Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Jón Þór Stefánsson skrifar 29. október 2024 15:01 Það hefur verið þétt setið í aðalmeðferð Sólheimajökulsmálsins, en sakborningarnir eru á annan tug, og hver þeirra þarf lögmann. Vísir/Vilhelm Maður á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir peningaþvætti í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál, Sólheimajökulsmálið svokallaða, kannast við að hafa geymt hluti fyrir vin sinn sem er ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi í málinu. Manninum er gefið að sök að hafa í fórum sínum tæplega 16,2 milljónir króna í reiðufé. Í ákæru segir að peningurinn hafi verið afrakstur skipulagðrar brotastarfsemi eða ávinningur af refsiverðum brotum. Aðspurður út í sakarefnið sagði maðurinn fyrir dómi: „Ég kannast ekki við upphæðina. Ég veit ekki hvað var þarna í pokanum.“ Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Hafði áður geymt hjól fyrir hann Maðurinn, sem líkt og áður segir er grunaður um peningaþvætti, man eftir því að hafa verið að geyma hlut fyrir einn af æskuvinum sínum, sem er líka sakborningur í málinu. Í ákærunni á hendur manninum segir að hann hafi afhent þessum æskuvini fjármunina þann 23. mars á þessu ári. Maðurinn sagðist hafa tekið við pokanum einhverjum dögum áður, en það hafi verið æskuvinurinn sem kom með hann. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa geymt dót fyrir hann, og nefndi hjól sem dæmi. Hann útskýrði að hann hefði búið á stað sem væri frekar öruggur. Æskuvinurinn hefði hins vegar ekki gert það. Heimili hans hefði verið með ónýtri hurð og þess vegna hefði hann stundum fengið að geyma hluti hjá honum. „Skoðaðir þú ekkert hvað var í pokanum?“ spurði Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari. „Nei, af hverju ætti ég að gera það?“ svaraði vinurinn. Hann sagði jafnframt að hann hafi verið alveg ómeðvitaður um skipulagða brotastarfsemi. Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Manninum er gefið að sök að hafa í fórum sínum tæplega 16,2 milljónir króna í reiðufé. Í ákæru segir að peningurinn hafi verið afrakstur skipulagðrar brotastarfsemi eða ávinningur af refsiverðum brotum. Aðspurður út í sakarefnið sagði maðurinn fyrir dómi: „Ég kannast ekki við upphæðina. Ég veit ekki hvað var þarna í pokanum.“ Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Hafði áður geymt hjól fyrir hann Maðurinn, sem líkt og áður segir er grunaður um peningaþvætti, man eftir því að hafa verið að geyma hlut fyrir einn af æskuvinum sínum, sem er líka sakborningur í málinu. Í ákærunni á hendur manninum segir að hann hafi afhent þessum æskuvini fjármunina þann 23. mars á þessu ári. Maðurinn sagðist hafa tekið við pokanum einhverjum dögum áður, en það hafi verið æskuvinurinn sem kom með hann. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa geymt dót fyrir hann, og nefndi hjól sem dæmi. Hann útskýrði að hann hefði búið á stað sem væri frekar öruggur. Æskuvinurinn hefði hins vegar ekki gert það. Heimili hans hefði verið með ónýtri hurð og þess vegna hefði hann stundum fengið að geyma hluti hjá honum. „Skoðaðir þú ekkert hvað var í pokanum?“ spurði Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari. „Nei, af hverju ætti ég að gera það?“ svaraði vinurinn. Hann sagði jafnframt að hann hafi verið alveg ómeðvitaður um skipulagða brotastarfsemi.
Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira