Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. nóvember 2024 12:02 Frá heimsþinginu í fyrra. sigurjón/stöð 2 Gestir á Heimsþingi kvenleiðtoga segja kominn tími til að grípa til aðgerða til að vinna gegn því bakslagi sem hafi orðið í jafnréttismálum á alþjóðlegri grundu. Þetta segir stjórnarformaður þingsins sem hófst í morgun. Um fjögur hundruð kvenleiðtogar frá ýmsum löngum funda á þinginu sem fer fram í Hörpu í dag og stendur til morguns. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður heimsþingsins segir morguninn hafa byrjað á opnunarumræðum frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands og Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands. „Yfirskriftin á fundinum í ár er að við þurfum að sameinast um aðgerðir og það mótast mjög mikið af því að þetta ár er stærsta kosningaárið í sögunni, helmingur mannkyns gengur til kosninga. Þannig það er mjög litað af því að það sé kominn tími fyrir aðgerðir og það er pínu óþreyja í konum alls staðar að úr heiminum sem finnst hlutirnir ekki vera að ganga nógu hratt. Þannig að þessu sinni tengist yfirskriftin því að fara að grípa til aðgerða sem eru nauðsynlegar til að vinna gegn því bakslagi sem hefur sannarlega orðið í jafnréttismálum alþjóðlega.“ Farið verður yfir árangur þeirra þjóða þar sem jafnréttisbaráttan hefur gengið vel. „Við leggjum sérstaka áherslu á jafnrétti þegar kemur að launum, fæðingarorlofi og þegar kemur að því að vera í leiðtogahlutverkum að það sé jöfn staða karla og kvenna og svo í fjórða lagi leggjum við sérstaka áherslu á að útrýma kynbundnu ofbeldi. Þannig við teljum að þessar fjórar aðgerðir séu það sem getur ýtt þjóðum á betri stað þegar kemur að jafnrétti og kannski geta þau borið sig saman við þjóðina Ísland sem hefur í fimmtán ár verið númer eitt þegar kemur að þessu.“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir. Fylgjast má með viðburðinum í beinu streymi á Vísi. Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Harpa Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Um fjögur hundruð kvenleiðtogar frá ýmsum löngum funda á þinginu sem fer fram í Hörpu í dag og stendur til morguns. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður heimsþingsins segir morguninn hafa byrjað á opnunarumræðum frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands og Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands. „Yfirskriftin á fundinum í ár er að við þurfum að sameinast um aðgerðir og það mótast mjög mikið af því að þetta ár er stærsta kosningaárið í sögunni, helmingur mannkyns gengur til kosninga. Þannig það er mjög litað af því að það sé kominn tími fyrir aðgerðir og það er pínu óþreyja í konum alls staðar að úr heiminum sem finnst hlutirnir ekki vera að ganga nógu hratt. Þannig að þessu sinni tengist yfirskriftin því að fara að grípa til aðgerða sem eru nauðsynlegar til að vinna gegn því bakslagi sem hefur sannarlega orðið í jafnréttismálum alþjóðlega.“ Farið verður yfir árangur þeirra þjóða þar sem jafnréttisbaráttan hefur gengið vel. „Við leggjum sérstaka áherslu á jafnrétti þegar kemur að launum, fæðingarorlofi og þegar kemur að því að vera í leiðtogahlutverkum að það sé jöfn staða karla og kvenna og svo í fjórða lagi leggjum við sérstaka áherslu á að útrýma kynbundnu ofbeldi. Þannig við teljum að þessar fjórar aðgerðir séu það sem getur ýtt þjóðum á betri stað þegar kemur að jafnrétti og kannski geta þau borið sig saman við þjóðina Ísland sem hefur í fimmtán ár verið númer eitt þegar kemur að þessu.“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir. Fylgjast má með viðburðinum í beinu streymi á Vísi.
Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Harpa Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira