Ótryggðir bændur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2024 14:04 Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands var í heilmiklu stuði á fundinum með sunnlenskum bændum í Félagslundi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tryggingarvernd bænda er ofarlega í huga hjá stjórn Bændasamtaka Íslands, ekki síst vegna veðuráhlaupsins, sem varð í vor, sem hafði mikil fjárhagsleg áhrif á bændur og birgðir matvæla í landinu. Meira og minna allt tjón, sem bændur urðu fyrir var ótryggt. Stjórn Bændasamtaka Íslands og hluti starfsmanna samtakanna er á hringferð um landið þar sem haldnir hafa verið opnir fundir með bændum til að fara yfir stöðuna og framtíðina. Fundirnir hafa verið einstaklega vel sóttir en yfirskrift þeirra er, „Á grænu ljósi landbúnaðarins“. Á fyrsta fundinum, sem haldin var í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi var Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna tíðrætt um tryggingar og tryggingarvernd bænda. „Við þekkjum öll þetta veðuráhlaup, sem varð í vor og það sem voru kannski mestu vonbrigðin í því veðuráhlaup að svo kom aldrei almennilegt sumar þegar óveðrinu lauk og í sjálfum sér var hvergi almennilegt sumar á Íslandi nú 2024. Þetta hefur alveg haft sín áhrif, bæði á náttúrulega fjárhagslega áhættu og framleiðslu þeirra. Þetta hefur áhrif á birgðir matvæla í landinu.“ Og Trausti hélt áfram. „Þarna erum við náttúrulega í þeirri stöðu að meira og minna allt þetta tjón, sem bændur eru að verða fyrir er ótryggt. Það er ekki vegna þess að bændur vilja ekki tryggja það, það er vegna þess að það er ótryggjanlegt af því að kerfið í kringum það er ekki til,“ sagði Trausti. Mjög margir bændur mættu á fundinn í Félagslundi og var góð stemning á fundinum og fjölmargir bændur fóru í pontu og tóku til máls.Magnús Hlynur Hreiðarsson Trausti sagði að þarna þyrfti virkilega að taka til hendinni og finna leiðir og gera betur og þar lagði hann áherslu á að tryggingarvernd bænda ætti að vera partur af samtali vegna gerð nýs búvörusamnings. „Og það finnst mér mjög mikilvægt að þessi hugsun sé komin inn til okkar viðsemjenda og svo er það okkar að undirbúa okkur vel og vera tilbúnir með leiðirnar að því hvernig er skynsamlegast að koma á tryggingarvernd fyrir landbúnaðinn,“ sagði Trausti á fundinum í Félagslundi. Yfirskrift fundarherferðarinnar er „Á grænu ljósi landbúnaðarins“.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Stjórn Bændasamtaka Íslands og hluti starfsmanna samtakanna er á hringferð um landið þar sem haldnir hafa verið opnir fundir með bændum til að fara yfir stöðuna og framtíðina. Fundirnir hafa verið einstaklega vel sóttir en yfirskrift þeirra er, „Á grænu ljósi landbúnaðarins“. Á fyrsta fundinum, sem haldin var í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi var Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna tíðrætt um tryggingar og tryggingarvernd bænda. „Við þekkjum öll þetta veðuráhlaup, sem varð í vor og það sem voru kannski mestu vonbrigðin í því veðuráhlaup að svo kom aldrei almennilegt sumar þegar óveðrinu lauk og í sjálfum sér var hvergi almennilegt sumar á Íslandi nú 2024. Þetta hefur alveg haft sín áhrif, bæði á náttúrulega fjárhagslega áhættu og framleiðslu þeirra. Þetta hefur áhrif á birgðir matvæla í landinu.“ Og Trausti hélt áfram. „Þarna erum við náttúrulega í þeirri stöðu að meira og minna allt þetta tjón, sem bændur eru að verða fyrir er ótryggt. Það er ekki vegna þess að bændur vilja ekki tryggja það, það er vegna þess að það er ótryggjanlegt af því að kerfið í kringum það er ekki til,“ sagði Trausti. Mjög margir bændur mættu á fundinn í Félagslundi og var góð stemning á fundinum og fjölmargir bændur fóru í pontu og tóku til máls.Magnús Hlynur Hreiðarsson Trausti sagði að þarna þyrfti virkilega að taka til hendinni og finna leiðir og gera betur og þar lagði hann áherslu á að tryggingarvernd bænda ætti að vera partur af samtali vegna gerð nýs búvörusamnings. „Og það finnst mér mjög mikilvægt að þessi hugsun sé komin inn til okkar viðsemjenda og svo er það okkar að undirbúa okkur vel og vera tilbúnir með leiðirnar að því hvernig er skynsamlegast að koma á tryggingarvernd fyrir landbúnaðinn,“ sagði Trausti á fundinum í Félagslundi. Yfirskrift fundarherferðarinnar er „Á grænu ljósi landbúnaðarins“.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira