Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 19:01 Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Vísir Lyfjatengd andlát á síðasta ári voru tvöfalt fleiri en fyrir áratug og í um fjórðungi þeirra var um vísvitandi sjálfseitrun að ræða. Framkvæmdastjóri hjá SÁÁ segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist af alvöru við vandanum. Heilbrigðiskerfið eigi ekki að þurfa að berjast um bitlinga Á síðasta ári voru lyfjatengd andlát hér á landi alls 56 þar af voru fimmtán sjálfsvíg, til samanburðar voru lyfjatengd andlát 23 fyrir áratug. Í gögnum Landlæknis kemur fram að árið 2013 létust 7,2 á hverja hundrað þúsund íbúa vegna slíkra dánarorsaka en voru 14,8 í fyrra. Landlæknisembættið bendir á að um tilviljunarkennda sveiflu geti verið að ræða. Lyfjatengdu andlátin fleiri hjá körlum en konum á síðasta ári. Þá voru 34 þeirra vegna ópíóðaeitrana en önnur vegna annarra ávana og fíkniefna eða lyfja. Sambærileg þróun og á Vogi Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segir þetta í samræmi við þróun þar. „Þetta endurspeglast líka hjá okkur. Þessi ópíóðalyf eru svo hættuleg og miklu líklegri til að valda dauðsföllum. Sérstaklega þegar þau eru notuð í tengslum við önnur lyf eða áfengi. Hún segir ótímabær dauðsföll vegna fíknisjúkdóms enn fleiri. Tölfræði frá SÁÁ.Vísir „Á hverju ári eru um hundrað manns að deyja fyrir sextugt úr okkar hópi þ.e. fólk sem er með fíknsjúkdóm, Það er augljóst að við þurfum að gera miklu meira til að aðstoða þennan hóp,“ segir Valgerður. Skyndilausnir ekki til Hún segir að stjórnvöld þurfi að bregðast við vandanum. „Það er mikil þörf á að sinna þessum málflokki betur. Ekki með neinum skyndilausnum. Þær eru ekki til. Það þarf að sinna fólki með fíknivanda á mörgum sviðum og með aðkomu margra í velferðarkerfinu. Við getum gert svo miklu betur sem samfélag. Það er pólitísk ákvörðun hvað fer mikið af kökunni í þetta mikilvæga málefni. Því miður mætir málaflokkurinn oft afgangi og það er verið að berjast um einhverja bitlinga,“ segir Valgerður. Fíkn SÁÁ Landspítalinn Alþingi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira
Á síðasta ári voru lyfjatengd andlát hér á landi alls 56 þar af voru fimmtán sjálfsvíg, til samanburðar voru lyfjatengd andlát 23 fyrir áratug. Í gögnum Landlæknis kemur fram að árið 2013 létust 7,2 á hverja hundrað þúsund íbúa vegna slíkra dánarorsaka en voru 14,8 í fyrra. Landlæknisembættið bendir á að um tilviljunarkennda sveiflu geti verið að ræða. Lyfjatengdu andlátin fleiri hjá körlum en konum á síðasta ári. Þá voru 34 þeirra vegna ópíóðaeitrana en önnur vegna annarra ávana og fíkniefna eða lyfja. Sambærileg þróun og á Vogi Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segir þetta í samræmi við þróun þar. „Þetta endurspeglast líka hjá okkur. Þessi ópíóðalyf eru svo hættuleg og miklu líklegri til að valda dauðsföllum. Sérstaklega þegar þau eru notuð í tengslum við önnur lyf eða áfengi. Hún segir ótímabær dauðsföll vegna fíknisjúkdóms enn fleiri. Tölfræði frá SÁÁ.Vísir „Á hverju ári eru um hundrað manns að deyja fyrir sextugt úr okkar hópi þ.e. fólk sem er með fíknsjúkdóm, Það er augljóst að við þurfum að gera miklu meira til að aðstoða þennan hóp,“ segir Valgerður. Skyndilausnir ekki til Hún segir að stjórnvöld þurfi að bregðast við vandanum. „Það er mikil þörf á að sinna þessum málflokki betur. Ekki með neinum skyndilausnum. Þær eru ekki til. Það þarf að sinna fólki með fíknivanda á mörgum sviðum og með aðkomu margra í velferðarkerfinu. Við getum gert svo miklu betur sem samfélag. Það er pólitísk ákvörðun hvað fer mikið af kökunni í þetta mikilvæga málefni. Því miður mætir málaflokkurinn oft afgangi og það er verið að berjast um einhverja bitlinga,“ segir Valgerður.
Fíkn SÁÁ Landspítalinn Alþingi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira