Björgunarsveitum tókst að losa bátinn Árni Sæberg skrifar 29. október 2024 10:16 Áhöfn Gísla Jóns dældi vatni upp úr bátnum. Landsbjörg Rétt fyrir klukkan 18 í gær tókst björgunarsveitum á Vestfjörðum að losa fiskibátinn sem strandaði í mynni Súgandafjarðar í gærmorgun. Í gær var greint frá því að smábátur hefði strandað í utanverðum Súgandafirði í gærmorgun og tveir menn um borð hefðu verið hífðir upp í þyrlu. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að um miðjan dag í gær hafi verið farið að huga að aðgerðum, slöngubátur frá Björgunarsveitinni Björg á Suðureyri hafi flutt mannskap og ýmsan búnað í fjöruna við bátinn, ljósavél, dælur og belgi til að þétta bátinn ef á þyrfti að halda. Eftir að hafa skoðað aðstæður hafi verið talið að ekki þyrfti að draga bátinn langt áður en hann flyti upp vegna hve aðdjúpt var að strandstaðnum. Dráttartaug slitnaði Um hálf fimm í gær hafi svo verið komin dráttartaug yfir í björgunarskipið Gísla Jóns sem hafi þá losað akkeri og hafi að toga í. Dráttartaugin hafi slitnað við fyrstu tilraun og sterkari taug sett á milli. Um klukkan 18 hafi báturinn verið á floti og tekinn aðeins frá landi. Þá hafi hann verið losaður úr Gísla Jóns og Kobbi Láka tekið við að draga, á meðan Gísli Jóns tók bátinn á síðuna svo hægt væri að beita öflugum dælum um borð í Gísla til að dæla úr bátnum. Talsverður leki hafi verið að bátnum og ljóst að hann hefði líklega sokkið ef ekki hefði verið hægt að dæla úr honum. Kominn í höfn rétt upp úr 19 Þannig hafi báturinn verið dreginn inn til Suðureyrar og rennt upp í sjósetningarrennu í höfninni rétt upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Auk áðurnefndra björgunarskipa og báta hafi björgunarbáturinn Stella frá Flateyri tekið þátt í aðgerðum þar sem þurft hafi að flytja mannskap og tæki milli báta. Myndskeið frá Landsbjörg af björguninni má sjá í spilaranum hér að neðan: Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Í gær var greint frá því að smábátur hefði strandað í utanverðum Súgandafirði í gærmorgun og tveir menn um borð hefðu verið hífðir upp í þyrlu. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að um miðjan dag í gær hafi verið farið að huga að aðgerðum, slöngubátur frá Björgunarsveitinni Björg á Suðureyri hafi flutt mannskap og ýmsan búnað í fjöruna við bátinn, ljósavél, dælur og belgi til að þétta bátinn ef á þyrfti að halda. Eftir að hafa skoðað aðstæður hafi verið talið að ekki þyrfti að draga bátinn langt áður en hann flyti upp vegna hve aðdjúpt var að strandstaðnum. Dráttartaug slitnaði Um hálf fimm í gær hafi svo verið komin dráttartaug yfir í björgunarskipið Gísla Jóns sem hafi þá losað akkeri og hafi að toga í. Dráttartaugin hafi slitnað við fyrstu tilraun og sterkari taug sett á milli. Um klukkan 18 hafi báturinn verið á floti og tekinn aðeins frá landi. Þá hafi hann verið losaður úr Gísla Jóns og Kobbi Láka tekið við að draga, á meðan Gísli Jóns tók bátinn á síðuna svo hægt væri að beita öflugum dælum um borð í Gísla til að dæla úr bátnum. Talsverður leki hafi verið að bátnum og ljóst að hann hefði líklega sokkið ef ekki hefði verið hægt að dæla úr honum. Kominn í höfn rétt upp úr 19 Þannig hafi báturinn verið dreginn inn til Suðureyrar og rennt upp í sjósetningarrennu í höfninni rétt upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Auk áðurnefndra björgunarskipa og báta hafi björgunarbáturinn Stella frá Flateyri tekið þátt í aðgerðum þar sem þurft hafi að flytja mannskap og tæki milli báta. Myndskeið frá Landsbjörg af björguninni má sjá í spilaranum hér að neðan:
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira