Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Jakob Bjarnar skrifar 5. nóvember 2024 14:45 Æskuvinkonurnar Halldóra Geirharðs og Steinunn Ólína eru að hefja nýtt hlaðvarp og er fyrsti þátturinn kominn í loftið. aðsend „Við erum náttúrlega komnar á þann aldur að við verðum að vera í tiltekt, innri sem ytri, á bókaskápnum sem er spegill sálarinnar,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og nú hlaðvarpsstjórnandi. Þær æskuvinkonur og stórleikkonur, Steinunn Ólína og Halldóra Geirharðsdóttir, hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum í sundur. Og nú kynna þær nýtt hlaðvarp. Fyrsti þátturinn er kominn í loftið. Þær eru nú á miðjum aldri og tiltektin felst í því að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu. Þær ætla sem sagt að gera rassíu í bókaskápunum sínum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl. Í hverjum þætti mætum við með eina bók úr sitthvorum bókaskápnum og velta því fyrir sér hvort þær vilji eigum eiga bókina eða brenna hana. „Við höfum þekkst frá því við vorum níu eða ellefu ára. Þetta verður ekki tengt líðandi stundu heldur farið um víðan völl og látum gamminn geisa,“ segir Steinunn. Halldóra segir að þær séu náttúrlega bókaflokkur, út af fyrir sig. „Ég er ævintýrabókaflokkur.“ Steinunn Ólína segist ekki vita hvers konar bókaflokkur hún er. „Ég held að þú sért ekki flokkur heldur samtíningur. Bókasafn sem er að berjast við að vera ekki bókasafnsvörður. Ég er meira svona, tjahh, ég veit oft ekki hvað er í hillunum hjá mér og er full tilhlökkunar að skoða þær.“ Mynd frá því þær Dóra og Steina voru ungar og ábyrgðarlausar. Á öllu þessu verður tekið, að hætti hússins, í nýju hlaðvarpi.aðstend Steinunn Ólína segir að þetta með manneskjuna sé verkefni í þróun: „Hvernig við höfum breyst frá því að við vorum ungar konur. Bókaskápurinn okkar ber þess merki. Smekkurinn hefur stundum þroskast og tilbúnar í að breytast. Við höfum verið á andlegu ferðalagi.“ Halldóra grípur eina skruddu og veltir því fyrir sér hvort hún eigi að henda henni eða ekki. Þær geta ekki verið vissar. Steinunn Ólína heldur því fram að Halldóra sé miklu andlegri en hún sjálf, og spyrji spáspil og pendúl en sjálf hallar hún sér aftur meðan á því stendur. „Eins og maðurinn í Löðri. En þetta er fyrir miðaldra fólk á öllum aldrei,“ segja þær báðar í einu. Hlaðvörp Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Þær æskuvinkonur og stórleikkonur, Steinunn Ólína og Halldóra Geirharðsdóttir, hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum í sundur. Og nú kynna þær nýtt hlaðvarp. Fyrsti þátturinn er kominn í loftið. Þær eru nú á miðjum aldri og tiltektin felst í því að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu. Þær ætla sem sagt að gera rassíu í bókaskápunum sínum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl. Í hverjum þætti mætum við með eina bók úr sitthvorum bókaskápnum og velta því fyrir sér hvort þær vilji eigum eiga bókina eða brenna hana. „Við höfum þekkst frá því við vorum níu eða ellefu ára. Þetta verður ekki tengt líðandi stundu heldur farið um víðan völl og látum gamminn geisa,“ segir Steinunn. Halldóra segir að þær séu náttúrlega bókaflokkur, út af fyrir sig. „Ég er ævintýrabókaflokkur.“ Steinunn Ólína segist ekki vita hvers konar bókaflokkur hún er. „Ég held að þú sért ekki flokkur heldur samtíningur. Bókasafn sem er að berjast við að vera ekki bókasafnsvörður. Ég er meira svona, tjahh, ég veit oft ekki hvað er í hillunum hjá mér og er full tilhlökkunar að skoða þær.“ Mynd frá því þær Dóra og Steina voru ungar og ábyrgðarlausar. Á öllu þessu verður tekið, að hætti hússins, í nýju hlaðvarpi.aðstend Steinunn Ólína segir að þetta með manneskjuna sé verkefni í þróun: „Hvernig við höfum breyst frá því að við vorum ungar konur. Bókaskápurinn okkar ber þess merki. Smekkurinn hefur stundum þroskast og tilbúnar í að breytast. Við höfum verið á andlegu ferðalagi.“ Halldóra grípur eina skruddu og veltir því fyrir sér hvort hún eigi að henda henni eða ekki. Þær geta ekki verið vissar. Steinunn Ólína heldur því fram að Halldóra sé miklu andlegri en hún sjálf, og spyrji spáspil og pendúl en sjálf hallar hún sér aftur meðan á því stendur. „Eins og maðurinn í Löðri. En þetta er fyrir miðaldra fólk á öllum aldrei,“ segja þær báðar í einu.
Hlaðvörp Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira