„Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. nóvember 2024 13:50 Jón Gnarr fjallar um hinn meinta útlendingavanda í grein sinni á Vísi í dag. Hann ber þann vanda saman við „unglingavandann“ sem gert var mikið úr á níunda áratugnum. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr segir „útlendingavandann“ minna um margt á gamla „unglingavandann“. Hvort tveggja byggist á fordómum og ranghugmyndum frekar en staðreyndum. Ekki eigi að kenna ákveðnum hópum um úrræðaleysi stjórnvalda og endurtaka þannig gömul mistök. Jón Gnarr skrifaði skoðanagreininni „Unglingavandinn“ sem birtist á Vísi í dag. Þar rifjar hann upp hvernig mikið var gert úr „unglingavandamálinu svokallaða“ þegar hann var að vaxa úr grasi. Fjölmiðlar, lögreglan og eldri borgarar hefðu keppst við að gera sem mest úr vandanum og blöðin gjarnan tekið fram í fyrirsögnum ef unglingar áttu í hlut. „Stundum dugði að lögreglan grunaði unglinga til að fylla fyrirsagnir – til dæmis ef kókflaska fannst á vettvangi – og þannig varð þessi hópur gjarnan táknmynd alls kyns vandamála í samfélaginu,“ skrifar Jón í greininni. Óttinn við unglingana mikill Jón segist hafa verið skíthræddur við unglinga sem barn og tekið stórar krókaleiðir til að forðast staði þar sem unglingar héldu sig. „Þegar ég mætti þeim á förnum vegi, horfði ég niður og reyndi að láta mig hverfa. Svo, með tímanum, varð ég sjálfur unglingur og varð sjálfur fórnarlamb minna eigin fordóma og annarra. Börn tóku að forðast mig, og eldri borgarar hreyttu stundum ónotum í mig,“ skrifar hann. Hann hafi verið Hlemmari og pönkari en þrátt fyrir það ekki orðið mikið var við óheilbrigði meðal unglinga almennt. „Stundum brutust út slagsmál, oft í tengslum við brennivínsdrykkju, en að öðru leyti var þetta „unglingavandamál” að mestu leyti uppblásið og byggt á fordómum – afleiðing aðgerðarleysis stjórnvalda í æskulýðsmálum.“ Hann rifjar upp þegar blaðamaður Vikunnar fór árið 1981 á stúfana til að rannsaka hið meinta unglingavandamál sem hafði þá nýlega verið til umræðu á Alþingi. „Blaðamaður ræddi við nokkra unglinga, sem voru allir á sama máli: það væri ekkert unglingavandamál. ,Fullorðna fólkið skilur ekki unglingavandamálið, því það er ekki til. Það er bara til fullorðinsvandamál,' sögðu krakkarnir á rúntinum í Reykjavík.“ Múgsefjun, ranghugmyndir og fordómar frekar en staðreyndir Þeir sem voru unglingar á þessum tíma séu í dag fullorðin og unglingavandamálið að mestu horfið. Í raun hafi unglingar legið vel við höggi og því kennt um úrræðaleysi stjórnvalda. Ástandið hafi batnað sjálfkrafa um leið og ríkið og sveitarfélögin tóku til í málunum. Nú sé nýtt vandamál komið upp sem minni um margt á þennan gamla vanda. „Þetta byggir að mestu á múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum, frekar en staðreyndum eða reynslu. Fólk er farið að forðast ákveðna staði, ekki vegna unglinga, heldur útlendinga. Mál útlendinga, innflytjenda og flóttafólks – að undanskildum túristum – hefur þróast í mikið „vandamál“,“ segir Jón í greininni. Hægt sé að leysa „útlendingavandann“ á sama hátt og „unglingavandann“ forðum: „Með því að taka vel á móti fólki og auðvelda því að aðlagast samfélaginu. Sameinumst um að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur og bjóða upp á kennsluefni fyrir börn á þeirra móðurmáli á meðan þau læra málið. Við skulum ekki kenna ákveðnum hópum um okkar eigið úrræðaleysi. Við getum gert betur. Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin.“ Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Tengdar fréttir Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Líflegar og hvassar umræður sköpuðust um útlendingamál í fyrstu kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna fyrir komandi alþingiskosningar á RÚV í kvöld. Sigmundur Davíð spyr hvort við eigum að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu. Sigurði Inga var heitt í hamsi þegar hann spurði hvort kosningabaráttan ætti að snúast um svokölluð útlendingamál, og sagði að umræðan ætti að snúast um staðreyndir en ekki vera ofan í drullupotti. Hann segir suma stjórnmálamenn hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlenda auðkýfinga sem kaupa upp jarðir. 1. nóvember 2024 23:36 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Sjá meira
Jón Gnarr skrifaði skoðanagreininni „Unglingavandinn“ sem birtist á Vísi í dag. Þar rifjar hann upp hvernig mikið var gert úr „unglingavandamálinu svokallaða“ þegar hann var að vaxa úr grasi. Fjölmiðlar, lögreglan og eldri borgarar hefðu keppst við að gera sem mest úr vandanum og blöðin gjarnan tekið fram í fyrirsögnum ef unglingar áttu í hlut. „Stundum dugði að lögreglan grunaði unglinga til að fylla fyrirsagnir – til dæmis ef kókflaska fannst á vettvangi – og þannig varð þessi hópur gjarnan táknmynd alls kyns vandamála í samfélaginu,“ skrifar Jón í greininni. Óttinn við unglingana mikill Jón segist hafa verið skíthræddur við unglinga sem barn og tekið stórar krókaleiðir til að forðast staði þar sem unglingar héldu sig. „Þegar ég mætti þeim á förnum vegi, horfði ég niður og reyndi að láta mig hverfa. Svo, með tímanum, varð ég sjálfur unglingur og varð sjálfur fórnarlamb minna eigin fordóma og annarra. Börn tóku að forðast mig, og eldri borgarar hreyttu stundum ónotum í mig,“ skrifar hann. Hann hafi verið Hlemmari og pönkari en þrátt fyrir það ekki orðið mikið var við óheilbrigði meðal unglinga almennt. „Stundum brutust út slagsmál, oft í tengslum við brennivínsdrykkju, en að öðru leyti var þetta „unglingavandamál” að mestu leyti uppblásið og byggt á fordómum – afleiðing aðgerðarleysis stjórnvalda í æskulýðsmálum.“ Hann rifjar upp þegar blaðamaður Vikunnar fór árið 1981 á stúfana til að rannsaka hið meinta unglingavandamál sem hafði þá nýlega verið til umræðu á Alþingi. „Blaðamaður ræddi við nokkra unglinga, sem voru allir á sama máli: það væri ekkert unglingavandamál. ,Fullorðna fólkið skilur ekki unglingavandamálið, því það er ekki til. Það er bara til fullorðinsvandamál,' sögðu krakkarnir á rúntinum í Reykjavík.“ Múgsefjun, ranghugmyndir og fordómar frekar en staðreyndir Þeir sem voru unglingar á þessum tíma séu í dag fullorðin og unglingavandamálið að mestu horfið. Í raun hafi unglingar legið vel við höggi og því kennt um úrræðaleysi stjórnvalda. Ástandið hafi batnað sjálfkrafa um leið og ríkið og sveitarfélögin tóku til í málunum. Nú sé nýtt vandamál komið upp sem minni um margt á þennan gamla vanda. „Þetta byggir að mestu á múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum, frekar en staðreyndum eða reynslu. Fólk er farið að forðast ákveðna staði, ekki vegna unglinga, heldur útlendinga. Mál útlendinga, innflytjenda og flóttafólks – að undanskildum túristum – hefur þróast í mikið „vandamál“,“ segir Jón í greininni. Hægt sé að leysa „útlendingavandann“ á sama hátt og „unglingavandann“ forðum: „Með því að taka vel á móti fólki og auðvelda því að aðlagast samfélaginu. Sameinumst um að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur og bjóða upp á kennsluefni fyrir börn á þeirra móðurmáli á meðan þau læra málið. Við skulum ekki kenna ákveðnum hópum um okkar eigið úrræðaleysi. Við getum gert betur. Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin.“
Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Tengdar fréttir Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Líflegar og hvassar umræður sköpuðust um útlendingamál í fyrstu kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna fyrir komandi alþingiskosningar á RÚV í kvöld. Sigmundur Davíð spyr hvort við eigum að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu. Sigurði Inga var heitt í hamsi þegar hann spurði hvort kosningabaráttan ætti að snúast um svokölluð útlendingamál, og sagði að umræðan ætti að snúast um staðreyndir en ekki vera ofan í drullupotti. Hann segir suma stjórnmálamenn hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlenda auðkýfinga sem kaupa upp jarðir. 1. nóvember 2024 23:36 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Sjá meira
Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Líflegar og hvassar umræður sköpuðust um útlendingamál í fyrstu kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna fyrir komandi alþingiskosningar á RÚV í kvöld. Sigmundur Davíð spyr hvort við eigum að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu. Sigurði Inga var heitt í hamsi þegar hann spurði hvort kosningabaráttan ætti að snúast um svokölluð útlendingamál, og sagði að umræðan ætti að snúast um staðreyndir en ekki vera ofan í drullupotti. Hann segir suma stjórnmálamenn hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlenda auðkýfinga sem kaupa upp jarðir. 1. nóvember 2024 23:36