„Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. september 2024 20:31 Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. Arion banki og Íslandsbanki boðuðu breytingar á vöxtum í vikunni, sem meðal annars fela í sér hækkun verðtryggðra vaxta húsnæðislána. Í tilfelli Arion banka hækka breytilegir vextir um 0,6 prósentustig, sem nemur 15 prósent hækkun vaxta, og fastir verðtryggðir vextir hækka um 0,5 prósentustig sem nemur 12 prósent hækkun. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um 12% hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ segir Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hækkanirnar hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, enda héldust stýrivextir óbreyttir við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabanka. Efnahagslegar skýringar liggja þó að baki. „Það er kannski svolítil kaldhæðni að þegar verðbólga er að hjaðna, þá eykst bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta og það er þá þetta verðbólguálag. Og það eru bara ruðningsáhrif, þetta fer út í fjármagnskerfið þessi mismunur sem gerir það af verkum að raunvextir þeir eru að hækka mikið fyrir íslensk heimili og á fyrirtæki. Séreignarsparnaður gæti nýst til niðurgreiðslu vaxtakostnaðar Þetta endurspegli vaxtaumhverfið á Íslandi í dag. „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna í mat og aðrar nauðsynjavörur. Og það má kannski bæta því við að nú þegar það stendur til að afnema möguleika á séreignasparnaði til þess að greiða inn á lánið, þá er þetta enn erfiðara fyrir fjölskyldur,“ segir Már, sem teldi vænlegra að ganga lengra í að heimila notkun séreignasparnaðar til að mæta auknum vaxtakostnaði. „Það væri kannski betra að auka möguleika fólks til þess að nýta séreignina til þess að greiða niður vaxtakostnað, ekki bara að leggja inn á höfuðstól heldur líka vaxtakostnað,“ segir Már. Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Efnahagsmál Íslandsbanki Arion banki Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Sjá meira
Arion banki og Íslandsbanki boðuðu breytingar á vöxtum í vikunni, sem meðal annars fela í sér hækkun verðtryggðra vaxta húsnæðislána. Í tilfelli Arion banka hækka breytilegir vextir um 0,6 prósentustig, sem nemur 15 prósent hækkun vaxta, og fastir verðtryggðir vextir hækka um 0,5 prósentustig sem nemur 12 prósent hækkun. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um 12% hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ segir Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hækkanirnar hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, enda héldust stýrivextir óbreyttir við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabanka. Efnahagslegar skýringar liggja þó að baki. „Það er kannski svolítil kaldhæðni að þegar verðbólga er að hjaðna, þá eykst bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta og það er þá þetta verðbólguálag. Og það eru bara ruðningsáhrif, þetta fer út í fjármagnskerfið þessi mismunur sem gerir það af verkum að raunvextir þeir eru að hækka mikið fyrir íslensk heimili og á fyrirtæki. Séreignarsparnaður gæti nýst til niðurgreiðslu vaxtakostnaðar Þetta endurspegli vaxtaumhverfið á Íslandi í dag. „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna í mat og aðrar nauðsynjavörur. Og það má kannski bæta því við að nú þegar það stendur til að afnema möguleika á séreignasparnaði til þess að greiða inn á lánið, þá er þetta enn erfiðara fyrir fjölskyldur,“ segir Már, sem teldi vænlegra að ganga lengra í að heimila notkun séreignasparnaðar til að mæta auknum vaxtakostnaði. „Það væri kannski betra að auka möguleika fólks til þess að nýta séreignina til þess að greiða niður vaxtakostnað, ekki bara að leggja inn á höfuðstól heldur líka vaxtakostnað,“ segir Már.
Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Efnahagsmál Íslandsbanki Arion banki Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun