Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 22:01 Líkamsræktarkappi sem ætlar að fara sautján hundruð kílómetra á þrektækjum á einni viku segist vera aukaatriði í verkefninu. Markmiðið er að vekja athygli á málstað sem stendur honum nærri og styðja við Pieta-samtökin. Það er löng vika framundan hjá Einari Hansberg Árnasyni en klukkan fjögur í dag hófst átakið í líkamsræktarstöðinni Afrek í Skógarhlíð 10 sem ætlað er að vekja athygli á starfi Pieta-samtakanna. Hann verður að allan sólarhringinn og átakið er sent út í beinu streymi þar sem hægt er að fylgjast með hvernig gengur. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Þetta eru 1750 kílómetrar í heildina sem að skiptist þannig að þetta eru 2000 metrar á hjóli, 1000 metrar á róðrarvél og 500 metrar á skíðatæki, 500 umferðir af þessu og síðan ætlum við að flétta einhverjum upphífingum inn í þetta til gamans,“ segir Einar. „En ég mæli ekki með þessu,“ bætir hann við léttur í bragði. Margt hægt að gera til að styðja hvort annað Hann mælir hins vegar með því að fólk kynni sér starfsemi Píeta-samtakanna sem vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum, og sé óhrætt við að leita sér hjálpar og stuðnings. Málstaðurinn stendur Einari nærri og því vildi hann leggja samtökunum lið. „Þegar ég hugsa til baka þá eru örugglega þrír, fjórir æskuvinir mínir sem fóru þessa leið, tóku líf sitt. Ég var bara það ungur að ég áttaði mig ekki á því. En svo fyrir svona rúmu ári síðan fór einn góður félagi, vinur, sem að sá ekki fram úr lífinu og fór þessa leið,“ segir Einar. Það séu margar leiðir aðrar leiðir til að leggja baráttunni lið eða rétta fram hjálparhönd. „Maður getur gert svo margt, við þurfum ekki að æfa í eina viku til að vera til staðar fyrir hvort annað, bara taka eftir hvort öðru,“ segir Einar. Þótt Einar verði að mestu einn að klára æfingarnar nýtur hann stuðnings frá góðum hópi fólks þar sem konan hans fer fremst í flokki sem mun hlaupa eitthvað í skarðið á meðan hann hvílir. „Þeir sem vilja, eru andvaka eða hvað sem það er geta komið og spjallað og tekið í tækin þegar það er laust pláss. En annars bara verið góð við hvort annað.“ Hægt er að fylgjast með átaki Einars í beinu streymi í spilaranum hér að neðan. Þá er hægt að heita á Einar með framlögum á söfnunarreikning Píeta samtakanna Kt. 410416-0690 - Reikn nr. 0301-26-041041. Geðheilbrigði Hjálparstarf Góðverk Heilbrigðismál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira
Það er löng vika framundan hjá Einari Hansberg Árnasyni en klukkan fjögur í dag hófst átakið í líkamsræktarstöðinni Afrek í Skógarhlíð 10 sem ætlað er að vekja athygli á starfi Pieta-samtakanna. Hann verður að allan sólarhringinn og átakið er sent út í beinu streymi þar sem hægt er að fylgjast með hvernig gengur. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Þetta eru 1750 kílómetrar í heildina sem að skiptist þannig að þetta eru 2000 metrar á hjóli, 1000 metrar á róðrarvél og 500 metrar á skíðatæki, 500 umferðir af þessu og síðan ætlum við að flétta einhverjum upphífingum inn í þetta til gamans,“ segir Einar. „En ég mæli ekki með þessu,“ bætir hann við léttur í bragði. Margt hægt að gera til að styðja hvort annað Hann mælir hins vegar með því að fólk kynni sér starfsemi Píeta-samtakanna sem vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum, og sé óhrætt við að leita sér hjálpar og stuðnings. Málstaðurinn stendur Einari nærri og því vildi hann leggja samtökunum lið. „Þegar ég hugsa til baka þá eru örugglega þrír, fjórir æskuvinir mínir sem fóru þessa leið, tóku líf sitt. Ég var bara það ungur að ég áttaði mig ekki á því. En svo fyrir svona rúmu ári síðan fór einn góður félagi, vinur, sem að sá ekki fram úr lífinu og fór þessa leið,“ segir Einar. Það séu margar leiðir aðrar leiðir til að leggja baráttunni lið eða rétta fram hjálparhönd. „Maður getur gert svo margt, við þurfum ekki að æfa í eina viku til að vera til staðar fyrir hvort annað, bara taka eftir hvort öðru,“ segir Einar. Þótt Einar verði að mestu einn að klára æfingarnar nýtur hann stuðnings frá góðum hópi fólks þar sem konan hans fer fremst í flokki sem mun hlaupa eitthvað í skarðið á meðan hann hvílir. „Þeir sem vilja, eru andvaka eða hvað sem það er geta komið og spjallað og tekið í tækin þegar það er laust pláss. En annars bara verið góð við hvort annað.“ Hægt er að fylgjast með átaki Einars í beinu streymi í spilaranum hér að neðan. Þá er hægt að heita á Einar með framlögum á söfnunarreikning Píeta samtakanna Kt. 410416-0690 - Reikn nr. 0301-26-041041.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Hjálparstarf Góðverk Heilbrigðismál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira