Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 29. október 2024 11:22 Mette Frederiksen, Bjarni Benediktsson og Volodýmýr Selenskíj á blaðamannafundi á Þingvöllum í gærkvöldi. Forsætisráðherrarnir funduðu aftur í morgun. Vísir/Vilhelm Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. Forsætisráðherrar Norðurlandanna áttu í gær fund á Þingvöllum ásamt Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í tilefni Norðurlandaráðsþings sem fer fram í Reykjavík í vikunni. Fundur Norðurlandaráðs hefst í dag og forsætisráðherrarnir funduðu aftur í morgun. Þar var til að mynda rætt hvernig gera ætti svæðið samþættara og hvernig styðja eigi við efnahagslífið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir aðrar sameiginlegar áskoranir hafa komið til umræðu, sér í lagi landamærin og hælisleitendakerfið. Ræddu brottfararbúðir utan landsteinanna „Ef okkur mistekst við að taka almennielga stjórn á landamærunum. Ef okkur mistekst í stríðinu við alþjóðlega glæpastarfsemi og ef okkur tekst ekki að byggja upp skilvirkt kerfi í hælisleitendamálum þá eru það lífsgæðin sem við höfum bygtt upp og eru í raun og veru einkennandi fyrir Norðurlöndin öll sem eru að veði,“ segir Bjarni. „Öll Evrópa er farin að ræða þetta. Í Bretlandi hafa menn verið með hugmyndir um að koma jafnvel upp svona brottfararbúðum - jafnvel utan landsteinanna og nú er farið að ræða þetta af fullri alvöru bæði á þessum vettvangi og eins hjá Evrópusambandinu að það verði ekki við það búið að þeir sem hafa ekki rétt til að vera innan landamæranna geri það engu að síður.“ Búðir sem þær sem Bjarni nefnir hafa verið harðlega gagnrýndar og bæði flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðið mótmælt þeim við bresk stjórnvöld. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur þá verið mjög uggandi yfir áformunum. Öryggi í Úkraínu Landamæra-, og hælisleitendamál voru ekki ein til umræðu heldur einnig öryggismál í Evrópu, sérstaklega í tengslum við Úkraínu. „Þetta var mikilvægur og góður fundur með forseta Úkarínu. Þetta er í fjórða sinn sem við hittumst, Norðurlönd og Úkraína, og það byggir upp traust og gerir það að verkum að við getum farið dýpra inn í samtalið um hvað er að gerast í Úkraínu,“ segir Jonas Störe, forsætisráðherra Noregs. „Hvernig getum við hjálpað og hvaða þýðingu hefur það fyrir NATO, fyrir Úkraínu og fyrir ástandið í Evrópu, og líka hvernig við getum verið nákvæm um það að veita Úkraínu þá aðstoð sem Úkraína þarf mest á að halda.“ Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Hælisleitendur Landamæri Tengdar fréttir Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29 Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Forsætisráðherrar Norðurlandanna áttu í gær fund á Þingvöllum ásamt Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í tilefni Norðurlandaráðsþings sem fer fram í Reykjavík í vikunni. Fundur Norðurlandaráðs hefst í dag og forsætisráðherrarnir funduðu aftur í morgun. Þar var til að mynda rætt hvernig gera ætti svæðið samþættara og hvernig styðja eigi við efnahagslífið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir aðrar sameiginlegar áskoranir hafa komið til umræðu, sér í lagi landamærin og hælisleitendakerfið. Ræddu brottfararbúðir utan landsteinanna „Ef okkur mistekst við að taka almennielga stjórn á landamærunum. Ef okkur mistekst í stríðinu við alþjóðlega glæpastarfsemi og ef okkur tekst ekki að byggja upp skilvirkt kerfi í hælisleitendamálum þá eru það lífsgæðin sem við höfum bygtt upp og eru í raun og veru einkennandi fyrir Norðurlöndin öll sem eru að veði,“ segir Bjarni. „Öll Evrópa er farin að ræða þetta. Í Bretlandi hafa menn verið með hugmyndir um að koma jafnvel upp svona brottfararbúðum - jafnvel utan landsteinanna og nú er farið að ræða þetta af fullri alvöru bæði á þessum vettvangi og eins hjá Evrópusambandinu að það verði ekki við það búið að þeir sem hafa ekki rétt til að vera innan landamæranna geri það engu að síður.“ Búðir sem þær sem Bjarni nefnir hafa verið harðlega gagnrýndar og bæði flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðið mótmælt þeim við bresk stjórnvöld. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur þá verið mjög uggandi yfir áformunum. Öryggi í Úkraínu Landamæra-, og hælisleitendamál voru ekki ein til umræðu heldur einnig öryggismál í Evrópu, sérstaklega í tengslum við Úkraínu. „Þetta var mikilvægur og góður fundur með forseta Úkarínu. Þetta er í fjórða sinn sem við hittumst, Norðurlönd og Úkraína, og það byggir upp traust og gerir það að verkum að við getum farið dýpra inn í samtalið um hvað er að gerast í Úkraínu,“ segir Jonas Störe, forsætisráðherra Noregs. „Hvernig getum við hjálpað og hvaða þýðingu hefur það fyrir NATO, fyrir Úkraínu og fyrir ástandið í Evrópu, og líka hvernig við getum verið nákvæm um það að veita Úkraínu þá aðstoð sem Úkraína þarf mest á að halda.“
Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Hælisleitendur Landamæri Tengdar fréttir Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29 Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29
Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06
Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18