Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2024 20:06 Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar er ánægð með hvað allt gengur vel í sveitarfélaginu en vill þó fá fleira fólk því víða vantar fólk í allskonar vinnur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum Fjallabyggðar fjölgar og fjölgar enda mikil uppbygging í sveitarfélaginu því víða er verið að byggja og atvinnuástand er með allra besta móti. Ef eitthvað er, þá vantar fólk í hin ýmsu störf og nóg af húsnæði er fyrir alla. Fjallabyggð varð til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar eftir sveitarstjórnarkosningar það ár. Sveitarfélagið er nyrst á Tröllaskaga. Flestir íbúar Fjallabyggðar búa í þéttbýliskjörnunum Siglufirði og Ólafsfirði en milli kjarnanna er um 16 kílómetra leið um Héðinsfjarðargöng. „Og okkur er að fjölga en við erum komin upp í tæplega 2.030 íbúa og það er verið að byggja ný íbúðarhús og allskonar þjónustu,” segir Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar. En það er einn galli á gjöf Njarðar, það vantar meira af fólki í Fjallabyggð til að vinna störfin, það eru helstu áhyggjur bæjarstjórans. „Já, ef að einhver er að hugsa sér til flutnings þá er þetta rétti staðurinn. Hér er hægt að fá leikskólapláss frá eins árs aldri. Sem betur fer þá höfum við nú verið að horfa upp á það að unga fólkið er mikið að flytja til baka. Margt fólk, sem hefur farið til náms að það hefur svo náð sér í maka svona eins og gengur og gerist og það er að sýna sig að það er gott að koma til baka,” segir Sigríður. Íbúar Fjallabyggðar eru í dag komnir vel yfir tvö þúsund og þeim fjölgar alltaf smátt og smátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Veturinn leggst vel í bæjarstjórann og íbúa Fjallabyggðar. „Við höfum gert mikið út á vetrardýrðina og vetrarparadísina hérna því við erum með eitt besta skíðasvæði á landinu og svo höfum við líka verið að gera bæði á Ólafsfirði og Siglufirði út á gönguskíðanámskeið svo ég held að veturinn sé nýja ferðamannatímabilið hérna,” segir bæjarstjóri Fjallabyggðar. Fjallabyggð Mannfjöldi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Fjallabyggð varð til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar eftir sveitarstjórnarkosningar það ár. Sveitarfélagið er nyrst á Tröllaskaga. Flestir íbúar Fjallabyggðar búa í þéttbýliskjörnunum Siglufirði og Ólafsfirði en milli kjarnanna er um 16 kílómetra leið um Héðinsfjarðargöng. „Og okkur er að fjölga en við erum komin upp í tæplega 2.030 íbúa og það er verið að byggja ný íbúðarhús og allskonar þjónustu,” segir Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar. En það er einn galli á gjöf Njarðar, það vantar meira af fólki í Fjallabyggð til að vinna störfin, það eru helstu áhyggjur bæjarstjórans. „Já, ef að einhver er að hugsa sér til flutnings þá er þetta rétti staðurinn. Hér er hægt að fá leikskólapláss frá eins árs aldri. Sem betur fer þá höfum við nú verið að horfa upp á það að unga fólkið er mikið að flytja til baka. Margt fólk, sem hefur farið til náms að það hefur svo náð sér í maka svona eins og gengur og gerist og það er að sýna sig að það er gott að koma til baka,” segir Sigríður. Íbúar Fjallabyggðar eru í dag komnir vel yfir tvö þúsund og þeim fjölgar alltaf smátt og smátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Veturinn leggst vel í bæjarstjórann og íbúa Fjallabyggðar. „Við höfum gert mikið út á vetrardýrðina og vetrarparadísina hérna því við erum með eitt besta skíðasvæði á landinu og svo höfum við líka verið að gera bæði á Ólafsfirði og Siglufirði út á gönguskíðanámskeið svo ég held að veturinn sé nýja ferðamannatímabilið hérna,” segir bæjarstjóri Fjallabyggðar.
Fjallabyggð Mannfjöldi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira