Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 16:47 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands Vísir/Arnar Rúm 95 prósent lækna samþykktu í atkvæðagreiðslu að fara í verkfall. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var um 85 prósent. Verkföll hefjast 25. nóvember. „Það var bæði meiri þátttaka og fleiri hlynntir en síðast. Aðgerðir voru samþykktar á öllum heilbrigðisstofnunum landsins, sjúkrahúsum og á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,“ segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands. Hefjast 25. nóvember Verkfallsaðgerðirnar verða vikulega og hefjast 25. nóvember. Fyrstu vikuna verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá mánudegi 25. nóvember til fimmtudags 28. nóvember frá miðnætti til kl. 12 að hádegi. Næstu vikuna verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 3. desember og fimmtudaginn 5. desember. Í þriðju vikunni verða allir vinnustaðir lækna aftur í verkfalli frá mánudegi 9. desember til fimmtudags 12. desember frá miðnætti til kl. 12 á hádegi. Í fjórðu vikunni verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli mánudag 16. desember og miðvikudag 18. desember frá miðnætti til kl. 12 á hádegi. Hlé verður á verkfallsaðgerðum frá 20. desember til og með 5. janúar 2025. Verkfallsaðgerðir halda áfram mánudaginn 6. janúar 2025 með nákvæmlega sama hætti, það er í fjögurra vikna lotum eins og að framan greinir, alveg fram að dymbilviku. Atkvæðagreiðsla á ellefu vinnustöðum Í tilkynningu um atkvæðagreiðsluna kemur fram að á kjörskrá hafi verið 1246. Atkvæði greiddu 1061 eða 85,15 prósent. Já sögðu 1015 eða 95,66 prósent, nei sögðu 32 eða 3,3 prósent á meðan 11 skiluðu auðu eða 1,04 prósent. Þá segir að atkvæði hafi verið greidd á ellefu vinnustöðun lækna og að fjöldi lækna sem samþykkti verkfallsboðun hafi verið allt frá því að vera allir sem greiddu atkvæði niður í að vera 72,2 prósent þeirra sem greiddu atkvæði. Á tveimur vinnustöðum greiddu allir atkvæði með verkfalli, á fimm vinnustöðum greiddu a.m.k. 95% atkvæði með verkfalli, á einum vinnustað greiddu 93% með verkfalli, á tveimur vinnustöðvum greiddu milli 83 og 85% atkvæði með verkfalli og á einum vinnustað greiddu 72% atkvæði með verkfalli. Þá segir að ríkissáttasemjara og viðsemjandanum, samninganefnd ríkisins verði tilkynnt á morgun 8. nóvember, um að verkföll með þeim hætti sem samþykkt voru hefjist 25. nóvember nk., enda hafi samningar milli aðila ekki tekist fyrir þann tíma. Frestuðu verkfalli Læknar frestuðu verkfalli sem hafði verið boðað til síðustu helgi. Steinunn sagði fyrr í vikunni ríkið þrýsta læknum út í harðari verkfallsaðgerðir en lagt var upp með, með því að lýsa því yfir að boðaðar aðgerðir þeirra hefðu verið ólöglegar. Fréttin hefur verið uppfærð. Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Læknar boða til vikulegra verkfalla samtímis á öllum vinnustöðvum lækna sem verkfall nær til frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til tólf á hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll ýmist mánudag og miðvikudag eða þriðjudag og fimmtudag með sama fyrirkomulagi. 4. nóvember 2024 16:59 Læknar fresta verkfalli Læknafélag Íslands hefur tilkynnt læknum að það muni boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telur að sé löglegur. Hver vinnustaður lækna kjósi um verkföllin og þau muni ná til Landspítalans alls. Félagið ætlar því ekki að láta málið fara fyrir Félagsdóm af ótta við að niðurstaðan muni seinka verkfallinu fram í desember. 3. nóvember 2024 13:35 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
„Það var bæði meiri þátttaka og fleiri hlynntir en síðast. Aðgerðir voru samþykktar á öllum heilbrigðisstofnunum landsins, sjúkrahúsum og á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,“ segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands. Hefjast 25. nóvember Verkfallsaðgerðirnar verða vikulega og hefjast 25. nóvember. Fyrstu vikuna verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá mánudegi 25. nóvember til fimmtudags 28. nóvember frá miðnætti til kl. 12 að hádegi. Næstu vikuna verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 3. desember og fimmtudaginn 5. desember. Í þriðju vikunni verða allir vinnustaðir lækna aftur í verkfalli frá mánudegi 9. desember til fimmtudags 12. desember frá miðnætti til kl. 12 á hádegi. Í fjórðu vikunni verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli mánudag 16. desember og miðvikudag 18. desember frá miðnætti til kl. 12 á hádegi. Hlé verður á verkfallsaðgerðum frá 20. desember til og með 5. janúar 2025. Verkfallsaðgerðir halda áfram mánudaginn 6. janúar 2025 með nákvæmlega sama hætti, það er í fjögurra vikna lotum eins og að framan greinir, alveg fram að dymbilviku. Atkvæðagreiðsla á ellefu vinnustöðum Í tilkynningu um atkvæðagreiðsluna kemur fram að á kjörskrá hafi verið 1246. Atkvæði greiddu 1061 eða 85,15 prósent. Já sögðu 1015 eða 95,66 prósent, nei sögðu 32 eða 3,3 prósent á meðan 11 skiluðu auðu eða 1,04 prósent. Þá segir að atkvæði hafi verið greidd á ellefu vinnustöðun lækna og að fjöldi lækna sem samþykkti verkfallsboðun hafi verið allt frá því að vera allir sem greiddu atkvæði niður í að vera 72,2 prósent þeirra sem greiddu atkvæði. Á tveimur vinnustöðum greiddu allir atkvæði með verkfalli, á fimm vinnustöðum greiddu a.m.k. 95% atkvæði með verkfalli, á einum vinnustað greiddu 93% með verkfalli, á tveimur vinnustöðvum greiddu milli 83 og 85% atkvæði með verkfalli og á einum vinnustað greiddu 72% atkvæði með verkfalli. Þá segir að ríkissáttasemjara og viðsemjandanum, samninganefnd ríkisins verði tilkynnt á morgun 8. nóvember, um að verkföll með þeim hætti sem samþykkt voru hefjist 25. nóvember nk., enda hafi samningar milli aðila ekki tekist fyrir þann tíma. Frestuðu verkfalli Læknar frestuðu verkfalli sem hafði verið boðað til síðustu helgi. Steinunn sagði fyrr í vikunni ríkið þrýsta læknum út í harðari verkfallsaðgerðir en lagt var upp með, með því að lýsa því yfir að boðaðar aðgerðir þeirra hefðu verið ólöglegar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Læknar boða til vikulegra verkfalla samtímis á öllum vinnustöðvum lækna sem verkfall nær til frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til tólf á hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll ýmist mánudag og miðvikudag eða þriðjudag og fimmtudag með sama fyrirkomulagi. 4. nóvember 2024 16:59 Læknar fresta verkfalli Læknafélag Íslands hefur tilkynnt læknum að það muni boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telur að sé löglegur. Hver vinnustaður lækna kjósi um verkföllin og þau muni ná til Landspítalans alls. Félagið ætlar því ekki að láta málið fara fyrir Félagsdóm af ótta við að niðurstaðan muni seinka verkfallinu fram í desember. 3. nóvember 2024 13:35 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Læknar boða miklu harðari aðgerðir Læknar boða til vikulegra verkfalla samtímis á öllum vinnustöðvum lækna sem verkfall nær til frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til tólf á hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll ýmist mánudag og miðvikudag eða þriðjudag og fimmtudag með sama fyrirkomulagi. 4. nóvember 2024 16:59
Læknar fresta verkfalli Læknafélag Íslands hefur tilkynnt læknum að það muni boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telur að sé löglegur. Hver vinnustaður lækna kjósi um verkföllin og þau muni ná til Landspítalans alls. Félagið ætlar því ekki að láta málið fara fyrir Félagsdóm af ótta við að niðurstaðan muni seinka verkfallinu fram í desember. 3. nóvember 2024 13:35