Þessi eru í forystusætunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2024 18:58 Það er óðum að skýrast hverjir verða oddvitar fyrir sinn flokk í kjördæmum landsins. Formenn flokka, ráðherrar og þingmenn eru áberandi í þeim sætum en líka glænýtt fólk. Vísir/Berghildur Framboðslistar stjórnmálaflokkanna eru óðum að skýrast og oddvitar þeirra víðast hvar komnir fram. Í fjölmennustu kjördæmunum má víða sjá mikla þingreynslu hjá þeim sem leiða fyrir sinn flokk en út á landi er meira um glænýtt fólk í því hlutverki. Alls hafa tólf stjórnmálaflokkar lýst yfir framboði fyrir komandi alþingiskosningar þann 30. nóvember. Frestur til að skila inn framboðum og meðmælum í öllum kjördæmum er til kl.12 fimmtudaginn 31. október. Mynd er að komast á framboðslista hjá tíu af tólf flokkum og eru oddvitar flokkanna komnir fram í langflestum kjördæmum. Græningjar og Ábyrg framtíð hafa hins vegar ekki kynnt sína lista. Kraginn er fjölmennasta kjördæmið og þar er barist um 13 þingsæti. Þar tefla flokkarnir fram fólki með mikla stjórnmálareynslu en svo má líka sjá áberandi fólk úr öðrum greinum. Oddvitar flokkanna í Suðvesturkjördæmi.Vísir/Hjalti Reynsluboltar í Kraganum Í oddvitasætunum í Suðvesturkjördæmi/Kraganum eru til dæmis bæði formenn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar og svo varaformaður VG. Framsókn teflir fram heilbrigðisráðherra og Píratar formanni þingflokksins. Formaður þingflokks Miðflokksins er einnig oddviti þar. Þá leiðir stofnandi Lýðræðisflokksins sinn lista í kjördæminu. Landlæknir fer fyrir Samfylkingu, Þingmaður fyrir Flokki fólksins og prestur leiðir fyrir Sósíalistaflokkinn í kjördæminu. Ráðherrar og formenn í Reykjavík norður og suður Í Reykjavík norður eru ellefu þingsæti. Þar eru margir reyndir þingmenn í forystusætum en líka glænýtt fólk. Ráðherrar fara fyrir Framsókn og Sjálfstæðisflokki, þingmaður fyrir Viðreisn og formaður Samfylkingar leiðir sinn flokk í kjördæminu. Formaður VR leiðir Flokks fólksins, lögfræðingur Pírata og loftslagsaktívisti er oddviti fyrir VG í Reykjavík norður. Oddvitar flokkanna í Reykjavík suður.Vísir/Hjalti Í Reykjavík Suður eru ellefu þingsæti í boði og margir reynsluboltar þar sömuleiðis. Má þar nefna formenn Flokks fólksins og Vinstri grænna, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur tefla fram ráðherrum. Þingmenn fara svo fyrir Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu og borgarfulltrúi fer fyrir Sósíalistaflokknum. Oddvitar flokkanna í Reykjavíkurkjördæmi norður.Vísir/Hjalti Mörg ný nöfn á listum út á landi Í Suðurkjördæmi eru tíu þingsæti. Þar má sjá mörg ný nöfn eins og orkumálastjóra fyrir Framsókn, sviðsstjóra almannavarna sem er oddviti Samfylkingar, kvikmyndagerðamaður leiðir Pírata og leikskólastjóri VG. Bóndi leiðir lista Lýðræðisflokks og lögreglustjóri Miðflokkinn. Þingmenn leiða lista Viðreisnar og Flokk fólksins og ráðherra er oddviti Sjálfstæðisflokks í kjördæminu. Oddvitar flokkanna í Suðurkjördæmi.Vísir/Hjalti Í Norðausturkjördæmi sem fær tíu þingsæti má líka sjá mörg ný nöfn. Þannig fer kennari fyrir Viðreisn, aðstoðarforstjóri fyrir Sjálfstæðisflokk, forstöðumaður leiðir Pírata og sóknarprestur VG. Þingmenn leiða fyrir Samfylkingu og Framsóknarflokk. Loks er formaður Miðflokksins oddviti í kjördæminu fyrir sinn flokk. Oddvitar flokkanna í Norðausturkjördæmi.Vísir/Hjalti Norðvesturkjördæmi fær átta þingsæti. Þar leiða þingmenn fyrir Framsókn og Flokk fólksins, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar fyrir flokkinn, lyfsali fyrir Sjálfstæðisflokk, formaður leigjendasamtakanna er oddviti sósíalista, formaður samtakanna 22 leiðir fyrir Lýðræðisflokk, sendiherra fer fyrir Miðflokki, kynjafræðingur leiðir Pírata, bæjarstjóri fer fyrir Samfylkingu og kennari er í oddvitasæti fyrir Vinstri græn. Oddvita flokkanna í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Hjalti Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Alls hafa tólf stjórnmálaflokkar lýst yfir framboði fyrir komandi alþingiskosningar þann 30. nóvember. Frestur til að skila inn framboðum og meðmælum í öllum kjördæmum er til kl.12 fimmtudaginn 31. október. Mynd er að komast á framboðslista hjá tíu af tólf flokkum og eru oddvitar flokkanna komnir fram í langflestum kjördæmum. Græningjar og Ábyrg framtíð hafa hins vegar ekki kynnt sína lista. Kraginn er fjölmennasta kjördæmið og þar er barist um 13 þingsæti. Þar tefla flokkarnir fram fólki með mikla stjórnmálareynslu en svo má líka sjá áberandi fólk úr öðrum greinum. Oddvitar flokkanna í Suðvesturkjördæmi.Vísir/Hjalti Reynsluboltar í Kraganum Í oddvitasætunum í Suðvesturkjördæmi/Kraganum eru til dæmis bæði formenn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar og svo varaformaður VG. Framsókn teflir fram heilbrigðisráðherra og Píratar formanni þingflokksins. Formaður þingflokks Miðflokksins er einnig oddviti þar. Þá leiðir stofnandi Lýðræðisflokksins sinn lista í kjördæminu. Landlæknir fer fyrir Samfylkingu, Þingmaður fyrir Flokki fólksins og prestur leiðir fyrir Sósíalistaflokkinn í kjördæminu. Ráðherrar og formenn í Reykjavík norður og suður Í Reykjavík norður eru ellefu þingsæti. Þar eru margir reyndir þingmenn í forystusætum en líka glænýtt fólk. Ráðherrar fara fyrir Framsókn og Sjálfstæðisflokki, þingmaður fyrir Viðreisn og formaður Samfylkingar leiðir sinn flokk í kjördæminu. Formaður VR leiðir Flokks fólksins, lögfræðingur Pírata og loftslagsaktívisti er oddviti fyrir VG í Reykjavík norður. Oddvitar flokkanna í Reykjavík suður.Vísir/Hjalti Í Reykjavík Suður eru ellefu þingsæti í boði og margir reynsluboltar þar sömuleiðis. Má þar nefna formenn Flokks fólksins og Vinstri grænna, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur tefla fram ráðherrum. Þingmenn fara svo fyrir Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu og borgarfulltrúi fer fyrir Sósíalistaflokknum. Oddvitar flokkanna í Reykjavíkurkjördæmi norður.Vísir/Hjalti Mörg ný nöfn á listum út á landi Í Suðurkjördæmi eru tíu þingsæti. Þar má sjá mörg ný nöfn eins og orkumálastjóra fyrir Framsókn, sviðsstjóra almannavarna sem er oddviti Samfylkingar, kvikmyndagerðamaður leiðir Pírata og leikskólastjóri VG. Bóndi leiðir lista Lýðræðisflokks og lögreglustjóri Miðflokkinn. Þingmenn leiða lista Viðreisnar og Flokk fólksins og ráðherra er oddviti Sjálfstæðisflokks í kjördæminu. Oddvitar flokkanna í Suðurkjördæmi.Vísir/Hjalti Í Norðausturkjördæmi sem fær tíu þingsæti má líka sjá mörg ný nöfn. Þannig fer kennari fyrir Viðreisn, aðstoðarforstjóri fyrir Sjálfstæðisflokk, forstöðumaður leiðir Pírata og sóknarprestur VG. Þingmenn leiða fyrir Samfylkingu og Framsóknarflokk. Loks er formaður Miðflokksins oddviti í kjördæminu fyrir sinn flokk. Oddvitar flokkanna í Norðausturkjördæmi.Vísir/Hjalti Norðvesturkjördæmi fær átta þingsæti. Þar leiða þingmenn fyrir Framsókn og Flokk fólksins, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar fyrir flokkinn, lyfsali fyrir Sjálfstæðisflokk, formaður leigjendasamtakanna er oddviti sósíalista, formaður samtakanna 22 leiðir fyrir Lýðræðisflokk, sendiherra fer fyrir Miðflokki, kynjafræðingur leiðir Pírata, bæjarstjóri fer fyrir Samfylkingu og kennari er í oddvitasæti fyrir Vinstri græn. Oddvita flokkanna í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Hjalti
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira