Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. nóvember 2024 11:44 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Formaður Læknafélags Íslands segir ríkið þrýsta læknum út í harðari verkfallsaðgerðir en lagt var upp með, með því að lýsa því yfir að boðaðar aðgerðir séu ólöglegar. Stefnt er að því að hefja nýja atkvæðagreiðslu um verkföll lækna í dag, sem myndu hefjast seint í nóvember. Fulltrúar Læknafélagsins annars vegar og ríkisins funda nú hjá Ríkissáttasemjara og munu gera fram eftir degi. Í gær var greint frá því að Læknafélagið ætlaði að ráðast í nýja atkvæðagreiðslu um möguleg verkföll, þar sem ríkið teldi áður samþykkt verkföll stangast á við lög. Formaður félagsins segist ósammála túlkun ríkisins um að aðgerðirnar séu ólöglega boðaðar. „En bara til þess að tefja ekki frekar, þá ákváðum við eftir þessa skoðun okkar um helgina að fara í nýja atkvæðagreiðslu um nýja uppsetningu á okkar aðgerðum, í samræmi við þeirra athugasemdir,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Ný atkvæðagreiðsla, sem stefnt er að því að hefja í dag, feli í sér frestun aðgerða um eina viku. „Þannig að í stað þess að við hefjum aðgerðir 18. nóvember, þá frestast þær til 25. nóvember, ef læknar samþykkja nýja aðgerðaáætlun.“ Breytingarnar sem gerðar voru til að bregðast við athugasemdum ríkisins, sem Læknafélagið telur þó ekki á rökum reistar, hafa í för með sér að ráðist verði í aðgerðir á öllum Landspítalanum samtímis, í stað þess að vera með aðgerðir á einstaka deild í einu. „Eins og þetta blasir við okkur þá þýðir þetta bara því miður harðari aðgerðir fyrr. Okkur þykir leitt að hafa á vissan hátt verið þrýst út í það, því við vitum að um viðkvæma starfsemi er að ræða, og hefðum viljað byrja varfærnislegar.“ Steinunn segir nokkuð langt hafa verið á milli deiluaðila að undanförnu. „En við sjáum hvað gerist núna, á allra næstu dögum.“ Læknaverkfall 2024 Heilbrigðiseftirlit Landspítalinn Mest lesið Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Innlent Árni Indriðason er látinn Innlent Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Innlent Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Innlent Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Innlent Fleiri fréttir Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Árni Indriðason er látinn Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Jón Nordal er látinn Handtóku tvo vopnaða menn Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Sjá meira
Fulltrúar Læknafélagsins annars vegar og ríkisins funda nú hjá Ríkissáttasemjara og munu gera fram eftir degi. Í gær var greint frá því að Læknafélagið ætlaði að ráðast í nýja atkvæðagreiðslu um möguleg verkföll, þar sem ríkið teldi áður samþykkt verkföll stangast á við lög. Formaður félagsins segist ósammála túlkun ríkisins um að aðgerðirnar séu ólöglega boðaðar. „En bara til þess að tefja ekki frekar, þá ákváðum við eftir þessa skoðun okkar um helgina að fara í nýja atkvæðagreiðslu um nýja uppsetningu á okkar aðgerðum, í samræmi við þeirra athugasemdir,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Ný atkvæðagreiðsla, sem stefnt er að því að hefja í dag, feli í sér frestun aðgerða um eina viku. „Þannig að í stað þess að við hefjum aðgerðir 18. nóvember, þá frestast þær til 25. nóvember, ef læknar samþykkja nýja aðgerðaáætlun.“ Breytingarnar sem gerðar voru til að bregðast við athugasemdum ríkisins, sem Læknafélagið telur þó ekki á rökum reistar, hafa í för með sér að ráðist verði í aðgerðir á öllum Landspítalanum samtímis, í stað þess að vera með aðgerðir á einstaka deild í einu. „Eins og þetta blasir við okkur þá þýðir þetta bara því miður harðari aðgerðir fyrr. Okkur þykir leitt að hafa á vissan hátt verið þrýst út í það, því við vitum að um viðkvæma starfsemi er að ræða, og hefðum viljað byrja varfærnislegar.“ Steinunn segir nokkuð langt hafa verið á milli deiluaðila að undanförnu. „En við sjáum hvað gerist núna, á allra næstu dögum.“
Læknaverkfall 2024 Heilbrigðiseftirlit Landspítalinn Mest lesið Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Innlent Árni Indriðason er látinn Innlent Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Innlent Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Innlent Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Innlent Fleiri fréttir Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Árni Indriðason er látinn Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Jón Nordal er látinn Handtóku tvo vopnaða menn Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Sjá meira