu. Hún fer í sitt lögboðna ferli,“ segir hann. „Ég hef lesið að það standi til að kæra þessar hleranir og njósnir um son Jóns Gunnarssonar. Ég lít það alvarlegum augum þegar menn eru að beita ólöglegum aðferðum sem eru bannaðar að íslenskum lögum til að grennslast fyrir um þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi. Ég lít það líka mjög alvaralegum augum þegar menn markvisst dreifa slíkru efni til fjölmiðla til að óska eftir fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda kosninga. Mér finnst það bera fingraför þess að menn vilji hafa áhrif á niðurstöðu kosninga í lýðræðissamfélagi,“ segir Bjarni. Píratar vilja rannsókn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vill að málið verði rannsakað sem mögulegt mútumál. „Ég tel rétt að það verði farið vel ofaní saumanna á þessu máli og hvort að hér geti verið um mútubrot að ræða. Þá brot á 109. grein Almennra hegningarlaga. Það væri gott að sjá að yfirvöld hér á landi takisvona uppljóstrunum mjög alvarlega og fara strax af stað með rannsókn,“ segir Þórhildur Sunna. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Heimildin birti í gær umfjöllun sem byggir á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og son Jóns Gunnarssonar. Þar kom fram að Jón hafi sett fram kröfu á forsætisráðherra að fá stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að hann tæki aftur sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Í Heimildinni kom fram að með nýju stöðunni gæti Jón afgreitt vinargreiða, sem væri fólginn í grænu ljósi á hvalveiðar. Jón Gunnarsson sagði í kvöldfréttum í gær að málið ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Þá sagði Jón að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þess. Segist aðeins hafa verið með vangaveltur Gunnar Bergmann sonur Jóns sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa hitt huldumanninn svokallaða 31. október á Reykjavík Edition hóteli í þeim tilgangi að ræða um stór fasteignaviðskipti á atvinnuhúsnæði. Samtalið hafi borist að hvalveiðum, pólitík og Jóni Gunnarssyni föður hans. Gunnar segir að í samtali hans og huldumannsins hafi hann aðeins verið með vangaveltur um mál sem tengdust föður hans. Hann segist ekki hafa vitað neitt meira um málin en það sem þá þegar hafði komið fram í fjölmiðlum. „Þetta er allt saman hugarburður“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ekkert til í frétt Heimildarinnar um samskipti hans og Jóns Gunnarssonar. „Þetta er allt saman hugarburður og ég hafna því alfarið að þetta eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum,“ segir Bjarni. Jón Gunnarsson tapaði fyrir varaformanni Sjálfstæðisflokksins í baráttu um annað sæti á lista flokksins í Kraganum í október og sagði þá að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér á listann fyrir komandi kosningar. Bjarni segir að hann hafi svo rætt við Jón á sama fundi um að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og gegna stöðu í matvælaráðuneytinu, aðspurður segir hann ekkert óeðlilegt við það. „Ég er á sama tíma að ræða þetta tvennt við hann. Ég var að hvetja hann til að taka boði uppstillingarnefndarinnar um að taka fimmta sætið og hann var jákvæður fyrir því. Í því samhengi ræddi ég við hann að það myndi gagnast mér ef hann gæti gefið sér tíma til koma með mér í matvælaráðuneytið,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar hafa ákveðið að Jón Gunnarsson komi ekki að ráðgjöf varðandi hvalveiðar eins og áður hafði verið ráðgert. Þá ákvörðun hafi hann tekið áður en málið kom upp í Heimildinni. „Ég hef ákveðið að Jón Gunnarsson sé ekki að vinna að málum sem tengjast þessari ákveðnu umsókn í ráðuneytinu. Hún fer í sitt lögboðna ferli,“ segir hann. „Ég hef lesið að það standi til að kæra þessar hleranir og njósnir um son Jóns Gunnarssonar. Ég lít það alvarlegum augum þegar menn eru að beita ólöglegum aðferðum sem eru bannaðar að íslenskum lögum til að grennslast fyrir um þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi. Ég lít það líka mjög alvaralegum augum þegar menn markvisst dreifa slíkru efni til fjölmiðla til að óska eftir fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda kosninga. Mér finnst það bera fingraför þess að menn vilji hafa áhrif á niðurstöðu kosninga í lýðræðissamfélagi,“ segir Bjarni. Píratar vilja rannsókn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vill að málið verði rannsakað sem mögulegt mútumál. „Ég tel rétt að það verði farið vel ofaní saumanna á þessu máli og hvort að hér geti verið um mútubrot að ræða. Þá brot á 109. grein Almennra hegningarlaga. Það væri gott að sjá að yfirvöld hér á landi takisvona uppljóstrunum mjög alvarlega og fara strax af stað með rannsókn,“ segir Þórhildur Sunna.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira