Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Árni Sæberg og Jón Þór Stefánsson skrifa 31. október 2024 15:17 Steinþór við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra í desember í fyrra. Vísir Landsréttur hefur sýknað Steinþór Einarssonar, karlmann á fertugsaldri, af ákæru fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, sem var 47 ára, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. Steinþóri var sakfelldur í héraði fyrir að svipta Tómas lífi með því að stinga hann tvisvar sinnum í síðuna með hnífi, með þeim afleiðingum að ytri mjaðmarslagæð fór í sundur og olli umfangsmiklu blóðtapi sem leiddi til dauða Tómasar. Í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra bar Steinþór fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Þess var krafist fyrir hönd Steinþórs að hann yrði sýknaður af ákæru ákæruvaldsins, til vara að honum yrði ekki gerð refsing yrði hann sakfelldur, og til þrautavara að honum yrði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Sýknukrafa var byggð á því að Steinþór hafi verið að verjast lífshættulegri árás Tómasar og að hann hefði ekki haft neinn ásetning til þess að svipta hann lífi. Hafði lagt til að gera honum ekki refsingu Kolbrún Benediktsdóttir, aðstoðarhéraðssaksóknari, lagði það til við dómara í héraði að Steinþóri yrði sakfelldur en ekki gerð sérstök refsing. Hann hafi verið að verjast árás Tómasar, og því nauðsynlegt fyrir hann að verjast. Spurningin væri hvort Steinþór hefði beitt forsvaranlegri sjálfsvörn, en í íslenskri réttarsögu er afar sjaldgæft að fallist er á neyðarvörn. Hún sagði að mögulega væri tilefni til að fara niður fyrir lágmark refsingar fyrir manndráp, sem er fimm ára fangelsisdómur. Og jafnvel fara verulega niður fyrir lágmarkið eða jafnvel gera Steinþóri ekki sérstaka refsingu fyrir umrætt brot. Þó benti hún á að Steinþór hafi verið á reynslulausn þegar brotið var framið og erfitt að líta fram hjá því. Dómsorð var lesið upp í Landsrétti upp úr klukkan 15. Dómurinn hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur sýknunnar ekki fyrir. Greint verður frá þeim síðar í dag. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Manndrápið á Ólafsfirði: Steinþór hafi stungið Tómas tvisvar Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október í fyrra. 22. september 2023 09:27 Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01 Útstunginn og blóðugur jógabolti lykilsönnunargagn Allt bendir til þess að Tómas Waagfjörð hafi reynt að verjast hnífaárás Steinþórs Einarssonar með jógabolta í íbúð á Ólafsfirði í október 2022. Steinþór hlaut átta ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Hann kannaðist ekkert við að jógabolti hefði komið við sögu í átökunum en boltinn var útstunginn og blóðugur. 10. janúar 2024 17:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Steinþóri var sakfelldur í héraði fyrir að svipta Tómas lífi með því að stinga hann tvisvar sinnum í síðuna með hnífi, með þeim afleiðingum að ytri mjaðmarslagæð fór í sundur og olli umfangsmiklu blóðtapi sem leiddi til dauða Tómasar. Í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra bar Steinþór fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Þess var krafist fyrir hönd Steinþórs að hann yrði sýknaður af ákæru ákæruvaldsins, til vara að honum yrði ekki gerð refsing yrði hann sakfelldur, og til þrautavara að honum yrði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Sýknukrafa var byggð á því að Steinþór hafi verið að verjast lífshættulegri árás Tómasar og að hann hefði ekki haft neinn ásetning til þess að svipta hann lífi. Hafði lagt til að gera honum ekki refsingu Kolbrún Benediktsdóttir, aðstoðarhéraðssaksóknari, lagði það til við dómara í héraði að Steinþóri yrði sakfelldur en ekki gerð sérstök refsing. Hann hafi verið að verjast árás Tómasar, og því nauðsynlegt fyrir hann að verjast. Spurningin væri hvort Steinþór hefði beitt forsvaranlegri sjálfsvörn, en í íslenskri réttarsögu er afar sjaldgæft að fallist er á neyðarvörn. Hún sagði að mögulega væri tilefni til að fara niður fyrir lágmark refsingar fyrir manndráp, sem er fimm ára fangelsisdómur. Og jafnvel fara verulega niður fyrir lágmarkið eða jafnvel gera Steinþóri ekki sérstaka refsingu fyrir umrætt brot. Þó benti hún á að Steinþór hafi verið á reynslulausn þegar brotið var framið og erfitt að líta fram hjá því. Dómsorð var lesið upp í Landsrétti upp úr klukkan 15. Dómurinn hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur sýknunnar ekki fyrir. Greint verður frá þeim síðar í dag.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Manndrápið á Ólafsfirði: Steinþór hafi stungið Tómas tvisvar Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október í fyrra. 22. september 2023 09:27 Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01 Útstunginn og blóðugur jógabolti lykilsönnunargagn Allt bendir til þess að Tómas Waagfjörð hafi reynt að verjast hnífaárás Steinþórs Einarssonar með jógabolta í íbúð á Ólafsfirði í október 2022. Steinþór hlaut átta ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Hann kannaðist ekkert við að jógabolti hefði komið við sögu í átökunum en boltinn var útstunginn og blóðugur. 10. janúar 2024 17:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Manndrápið á Ólafsfirði: Steinþór hafi stungið Tómas tvisvar Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október í fyrra. 22. september 2023 09:27
Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01
Útstunginn og blóðugur jógabolti lykilsönnunargagn Allt bendir til þess að Tómas Waagfjörð hafi reynt að verjast hnífaárás Steinþórs Einarssonar með jógabolta í íbúð á Ólafsfirði í október 2022. Steinþór hlaut átta ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Hann kannaðist ekkert við að jógabolti hefði komið við sögu í átökunum en boltinn var útstunginn og blóðugur. 10. janúar 2024 17:15