Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. nóvember 2024 12:02 Frá heimsþinginu í fyrra. sigurjón/stöð 2 Gestir á Heimsþingi kvenleiðtoga segja kominn tími til að grípa til aðgerða til að vinna gegn því bakslagi sem hafi orðið í jafnréttismálum á alþjóðlegri grundu. Þetta segir stjórnarformaður þingsins sem hófst í morgun. Um fjögur hundruð kvenleiðtogar frá ýmsum löngum funda á þinginu sem fer fram í Hörpu í dag og stendur til morguns. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður heimsþingsins segir morguninn hafa byrjað á opnunarumræðum frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands og Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands. „Yfirskriftin á fundinum í ár er að við þurfum að sameinast um aðgerðir og það mótast mjög mikið af því að þetta ár er stærsta kosningaárið í sögunni, helmingur mannkyns gengur til kosninga. Þannig það er mjög litað af því að það sé kominn tími fyrir aðgerðir og það er pínu óþreyja í konum alls staðar að úr heiminum sem finnst hlutirnir ekki vera að ganga nógu hratt. Þannig að þessu sinni tengist yfirskriftin því að fara að grípa til aðgerða sem eru nauðsynlegar til að vinna gegn því bakslagi sem hefur sannarlega orðið í jafnréttismálum alþjóðlega.“ Farið verður yfir árangur þeirra þjóða þar sem jafnréttisbaráttan hefur gengið vel. „Við leggjum sérstaka áherslu á jafnrétti þegar kemur að launum, fæðingarorlofi og þegar kemur að því að vera í leiðtogahlutverkum að það sé jöfn staða karla og kvenna og svo í fjórða lagi leggjum við sérstaka áherslu á að útrýma kynbundnu ofbeldi. Þannig við teljum að þessar fjórar aðgerðir séu það sem getur ýtt þjóðum á betri stað þegar kemur að jafnrétti og kannski geta þau borið sig saman við þjóðina Ísland sem hefur í fimmtán ár verið númer eitt þegar kemur að þessu.“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir. Fylgjast má með viðburðinum í beinu streymi á Vísi. Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Harpa Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Um fjögur hundruð kvenleiðtogar frá ýmsum löngum funda á þinginu sem fer fram í Hörpu í dag og stendur til morguns. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður heimsþingsins segir morguninn hafa byrjað á opnunarumræðum frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands og Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands. „Yfirskriftin á fundinum í ár er að við þurfum að sameinast um aðgerðir og það mótast mjög mikið af því að þetta ár er stærsta kosningaárið í sögunni, helmingur mannkyns gengur til kosninga. Þannig það er mjög litað af því að það sé kominn tími fyrir aðgerðir og það er pínu óþreyja í konum alls staðar að úr heiminum sem finnst hlutirnir ekki vera að ganga nógu hratt. Þannig að þessu sinni tengist yfirskriftin því að fara að grípa til aðgerða sem eru nauðsynlegar til að vinna gegn því bakslagi sem hefur sannarlega orðið í jafnréttismálum alþjóðlega.“ Farið verður yfir árangur þeirra þjóða þar sem jafnréttisbaráttan hefur gengið vel. „Við leggjum sérstaka áherslu á jafnrétti þegar kemur að launum, fæðingarorlofi og þegar kemur að því að vera í leiðtogahlutverkum að það sé jöfn staða karla og kvenna og svo í fjórða lagi leggjum við sérstaka áherslu á að útrýma kynbundnu ofbeldi. Þannig við teljum að þessar fjórar aðgerðir séu það sem getur ýtt þjóðum á betri stað þegar kemur að jafnrétti og kannski geta þau borið sig saman við þjóðina Ísland sem hefur í fimmtán ár verið númer eitt þegar kemur að þessu.“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir. Fylgjast má með viðburðinum í beinu streymi á Vísi.
Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Harpa Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira