„Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2024 13:14 Snorri segist aldrei hafa tjáð sig af hatri í garð innflytjenda, kvenna eða hinsegin fólks. Vísir/Vilhelm Snorri Másson oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður segir að hann „sundli við fúkyrðaflaumi“ Svandísar Svavarsdóttur í hlaðvarpinu Ein pæling fyrir helgi. Hann segir ásakanir Svandísar í hans garð lygi frá rótum. Í hlaðvarpinu sakaði Svandís Snorra um að „tendra bál fordóma“ og að ala á ótta með orðræðu sinni í forystu Miðflokksins. Þá sagði Svandís það „sorglegt“ að maður eins og Snorri væri kominn í stjórnmál og að hann væri að „fiska í gruggugu vatni“ með umræðu um útlendingamál í aðdraganda kosninga.“ „Ég veit ekki alveg til hvers er vísað. Ég veit þó að ég hef varað við því að misjafn árangur okkar við aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi geti dregið dilk á eftir sér. Með tíð og tíma geti skapast mikil félagsleg vandamál sem koma verst niður á börnum af erlendum uppruna, sem ná til dæmis aldrei að fóta sig í skólakerfinu,“ segir Snorri í svari á Facebook-síðu sinni um málið í dag. Þar segir hann það merkilegasta við orð Svandísar að hún hafi ekki fyrir því að nefna dæmi sem styðji mál hennar. Aldrei tjáð hatur í garð útlendinga, kvenna eða hinsegin fólks „Hún lætur duga að klína þessu bara á mig. Dæmið gengur þó ekki upp, því að ég hef aldrei á ævi minni tjáð mig af hatri í garð útlendinga, kvenna eða hinsegin fólks. Það get ég fullyrt með góðri samvisku, enda hata ég ekki nokkurn mann,“ segir Snorri og spyr hvað drífi Svandísi áfram í að tala svona um hann og ákveða, fyrir hann, hvern hann hatar eða að hann hati einhvern yfirleitt. „Í gegnum tíðina hefur flokkur Svandísar boðað opnari útlendingastefnu en flestir aðrir flokkar á Alþingi. Á síðasta áratug hefur gífurlegur fjöldi fólks flutt hingað til lands á ýmsum forsendum án þess að ráðrúm hafi gefist til að taka vel á móti því öllu. Innviðir samfélagsins hafa ekki farið varhluta af þessu, hvort sem það er heilbrigðiskerfi, húsnæðismarkaður eða skólakerfi. Íslensk tunga er víða ekki aðaltungumálið lengur, sem er sérstakt áhyggjuefni sem ég hef m.a. nefnt í sambandi við skólakerfið,“ segir Snorri og að ríkisstjórn Vinstri grænna hafi brugðist skyldum sínum gagnvart innflytjendum, og þar með samfélaginu öllu. Svandís sagði í þættinum Ein pæling að henni þætti sorglegt að sjá að „ungur maður eins og Snorri Másson“ ali á ótta og fordómum með orðræðu sinni í forystu Miðflokksins. Orðræða flokksins sé til þess fallin að sundra samfélaginu.Vísir/Vilhelm Áróðursherferð gegn ungum frambjóðanda Hann segir Svandísi og félaga hennar í ríkisstjórninni, sem voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkurinn, hafa byggt upp skýjaborgir. Þau hafi boðið fólki til landsins án þess að forsendur væru fyrir boðinu. „Á meðan þau ornuðu sér við yl eigin mannúðar, fann almenningur fyrir áhrifunum. En þær áhyggjur almennings ollu Svandísi ekki áhyggjum. Það er fyrst þegar einhver segir hlutina upphátt sem bregðast þarf við af hörku,“ segir Snorri. Þess vegna hafi Svandís ákveðið að fara í „rætna áróðursherferð gegn ungum frambjóðanda í von um að breiða yfir afleiðingar eigin draumórapólitíkur.“ Hún misbeiti orðinu hatur og gengisfelli það enn frekar. „Vitandi hið sanna í málinu, get ég fullyrt að ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum. Ég finn það því á eigin skinni að þessum rótgróna stjórnmálamanni er ekki lengur treystandi fyrir þessari ábyrgð. Þegar stöðu hennar er ógnað stenst hún ekki freistinguna. Það er í alvöru sorglegt,“ segir Snorri að lokum. Færsluna er hægt að lesa í heild sinni hér og hlusta á hlaðvarpið hér að neðan. Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Miðflokkurinn Vinstri græn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða nú fram til Alþingis gera sér fyllilega grein fyrir þeim áhrifum sem samfélagsmiðillinn TikTok getur haft, sérstaklega á unga kjósendur. Flokkarnir eru flestallir komnir á fullt á miðlinum og segja má að hliðstæð kosningabarátta sé hafin í formi TikTok-myndbanda. 9. nóvember 2024 20:50 „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ „Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“ 28. október 2024 23:15 Snorri sakar Hallgrím um ofureinfaldanir Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, hefur nú ritað grein þar sem hann fer í saumana á ræðu Hallgríms Helgasonar rithöfundar, sem hann flutti í sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkisútvarpinu á föstudaginn. Snorri telur Hallgrím grípa til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga. 28. október 2024 14:31 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Í hlaðvarpinu sakaði Svandís Snorra um að „tendra bál fordóma“ og að ala á ótta með orðræðu sinni í forystu Miðflokksins. Þá sagði Svandís það „sorglegt“ að maður eins og Snorri væri kominn í stjórnmál og að hann væri að „fiska í gruggugu vatni“ með umræðu um útlendingamál í aðdraganda kosninga.“ „Ég veit ekki alveg til hvers er vísað. Ég veit þó að ég hef varað við því að misjafn árangur okkar við aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi geti dregið dilk á eftir sér. Með tíð og tíma geti skapast mikil félagsleg vandamál sem koma verst niður á börnum af erlendum uppruna, sem ná til dæmis aldrei að fóta sig í skólakerfinu,“ segir Snorri í svari á Facebook-síðu sinni um málið í dag. Þar segir hann það merkilegasta við orð Svandísar að hún hafi ekki fyrir því að nefna dæmi sem styðji mál hennar. Aldrei tjáð hatur í garð útlendinga, kvenna eða hinsegin fólks „Hún lætur duga að klína þessu bara á mig. Dæmið gengur þó ekki upp, því að ég hef aldrei á ævi minni tjáð mig af hatri í garð útlendinga, kvenna eða hinsegin fólks. Það get ég fullyrt með góðri samvisku, enda hata ég ekki nokkurn mann,“ segir Snorri og spyr hvað drífi Svandísi áfram í að tala svona um hann og ákveða, fyrir hann, hvern hann hatar eða að hann hati einhvern yfirleitt. „Í gegnum tíðina hefur flokkur Svandísar boðað opnari útlendingastefnu en flestir aðrir flokkar á Alþingi. Á síðasta áratug hefur gífurlegur fjöldi fólks flutt hingað til lands á ýmsum forsendum án þess að ráðrúm hafi gefist til að taka vel á móti því öllu. Innviðir samfélagsins hafa ekki farið varhluta af þessu, hvort sem það er heilbrigðiskerfi, húsnæðismarkaður eða skólakerfi. Íslensk tunga er víða ekki aðaltungumálið lengur, sem er sérstakt áhyggjuefni sem ég hef m.a. nefnt í sambandi við skólakerfið,“ segir Snorri og að ríkisstjórn Vinstri grænna hafi brugðist skyldum sínum gagnvart innflytjendum, og þar með samfélaginu öllu. Svandís sagði í þættinum Ein pæling að henni þætti sorglegt að sjá að „ungur maður eins og Snorri Másson“ ali á ótta og fordómum með orðræðu sinni í forystu Miðflokksins. Orðræða flokksins sé til þess fallin að sundra samfélaginu.Vísir/Vilhelm Áróðursherferð gegn ungum frambjóðanda Hann segir Svandísi og félaga hennar í ríkisstjórninni, sem voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkurinn, hafa byggt upp skýjaborgir. Þau hafi boðið fólki til landsins án þess að forsendur væru fyrir boðinu. „Á meðan þau ornuðu sér við yl eigin mannúðar, fann almenningur fyrir áhrifunum. En þær áhyggjur almennings ollu Svandísi ekki áhyggjum. Það er fyrst þegar einhver segir hlutina upphátt sem bregðast þarf við af hörku,“ segir Snorri. Þess vegna hafi Svandís ákveðið að fara í „rætna áróðursherferð gegn ungum frambjóðanda í von um að breiða yfir afleiðingar eigin draumórapólitíkur.“ Hún misbeiti orðinu hatur og gengisfelli það enn frekar. „Vitandi hið sanna í málinu, get ég fullyrt að ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum. Ég finn það því á eigin skinni að þessum rótgróna stjórnmálamanni er ekki lengur treystandi fyrir þessari ábyrgð. Þegar stöðu hennar er ógnað stenst hún ekki freistinguna. Það er í alvöru sorglegt,“ segir Snorri að lokum. Færsluna er hægt að lesa í heild sinni hér og hlusta á hlaðvarpið hér að neðan.
Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Miðflokkurinn Vinstri græn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða nú fram til Alþingis gera sér fyllilega grein fyrir þeim áhrifum sem samfélagsmiðillinn TikTok getur haft, sérstaklega á unga kjósendur. Flokkarnir eru flestallir komnir á fullt á miðlinum og segja má að hliðstæð kosningabarátta sé hafin í formi TikTok-myndbanda. 9. nóvember 2024 20:50 „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ „Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“ 28. október 2024 23:15 Snorri sakar Hallgrím um ofureinfaldanir Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, hefur nú ritað grein þar sem hann fer í saumana á ræðu Hallgríms Helgasonar rithöfundar, sem hann flutti í sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkisútvarpinu á föstudaginn. Snorri telur Hallgrím grípa til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga. 28. október 2024 14:31 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða nú fram til Alþingis gera sér fyllilega grein fyrir þeim áhrifum sem samfélagsmiðillinn TikTok getur haft, sérstaklega á unga kjósendur. Flokkarnir eru flestallir komnir á fullt á miðlinum og segja má að hliðstæð kosningabarátta sé hafin í formi TikTok-myndbanda. 9. nóvember 2024 20:50
„Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ „Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“ 28. október 2024 23:15
Snorri sakar Hallgrím um ofureinfaldanir Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, hefur nú ritað grein þar sem hann fer í saumana á ræðu Hallgríms Helgasonar rithöfundar, sem hann flutti í sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkisútvarpinu á föstudaginn. Snorri telur Hallgrím grípa til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga. 28. október 2024 14:31