Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 10:21 Carlo Ancelotti mætti kokhraustur á blaðmannafund fyrir leik Real Madrid og telur að lið hans muni sýna sitt rétta andlit í dag. Getty/ Alberto Gardin Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefur trú á því að liðið hans snúi við blaðinu í leik sínum á móti Osasuna í spænsku deildinni í dag. Hann mætti með kassann út á blaðamannfund fyrir leikinn. Real Madrid hefur tapað tveimur heimaleikjum í röð og ekki unnið leik í næstum því þrjár vikur. Liðið steinlá 4-0 á móti Barcelona og 3-1 á móti AC Milan í Meistaradeildinni í þessum tveimur leikjum sínum sem fór báðir fram á Santiago Bernabeu. Nú er komið að einum heimaleik í viðbót og ekkert nema sigur getur slökkt eldana sem brenna nú í Real samfélaginu. „Þetta er erfiður leikur fyrir alla. Við höfum farið vel yfir stöðuna með leikmönnum okkar,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi en Osasuna er í fimmta sæti og getur náð Real að stigum með sigri. Farið að hitna undir Ancelotti Svo slæm er staðan er að það er meira að segja farið að hitna undir ítalska þjálfaranum. „Ég er búinn að finna lausnina en við verðum að sjá það ganga upp inn á vellinum. Við vonumst til að það gangi eftir,“ sagði Ancelotti. Hann vill sjá meira frá leikmönnum sínum. ESPN segir frá. „Þetta snýst um fórnfýsi, einbeitingu og liðssamvinnu. Það er ekkert nýtt. Við verðum að vera þéttir og það þýðir fórnfýsi. Við þurfum einbeitingu til að velja réttu sendinguna. Ef þú spilar sem eitt lið þá verstu sem eitt lið og við gerðum það stórkostlega á síðustu leiktíð,“ sagði Ancelotti. Vörnin í tómu tjóni Varnarleikurinn er stórt vandamál. Liðið hefur spilað án hinna meiddu Thibaut Courtois, Dani Carvajal og David Alaba en í síðustu þremur leikjum hefur Real fengið á sig níu mörk. „Við höfum fengið tíma til að finna lausnir. Við vitum að við getum gert betur,“ sagði Ancelotti. Real er nú níu stigum á eftir Barcelona en liðið á leik inni. Þeir eru aftur á móti bara í átjánda sæti í Meistaradeildinni. Nú er erfiður tími „Við erum ekki vanir slíku enda hefur gengið mjög vel í langan tíma. Nú er erfiður tími. Við sættum okkur við það en við megum ekki gefast upp. Ég er ánægður með að vera hjá þessum klúbbi af því að hann er sá besti í heimi til að koma enn sterkari til baka. Þessi hópur er öflugur og klár í þetta verkefni,“ sagði Ancelotti. „Við erum allir í sama bátnum, leikmenn, klúbburinn og ég. Við höfum aldrei verið samheldnari,“ sagði Ancelotti. Spænski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Real Madrid hefur tapað tveimur heimaleikjum í röð og ekki unnið leik í næstum því þrjár vikur. Liðið steinlá 4-0 á móti Barcelona og 3-1 á móti AC Milan í Meistaradeildinni í þessum tveimur leikjum sínum sem fór báðir fram á Santiago Bernabeu. Nú er komið að einum heimaleik í viðbót og ekkert nema sigur getur slökkt eldana sem brenna nú í Real samfélaginu. „Þetta er erfiður leikur fyrir alla. Við höfum farið vel yfir stöðuna með leikmönnum okkar,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi en Osasuna er í fimmta sæti og getur náð Real að stigum með sigri. Farið að hitna undir Ancelotti Svo slæm er staðan er að það er meira að segja farið að hitna undir ítalska þjálfaranum. „Ég er búinn að finna lausnina en við verðum að sjá það ganga upp inn á vellinum. Við vonumst til að það gangi eftir,“ sagði Ancelotti. Hann vill sjá meira frá leikmönnum sínum. ESPN segir frá. „Þetta snýst um fórnfýsi, einbeitingu og liðssamvinnu. Það er ekkert nýtt. Við verðum að vera þéttir og það þýðir fórnfýsi. Við þurfum einbeitingu til að velja réttu sendinguna. Ef þú spilar sem eitt lið þá verstu sem eitt lið og við gerðum það stórkostlega á síðustu leiktíð,“ sagði Ancelotti. Vörnin í tómu tjóni Varnarleikurinn er stórt vandamál. Liðið hefur spilað án hinna meiddu Thibaut Courtois, Dani Carvajal og David Alaba en í síðustu þremur leikjum hefur Real fengið á sig níu mörk. „Við höfum fengið tíma til að finna lausnir. Við vitum að við getum gert betur,“ sagði Ancelotti. Real er nú níu stigum á eftir Barcelona en liðið á leik inni. Þeir eru aftur á móti bara í átjánda sæti í Meistaradeildinni. Nú er erfiður tími „Við erum ekki vanir slíku enda hefur gengið mjög vel í langan tíma. Nú er erfiður tími. Við sættum okkur við það en við megum ekki gefast upp. Ég er ánægður með að vera hjá þessum klúbbi af því að hann er sá besti í heimi til að koma enn sterkari til baka. Þessi hópur er öflugur og klár í þetta verkefni,“ sagði Ancelotti. „Við erum allir í sama bátnum, leikmenn, klúbburinn og ég. Við höfum aldrei verið samheldnari,“ sagði Ancelotti.
Spænski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti