Læknar boða miklu harðari aðgerðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2024 16:59 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Læknar boða til vikulegra verkfalla samtímis á öllum vinnustöðvum lækna sem verkfall nær til frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til tólf á hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll ýmist mánudag og miðvikudag eða þriðjudag og fimmtudag með sama fyrirkomulagi. Þetta kemur fram í pósti Læknafélags Íslands til félagsmanna sinna sem starfa samkvæmt kjarasamningi félagsins við fjármála- og efnahagsráðherra. Læknar höfðu áður boðað verkfallsaðgerðir sem ríkið taldi ólöglegar. Stjórn Læknafélagsins ákvað í samráði við samninganefnd að láta ekki reyna á þann ágreining fyrir dómstólum heldur fresta verkfalli og efna til nýrrar atkvæðagreiðslu um nýtt verkfallsplan. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðunina er nú hafin en með þessu frestast fyrirhuguð verkföll um viku. Fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar er aðeins breytt og nær til hvers vinnustaðar lækna í staðinn fyrir að vera allsherjaratkvæðagreiðsla. Samningslausir í um sjö mánuði Fyrirhuguðum verkföllum er lýst með eftirfarandi hætti á kjörseðli: „Það verða vikulega verkföll, samtímis á öllum vinnustöðvum lækna, sem verkfall nær til, frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til kl. 12 að hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll annað hvort á þriðjudegi og fimmtudegi eða mánudegi og miðvikudegi, en með sama fyrirkomulagi, þ.e. frá miðnætti til hádegis. Engin verkföll verða þó frá 20. desember 2024 til og með 5. janúar 2025.“ Um umtalsvert harðari aðgerðir er að ræða en áður var boðað til. Þær hljóðuðu upp á verkfallsaðgerðir hjá einstökum deildum einn og einn dag. Kjarasamningar lækna hafa verið lausir frá 1. apríl síðastliðnum eða í um sjö mánuði. „Samningaviðræður hafa ekki skilað þeim árangri, sem samninganefnd LÍ gerði sér vonir um og nauðsynlegt talið að þrýsta á árangur með verkfallsaðgerðum. Stjórn LÍ og samninganefnd hafa fjallað um tillögur aðgerðarhóps LÍ og samþykkt að bera þær undir atkvæði lækna, sem starfa samkvæmt kjarasamningi LÍ og fjármála- og efnahagsráðherra. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun LÍ er nú hafin. Atkvæðagreiðslan stendur yfir til kl. 16 fimmtudaginn 7. nóvember,“ segir í tölvupósti Læknafélags Íslands (LÍ) til félagsmanna. Heilbrigðismál Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Sjá meira
Þetta kemur fram í pósti Læknafélags Íslands til félagsmanna sinna sem starfa samkvæmt kjarasamningi félagsins við fjármála- og efnahagsráðherra. Læknar höfðu áður boðað verkfallsaðgerðir sem ríkið taldi ólöglegar. Stjórn Læknafélagsins ákvað í samráði við samninganefnd að láta ekki reyna á þann ágreining fyrir dómstólum heldur fresta verkfalli og efna til nýrrar atkvæðagreiðslu um nýtt verkfallsplan. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðunina er nú hafin en með þessu frestast fyrirhuguð verkföll um viku. Fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar er aðeins breytt og nær til hvers vinnustaðar lækna í staðinn fyrir að vera allsherjaratkvæðagreiðsla. Samningslausir í um sjö mánuði Fyrirhuguðum verkföllum er lýst með eftirfarandi hætti á kjörseðli: „Það verða vikulega verkföll, samtímis á öllum vinnustöðvum lækna, sem verkfall nær til, frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til kl. 12 að hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll annað hvort á þriðjudegi og fimmtudegi eða mánudegi og miðvikudegi, en með sama fyrirkomulagi, þ.e. frá miðnætti til hádegis. Engin verkföll verða þó frá 20. desember 2024 til og með 5. janúar 2025.“ Um umtalsvert harðari aðgerðir er að ræða en áður var boðað til. Þær hljóðuðu upp á verkfallsaðgerðir hjá einstökum deildum einn og einn dag. Kjarasamningar lækna hafa verið lausir frá 1. apríl síðastliðnum eða í um sjö mánuði. „Samningaviðræður hafa ekki skilað þeim árangri, sem samninganefnd LÍ gerði sér vonir um og nauðsynlegt talið að þrýsta á árangur með verkfallsaðgerðum. Stjórn LÍ og samninganefnd hafa fjallað um tillögur aðgerðarhóps LÍ og samþykkt að bera þær undir atkvæði lækna, sem starfa samkvæmt kjarasamningi LÍ og fjármála- og efnahagsráðherra. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun LÍ er nú hafin. Atkvæðagreiðslan stendur yfir til kl. 16 fimmtudaginn 7. nóvember,“ segir í tölvupósti Læknafélags Íslands (LÍ) til félagsmanna.
Heilbrigðismál Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Sjá meira
Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53
Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42