Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2024 12:58 Við undirbúning brennu á Geirsnefi. Vísir/Vilhelm Fækka á áramótabrennum í Reykjavík úr tíu í sex. Erindi þess efnis var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær. Þær brennur sem lagt er til að verði lagðar af eru þær sem haldnar hafa verið við Rauðavatn, í Suðurfelli , Laugardal og Skerjafirði. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokks. Í fundargerð leggur meirihlutinn áherslu á að ekki sé verið að leggja brennurnar af, heldur fækka þeim. „Ástæður fyrir þeirri tillögu að fækka brennum úr 10 í 6 grundvallast fyrst og fremst í beiðnum frá slökkviliði, lögreglu og heilbrigðiseftirliti þar sem talin er standa ógn af þeim brennum sem hafa verið við lýði vegna mismunandi ástæðna eins og nálægðar við byggð, umferðaröryggis og neikvæðra staðbundinna umhverfisáhrifa,“ segir í fundargerð. Staðsetning fyrirhugaðra brenna um næstu áramót. Á myndina vantar staðsetningu brennunnar sem verður á Kjalarnesi.Reykjavíkurborg Þá segir að kostnaðurinn sé auk þess töluverður vegna þess að nú þarf að kaupa í brennuna en ekki nýta það sem fellur til. Þá hafi verið erfitt að manna brennurnar. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, fagnaði ákvörðuninni. Sjálfstæðismenn mótmæla Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram bókun þar sem þau sögðu áramótabrennur órjúfanlegan þátt hátíðarhalda á þessum árstíma. Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon, Friðjón R Friðjónsson sátu fundinn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Í fjölda hverfa Reykjavíkur á slíkt samkomuhald sér meira en aldar gamla hefð. Það hefur verið kærkomið tilefni til að hitta nágranna og ættingja á þessum tímamótum, ungum sem öldnum mikill gleðigjafi, kynslóð fram af kynslóð, og merkur þáttur í menningarsögu samfélagsins. Þær áramótabrennur sem hér er lagt til að verði aflagðar eiga sér áratuga hefð,“ segir í bókun þeirra og að ekki sé hægt að réttlæta þetta með tilvísun í manneklu eða kostnað við kaup. Brennur verða á sex stöðum um næstu áramót í Reykjavík.Reykjavíkurborg „Sú fráleita ákvörðun borgaryfirvalda að afleggja umræddar brennur án nokkurs samráðs við íbúa eða íbúasamtök, er aðför að grónum hefðum í skemmtanahaldi borgarinnar um jól og áramót. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjumst alfarið gegn slíkum áformum,“ segir að lokum. Of nálægt byggð Í tillögu umhverfis- og skipulagssviðs er nánar farið út í breytinguna. Þar segir að þó svo að sterk hefð sé fyrir brennunum verði að taka tillit til athugasemda frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um nálægð brennanna við byggð. Þær brennur sem verða haldnar verða þá í Vesturbæ, Gufunesi, Geirsnesi, Jafnaseli, Úlfarsárdal og Kjalarnesi. Tekið er þó fram að aðeins verði haldin brenna í Vesturbæ finnist staðsetning. „Allar brennur verða minni en 250 m3 og því skilgreindar sem litlar brennur. Með þessu móti verður komið til móts við bæði sjónarmið þeirra sem vilja hafa brennur með því að tryggja að hver borgarhluti hafi brennu og svo hinna sem vilja fækka þeim verulega og með því draga úr umhverfisáhrifum og kostnaði,“ segir að lokum. Áramót Umhverfismál Slökkvilið Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. 28. desember 2023 15:46 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokks. Í fundargerð leggur meirihlutinn áherslu á að ekki sé verið að leggja brennurnar af, heldur fækka þeim. „Ástæður fyrir þeirri tillögu að fækka brennum úr 10 í 6 grundvallast fyrst og fremst í beiðnum frá slökkviliði, lögreglu og heilbrigðiseftirliti þar sem talin er standa ógn af þeim brennum sem hafa verið við lýði vegna mismunandi ástæðna eins og nálægðar við byggð, umferðaröryggis og neikvæðra staðbundinna umhverfisáhrifa,“ segir í fundargerð. Staðsetning fyrirhugaðra brenna um næstu áramót. Á myndina vantar staðsetningu brennunnar sem verður á Kjalarnesi.Reykjavíkurborg Þá segir að kostnaðurinn sé auk þess töluverður vegna þess að nú þarf að kaupa í brennuna en ekki nýta það sem fellur til. Þá hafi verið erfitt að manna brennurnar. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, fagnaði ákvörðuninni. Sjálfstæðismenn mótmæla Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram bókun þar sem þau sögðu áramótabrennur órjúfanlegan þátt hátíðarhalda á þessum árstíma. Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon, Friðjón R Friðjónsson sátu fundinn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Í fjölda hverfa Reykjavíkur á slíkt samkomuhald sér meira en aldar gamla hefð. Það hefur verið kærkomið tilefni til að hitta nágranna og ættingja á þessum tímamótum, ungum sem öldnum mikill gleðigjafi, kynslóð fram af kynslóð, og merkur þáttur í menningarsögu samfélagsins. Þær áramótabrennur sem hér er lagt til að verði aflagðar eiga sér áratuga hefð,“ segir í bókun þeirra og að ekki sé hægt að réttlæta þetta með tilvísun í manneklu eða kostnað við kaup. Brennur verða á sex stöðum um næstu áramót í Reykjavík.Reykjavíkurborg „Sú fráleita ákvörðun borgaryfirvalda að afleggja umræddar brennur án nokkurs samráðs við íbúa eða íbúasamtök, er aðför að grónum hefðum í skemmtanahaldi borgarinnar um jól og áramót. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjumst alfarið gegn slíkum áformum,“ segir að lokum. Of nálægt byggð Í tillögu umhverfis- og skipulagssviðs er nánar farið út í breytinguna. Þar segir að þó svo að sterk hefð sé fyrir brennunum verði að taka tillit til athugasemda frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um nálægð brennanna við byggð. Þær brennur sem verða haldnar verða þá í Vesturbæ, Gufunesi, Geirsnesi, Jafnaseli, Úlfarsárdal og Kjalarnesi. Tekið er þó fram að aðeins verði haldin brenna í Vesturbæ finnist staðsetning. „Allar brennur verða minni en 250 m3 og því skilgreindar sem litlar brennur. Með þessu móti verður komið til móts við bæði sjónarmið þeirra sem vilja hafa brennur með því að tryggja að hver borgarhluti hafi brennu og svo hinna sem vilja fækka þeim verulega og með því draga úr umhverfisáhrifum og kostnaði,“ segir að lokum.
Áramót Umhverfismál Slökkvilið Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. 28. desember 2023 15:46 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. 28. desember 2023 15:46