Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 22:01 Líkamsræktarkappi sem ætlar að fara sautján hundruð kílómetra á þrektækjum á einni viku segist vera aukaatriði í verkefninu. Markmiðið er að vekja athygli á málstað sem stendur honum nærri og styðja við Pieta-samtökin. Það er löng vika framundan hjá Einari Hansberg Árnasyni en klukkan fjögur í dag hófst átakið í líkamsræktarstöðinni Afrek í Skógarhlíð 10 sem ætlað er að vekja athygli á starfi Pieta-samtakanna. Hann verður að allan sólarhringinn og átakið er sent út í beinu streymi þar sem hægt er að fylgjast með hvernig gengur. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Þetta eru 1750 kílómetrar í heildina sem að skiptist þannig að þetta eru 2000 metrar á hjóli, 1000 metrar á róðrarvél og 500 metrar á skíðatæki, 500 umferðir af þessu og síðan ætlum við að flétta einhverjum upphífingum inn í þetta til gamans,“ segir Einar. „En ég mæli ekki með þessu,“ bætir hann við léttur í bragði. Margt hægt að gera til að styðja hvort annað Hann mælir hins vegar með því að fólk kynni sér starfsemi Píeta-samtakanna sem vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum, og sé óhrætt við að leita sér hjálpar og stuðnings. Málstaðurinn stendur Einari nærri og því vildi hann leggja samtökunum lið. „Þegar ég hugsa til baka þá eru örugglega þrír, fjórir æskuvinir mínir sem fóru þessa leið, tóku líf sitt. Ég var bara það ungur að ég áttaði mig ekki á því. En svo fyrir svona rúmu ári síðan fór einn góður félagi, vinur, sem að sá ekki fram úr lífinu og fór þessa leið,“ segir Einar. Það séu margar leiðir aðrar leiðir til að leggja baráttunni lið eða rétta fram hjálparhönd. „Maður getur gert svo margt, við þurfum ekki að æfa í eina viku til að vera til staðar fyrir hvort annað, bara taka eftir hvort öðru,“ segir Einar. Þótt Einar verði að mestu einn að klára æfingarnar nýtur hann stuðnings frá góðum hópi fólks þar sem konan hans fer fremst í flokki sem mun hlaupa eitthvað í skarðið á meðan hann hvílir. „Þeir sem vilja, eru andvaka eða hvað sem það er geta komið og spjallað og tekið í tækin þegar það er laust pláss. En annars bara verið góð við hvort annað.“ Hægt er að fylgjast með átaki Einars í beinu streymi í spilaranum hér að neðan. Þá er hægt að heita á Einar með framlögum á söfnunarreikning Píeta samtakanna Kt. 410416-0690 - Reikn nr. 0301-26-041041. Geðheilbrigði Hjálparstarf Góðverk Heilbrigðismál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Það er löng vika framundan hjá Einari Hansberg Árnasyni en klukkan fjögur í dag hófst átakið í líkamsræktarstöðinni Afrek í Skógarhlíð 10 sem ætlað er að vekja athygli á starfi Pieta-samtakanna. Hann verður að allan sólarhringinn og átakið er sent út í beinu streymi þar sem hægt er að fylgjast með hvernig gengur. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Þetta eru 1750 kílómetrar í heildina sem að skiptist þannig að þetta eru 2000 metrar á hjóli, 1000 metrar á róðrarvél og 500 metrar á skíðatæki, 500 umferðir af þessu og síðan ætlum við að flétta einhverjum upphífingum inn í þetta til gamans,“ segir Einar. „En ég mæli ekki með þessu,“ bætir hann við léttur í bragði. Margt hægt að gera til að styðja hvort annað Hann mælir hins vegar með því að fólk kynni sér starfsemi Píeta-samtakanna sem vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum, og sé óhrætt við að leita sér hjálpar og stuðnings. Málstaðurinn stendur Einari nærri og því vildi hann leggja samtökunum lið. „Þegar ég hugsa til baka þá eru örugglega þrír, fjórir æskuvinir mínir sem fóru þessa leið, tóku líf sitt. Ég var bara það ungur að ég áttaði mig ekki á því. En svo fyrir svona rúmu ári síðan fór einn góður félagi, vinur, sem að sá ekki fram úr lífinu og fór þessa leið,“ segir Einar. Það séu margar leiðir aðrar leiðir til að leggja baráttunni lið eða rétta fram hjálparhönd. „Maður getur gert svo margt, við þurfum ekki að æfa í eina viku til að vera til staðar fyrir hvort annað, bara taka eftir hvort öðru,“ segir Einar. Þótt Einar verði að mestu einn að klára æfingarnar nýtur hann stuðnings frá góðum hópi fólks þar sem konan hans fer fremst í flokki sem mun hlaupa eitthvað í skarðið á meðan hann hvílir. „Þeir sem vilja, eru andvaka eða hvað sem það er geta komið og spjallað og tekið í tækin þegar það er laust pláss. En annars bara verið góð við hvort annað.“ Hægt er að fylgjast með átaki Einars í beinu streymi í spilaranum hér að neðan. Þá er hægt að heita á Einar með framlögum á söfnunarreikning Píeta samtakanna Kt. 410416-0690 - Reikn nr. 0301-26-041041.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Hjálparstarf Góðverk Heilbrigðismál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira