Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. október 2024 13:02 Njáll Trausti Friðbertsson, formaður fjárlaganefndar, stefnir á að fjárlög verði afgreidd með þriðju umræðu 15. eða 16. nóvember. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar segir ríkan vilja meðal þingmanna að framlengja heimild til rástöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Til stendur að afnema þá heimild um áramótin. Hann gerir ráð fyrir að fjárlög verði afgreidd um miðjan nóvember. Í fjárlagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármála- og efnahagsráðherra fyrir árið 2025 segir að ekki sé gert ráð fyrir framlengingu á ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán í gegnum almenna úrræðið árið 2025, sem að óbreyttu rennur út í lok árs 2024. Hins vegar verði áfram heimilt að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa undir formerkjum „fyrstu fasteignar“. Úrræðið hefur verið í boði í áratug. Vilji meðal þingmanna að fresta Þessu hefur verið mikið mótmælt, þar á meðal af stjórnarþingmönnum, til að mynda Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks og formanni fjárlaganefndar. „Ég held að það sé almennt mikill áhugi meðal þingmanna á því að fresta þessu sem kemur fram í fjárlögunum og lengja í þessari leið - séreignarsparnaðarleiðinni - og ég tel það mjög mikilvægt að það verði þannig. Við verðum að finna einhverja leið sem sátt er um,“ segir Njáll Trausti. Þetta sé mjög mikilvægt mál og mikill vilji meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka að lengja í úrræðinu. Málið hafi verið lítillega rætt í fjárlaganefnd. „Við höfum náð að ræða þetta lítillega milli okkar en auðvitað er það þannig að málið er venjulega tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd og síðan kemur það inn til okkar í fjárlaganefnd,“ segir hann. „Ég held það sé almennt mjög mikill vilji fyrir því að við förum í þetta að lengja í þessu úrræði, sem ég tel gríðarlega mikilvægt fyrir heimilin í landinu.“ Þétt tímalína Stefnt er að því að klára fjárlög fyrir kosningar og hefur þingið aðeins nokkrar vikur til stefnu. Von er á þjóðarspá á þriðjudag og gerir Njáll Trausti von á annarri umræðu fjárlaga í þinginu eftir aðra helgi. „Þann dag reiknum við með að fá gesti úr fjármálaráðuneytinu til að kynna stöðu mála gagnvart uppreikningi á grunnlánum miðað við þjóðarspána þá vitum við aðeins meira. Við höfum þá nokkra daga til að gera nefndarálitið og ég reikna með að önnur umræða fari fram eftir aðra helgi. Þannig að það væri þá líklega þriðjudaginn 12. nóvember sem önnur umræða gæti farið fram. Síðan væru nokkrir dagar milli annarrar og þriðju og við værum að klára þriðju umræðuna 15. eða 16. nóvember.“ Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda eigi líka að taka mið af æviskeiði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir kostnaðinn af háum vöxtum og verðbólgu á Íslandi ekki leggjast jafnt á alla á Íslandi, heimili eða fyrirtæki. Úrræði yfirvalda eigi þó ekki eingöngu að miðast við lágtekjufólk. 18. september 2024 08:42 „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31 Ráðherra og nýr nefndarformaður ósammála: „Almenningur á betra skilið“ Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem lofi ekki góðu fyrir komandi þingvetur. Almenningur eigi betra skilið. 14. september 2024 14:04 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármála- og efnahagsráðherra fyrir árið 2025 segir að ekki sé gert ráð fyrir framlengingu á ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán í gegnum almenna úrræðið árið 2025, sem að óbreyttu rennur út í lok árs 2024. Hins vegar verði áfram heimilt að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa undir formerkjum „fyrstu fasteignar“. Úrræðið hefur verið í boði í áratug. Vilji meðal þingmanna að fresta Þessu hefur verið mikið mótmælt, þar á meðal af stjórnarþingmönnum, til að mynda Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks og formanni fjárlaganefndar. „Ég held að það sé almennt mikill áhugi meðal þingmanna á því að fresta þessu sem kemur fram í fjárlögunum og lengja í þessari leið - séreignarsparnaðarleiðinni - og ég tel það mjög mikilvægt að það verði þannig. Við verðum að finna einhverja leið sem sátt er um,“ segir Njáll Trausti. Þetta sé mjög mikilvægt mál og mikill vilji meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka að lengja í úrræðinu. Málið hafi verið lítillega rætt í fjárlaganefnd. „Við höfum náð að ræða þetta lítillega milli okkar en auðvitað er það þannig að málið er venjulega tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd og síðan kemur það inn til okkar í fjárlaganefnd,“ segir hann. „Ég held það sé almennt mjög mikill vilji fyrir því að við förum í þetta að lengja í þessu úrræði, sem ég tel gríðarlega mikilvægt fyrir heimilin í landinu.“ Þétt tímalína Stefnt er að því að klára fjárlög fyrir kosningar og hefur þingið aðeins nokkrar vikur til stefnu. Von er á þjóðarspá á þriðjudag og gerir Njáll Trausti von á annarri umræðu fjárlaga í þinginu eftir aðra helgi. „Þann dag reiknum við með að fá gesti úr fjármálaráðuneytinu til að kynna stöðu mála gagnvart uppreikningi á grunnlánum miðað við þjóðarspána þá vitum við aðeins meira. Við höfum þá nokkra daga til að gera nefndarálitið og ég reikna með að önnur umræða fari fram eftir aðra helgi. Þannig að það væri þá líklega þriðjudaginn 12. nóvember sem önnur umræða gæti farið fram. Síðan væru nokkrir dagar milli annarrar og þriðju og við værum að klára þriðju umræðuna 15. eða 16. nóvember.“
Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda eigi líka að taka mið af æviskeiði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir kostnaðinn af háum vöxtum og verðbólgu á Íslandi ekki leggjast jafnt á alla á Íslandi, heimili eða fyrirtæki. Úrræði yfirvalda eigi þó ekki eingöngu að miðast við lágtekjufólk. 18. september 2024 08:42 „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31 Ráðherra og nýr nefndarformaður ósammála: „Almenningur á betra skilið“ Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem lofi ekki góðu fyrir komandi þingvetur. Almenningur eigi betra skilið. 14. september 2024 14:04 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Aðgerðir stjórnvalda eigi líka að taka mið af æviskeiði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir kostnaðinn af háum vöxtum og verðbólgu á Íslandi ekki leggjast jafnt á alla á Íslandi, heimili eða fyrirtæki. Úrræði yfirvalda eigi þó ekki eingöngu að miðast við lágtekjufólk. 18. september 2024 08:42
„Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31
Ráðherra og nýr nefndarformaður ósammála: „Almenningur á betra skilið“ Fjármálaráðherra og verðandi formaður fjárlaganefndar eru ósammála um hvort endurnýja skuli almenna heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Þingmaður Pírata segir stjórnarmeirihlutann með þessu senda misvísandi skilaboð til almennings sem lofi ekki góðu fyrir komandi þingvetur. Almenningur eigi betra skilið. 14. september 2024 14:04