Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 19:02 Það myndi hafa slæm áhrif á starfsemi heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu ef til læknaverkfalls kemur að sögn framkvæmdastjóra. Öryggismönnun verður þó í gildi á bæði Landspítala og heilsugæslu. Heilbrigðisráðherra bindur vonir við að samningar náist áður en boðuð verkföll eiga að hefjast. Læknar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta í gær að hefja verkfallsaðgerðir ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann 25. nóvember. Boðað verkfall nær til allra vinnustaða lækna tvo til fimm daga í viku, frá miðnætti og til hádegis daginn eftir, þá daga sem verkfall er boðað. Hlé verður á verkfallsaðgerðum yfir jól og áramót, en ljóst er að ef af verkfallinu verður mun það hafa mikil áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnanna. „Það mun hafa gríðarleg áhrif. Það verður nánast engin læknisþjónusta hjá okkur alla þessa daga. Við munum náttúrlega vera með öryggisstarfsemi, á öryggisvöktum, þannig það verða læknar á öllum okkar starfstöðum. En það verður engin læknisþjónusta veitt nema það séu bara mjög bráð erindi,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þegar getur verið langur biðtími eftir að komast að hjá lækni, og ljóst að verkfall muni hafa frekari neikvæðar afleiðingar hvað varðar biðtíma. „Þetta mun alla veganna ekki hjálpa til því þarna myndast bara þá erindi sem hefur ekki verið sinnt í nokkra daga og sem bíða þá bara og bætast enn við þau verkefni sem við ekki náum að sinna á hverjum degi. Þannig þetta mun bara hafa slæm áhrif á allt saman,“ segir Sigríður Dóra. Hún vonar að ekki komi til verkfalla sem að óbreyttu hefjast eftir rúmar tvær vikur. „Bara reynið að semja, finna lausn og semja. Það er bara mjög mikilvægt í okkar huga.“ Öryggismönnun á Landspítala Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum binda stjórnendur þar enn vonir við að samningar náist áður en til verkfalls kemur. Þar verður hins vegar skilgreind öryggismönnun í gildi ef að verkfalli verður. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef ekki tekst að semja áður en verkföll skella á. „Það eru alveg möguleikar í stöðunni, það er búið að leggja það mikla vinnu í þetta og ég er ennþá bara mjög vongóður um að það náist fyrir 25.,“ segir Willum. Kjaramál Heilsugæsla Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Læknar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta í gær að hefja verkfallsaðgerðir ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann 25. nóvember. Boðað verkfall nær til allra vinnustaða lækna tvo til fimm daga í viku, frá miðnætti og til hádegis daginn eftir, þá daga sem verkfall er boðað. Hlé verður á verkfallsaðgerðum yfir jól og áramót, en ljóst er að ef af verkfallinu verður mun það hafa mikil áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnanna. „Það mun hafa gríðarleg áhrif. Það verður nánast engin læknisþjónusta hjá okkur alla þessa daga. Við munum náttúrlega vera með öryggisstarfsemi, á öryggisvöktum, þannig það verða læknar á öllum okkar starfstöðum. En það verður engin læknisþjónusta veitt nema það séu bara mjög bráð erindi,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þegar getur verið langur biðtími eftir að komast að hjá lækni, og ljóst að verkfall muni hafa frekari neikvæðar afleiðingar hvað varðar biðtíma. „Þetta mun alla veganna ekki hjálpa til því þarna myndast bara þá erindi sem hefur ekki verið sinnt í nokkra daga og sem bíða þá bara og bætast enn við þau verkefni sem við ekki náum að sinna á hverjum degi. Þannig þetta mun bara hafa slæm áhrif á allt saman,“ segir Sigríður Dóra. Hún vonar að ekki komi til verkfalla sem að óbreyttu hefjast eftir rúmar tvær vikur. „Bara reynið að semja, finna lausn og semja. Það er bara mjög mikilvægt í okkar huga.“ Öryggismönnun á Landspítala Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum binda stjórnendur þar enn vonir við að samningar náist áður en til verkfalls kemur. Þar verður hins vegar skilgreind öryggismönnun í gildi ef að verkfalli verður. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef ekki tekst að semja áður en verkföll skella á. „Það eru alveg möguleikar í stöðunni, það er búið að leggja það mikla vinnu í þetta og ég er ennþá bara mjög vongóður um að það náist fyrir 25.,“ segir Willum.
Kjaramál Heilsugæsla Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira