„Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Árni Sæberg skrifar 11. nóvember 2024 12:20 Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, sem hringdu í þá feðga Jón og Gunnar, segjast enga aðkomu hafa haft að gerð leynilegra upptaka. Vísir Ritstjóri Heimildarinnar hefur vísað þungum ásökunum Jóns Gunnarssonar alfarið á bug. Hann sagði blaðamenn Heimildarinnar hafa staðið að því að tálbeita veiddi upplýsingar um hvalveiðar upp úr syni hans. Jón bar ásakanir sínar á borð á Facebook og í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þessa. Blaðamennirnir hefðu brotið freklega gegn friðhelgi einkalífs hans með því að koma því til leiðar að gerðar væru leynilegar upptökur af samtali hans við tálbeituna. „Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka sem erlendur aðili hefur gert af samtölum sínum við son Jóns, sem er jafnframt viðskiptafélagi Jóns og fyrrverandi formaður Félags hrefnuveiðimanna.“ Hafi sinnt hefðbundnu hlutverki sínu Í yfirlýsingu Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, ritstjóra Heimildarinnar, segir að upptökur af samtölum sonar Jóns og tálbeitunnar hafi farið í dreifingu. Heimildin hafi um helgina haft samband við þá aðila sem efni samtalanna varpa grunsemdum á. Tilgangurinn sé að varpa ljósi á atburðarásina og að gefa málsaðilum færi á að skýra mál sitt, en það sé hefðbundið hlutverk fréttamiðla, ólíkt því að birta einhliða ásakanir eða ávirðingar, eins og þær sem Jón Gunnarsson hafi fært fram gegn Heimildinni og nafngreindum blaðamönnum. „Heimildin kom að engu leyti að gerð upptakanna. Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar, enda liggur fyrir að Jón hefur engar upplýsingar um aðkomu Heimildarinnar að málinu aðrar en spurningar blaðamanna um yfirlýsingar á upptökunni. Þvert á móti var tilurð fyrirspurnarinnar útskýrð í samtölum við son hans og viðskiptafélaga síðastliðinn föstudag.“ Engin tengsl við stjórnmálaflokka Loks segir að Jón hafi gefi í skyn að fyrirspurnir Heimildarinnar um yfirlýsingar sonar hans og viðskiptafélaga tengdust stjórnmálaflokknum Samfylkingunni. Jón benti í færslu sinni á Facebook á að tveir frambjóðenda Samfylkingarinnar hafi verið blaðamenn á Heimildinni eða forverum hennar, Stundinni og Kjarnanum. Það eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Þórður Snær Júlíusson. Í yfirlýsingunni segir að Heimildin sé óháð hagsmuna- og stjórnmálaöflum. Hún sé í dreifðu eignarhaldi, meðal annars starfsmanna, og rekin með sjálfbærum hætti í krafti ákvarðana einstaklinga um að gerast áskrifendur. Nánar verði fjallað um atburðarásina í Heimildinni. Fjölmiðlar Alþingi Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Jón bar ásakanir sínar á borð á Facebook og í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þessa. Blaðamennirnir hefðu brotið freklega gegn friðhelgi einkalífs hans með því að koma því til leiðar að gerðar væru leynilegar upptökur af samtali hans við tálbeituna. „Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka sem erlendur aðili hefur gert af samtölum sínum við son Jóns, sem er jafnframt viðskiptafélagi Jóns og fyrrverandi formaður Félags hrefnuveiðimanna.“ Hafi sinnt hefðbundnu hlutverki sínu Í yfirlýsingu Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, ritstjóra Heimildarinnar, segir að upptökur af samtölum sonar Jóns og tálbeitunnar hafi farið í dreifingu. Heimildin hafi um helgina haft samband við þá aðila sem efni samtalanna varpa grunsemdum á. Tilgangurinn sé að varpa ljósi á atburðarásina og að gefa málsaðilum færi á að skýra mál sitt, en það sé hefðbundið hlutverk fréttamiðla, ólíkt því að birta einhliða ásakanir eða ávirðingar, eins og þær sem Jón Gunnarsson hafi fært fram gegn Heimildinni og nafngreindum blaðamönnum. „Heimildin kom að engu leyti að gerð upptakanna. Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar, enda liggur fyrir að Jón hefur engar upplýsingar um aðkomu Heimildarinnar að málinu aðrar en spurningar blaðamanna um yfirlýsingar á upptökunni. Þvert á móti var tilurð fyrirspurnarinnar útskýrð í samtölum við son hans og viðskiptafélaga síðastliðinn föstudag.“ Engin tengsl við stjórnmálaflokka Loks segir að Jón hafi gefi í skyn að fyrirspurnir Heimildarinnar um yfirlýsingar sonar hans og viðskiptafélaga tengdust stjórnmálaflokknum Samfylkingunni. Jón benti í færslu sinni á Facebook á að tveir frambjóðenda Samfylkingarinnar hafi verið blaðamenn á Heimildinni eða forverum hennar, Stundinni og Kjarnanum. Það eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Þórður Snær Júlíusson. Í yfirlýsingunni segir að Heimildin sé óháð hagsmuna- og stjórnmálaöflum. Hún sé í dreifðu eignarhaldi, meðal annars starfsmanna, og rekin með sjálfbærum hætti í krafti ákvarðana einstaklinga um að gerast áskrifendur. Nánar verði fjallað um atburðarásina í Heimildinni.
Fjölmiðlar Alþingi Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira