Þetta fullyrðir bandaríski slúðurmiðillinn PageSix. Þau Bündchen og Valente tilkynntu um óléttuna fyrir einungis örfáum dögum en brasilíska ofurfyrirsætan er 44 ára gömul. Einungis eru rúm tvö ár síðan þau Bündchen og Brady skildu að borði og sæng eftir þrettán ára hjónaband. Þau eiga saman tvö börn.
„Tom vissi að hlutirnir voru orðnir alvarlegir á milli Gisele og Joaquin en ímyndaði sér ekki einu sinni að þau myndu eignast barn saman,“ segir ónafngreindur heimildarmaður slúðurmiðilsins sem sagður er náinn hjónunum. Hann segir Brady hafa verið í sjokki þegar fyrrverandi eiginkona hans færði honum þessi tíðindi.
Hann hafi þó verið fljótur að jafna sig. Hann vilji Bündchen fyrst og fremst það allra besta en þau eiga saman hinn fjórtán ára gamla Benjamin og hina ellefu ára gömlu Vivian. „Þegar á hólminn er komið snýst líf Tom um börnin hans og ferilinn. Ákvarðanir Gisele koma honum ekki við.“