Aukin netöryggisógn, götulokanir og vopnuð lögregla á Íslandi næstu daga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. október 2024 19:39 Mikill öryggisviðbúnaður var einnig í Reykjavík í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Hörpu í fyrravor. Visir/Vilhelm Aukin netöryggisógn beinist að Íslandi í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst á morgun. Viðbúnaðarstig lögreglu verður hækkað og verður mikill öryggisviðbúnaður og götulokanir á afmörkuðum svæðum. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað. Götulokanir taka gildi á afmörkuðu svæði í miðbæ Reykjavíkur klukkan átta í fyrramálið og verða í gildi fram á miðvikudag. Þá verður ekki heimilt að fljúga drónum á tilteknum svæðum og einhver áhrif verða einnig á ferðir Strætó. Þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndum eru væntanlegir til landsins til að taka þátt í fundinum auk annarra gesta, en forgangsakstur með lögreglufylgd getur haft einhver áhrif á umferð í höfuðborginni og í tengslum við fundi á Bessastöðum og á Þingvöllum. „Það er helst seinni partinn á morgun, mánudag og aðeins fyrri hluta dags á þriðjudag þá mega borgarar búast við því að það verði einhverjar umferðartafir á meðan við förum með fylgdina um borgina. En við reynum nú að takmarka það eins og hægt er og ég myndi segja að það ætti ekki að valda verulegum töfum en við biðjum um skilning borgara rétt á meðan það er að eiga sér stað. Þetta er yfirleitt ekki langur tími í senn,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Hann bendir á að nánari upplýsingar um götulokanir og önnur áhrif fundarins á almenning sé að finna á island.is. Um þrjú hundruð lögreglumenn verða að störfum í tengslum við viðburðinn, en koma Úkraínuforseta kallar einnig á sérstakar ráðstafanir. „Hann kallar á alveg sér ráðstafanir sem við höfum unnið með með hans öryggisteymi í nokkrar vikur. En það er eðlilega talsverðar öryggiskröfur sem hafa fylgt hans lífi síðan að innrásin var gerð,“ segir Karl Steinar. Viðbúið er að almenningur geti orðið var við vopnaða lögreglumenn í borginni og á þeim stöðum sem leiðtogafundir fara fram. „Hluti af þeim lögreglumönnum sem starfa við öryggisgæsluna tengt þessu eru vopnaðir. Það þýðir það ekki að allir lögreglumenn í borginni séu vopnaðir, en þeir sem að sinna sérstaklega öryggisgæslu í tengslum við Norðurlandaráðsþingið og í tengslum við þá gesti sem eru að koma hingað. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Á varðbergi vegna netöryggis Mesta hættan sem stafar að Íslandi í tengslum við þingið felst í aukinni netöryggisógn að sögn Karls Steinars. „Við teljum að það sé mesta hættan sem að sé hér og við fundum nú aðeins fyrir því á meðan leiðtogafundurinn var og það er nú kannski það sem að við erum líka að undirbúa okkur fyrir. Það er hluti af þeim öryggisatriðum sem við erum búin að vera að undirbúa það tengist netöryggi,“ segir Karl Steinar. Almenningur og fyrirtæki ættu einnig að vera á varðbergi hvað það varðar. „Það má alveg búast við því og þær stofnanir hjá okkur sem koma mest að því þær hafa þegar verið að undirbúa viðbrögð því tengt.“ Öryggis- og varnarmál Lögreglan Norðurlandaráð Reykjavík Utanríkismál Úkraína Netöryggi Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Götulokanir taka gildi á afmörkuðu svæði í miðbæ Reykjavíkur klukkan átta í fyrramálið og verða í gildi fram á miðvikudag. Þá verður ekki heimilt að fljúga drónum á tilteknum svæðum og einhver áhrif verða einnig á ferðir Strætó. Þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndum eru væntanlegir til landsins til að taka þátt í fundinum auk annarra gesta, en forgangsakstur með lögreglufylgd getur haft einhver áhrif á umferð í höfuðborginni og í tengslum við fundi á Bessastöðum og á Þingvöllum. „Það er helst seinni partinn á morgun, mánudag og aðeins fyrri hluta dags á þriðjudag þá mega borgarar búast við því að það verði einhverjar umferðartafir á meðan við förum með fylgdina um borgina. En við reynum nú að takmarka það eins og hægt er og ég myndi segja að það ætti ekki að valda verulegum töfum en við biðjum um skilning borgara rétt á meðan það er að eiga sér stað. Þetta er yfirleitt ekki langur tími í senn,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Hann bendir á að nánari upplýsingar um götulokanir og önnur áhrif fundarins á almenning sé að finna á island.is. Um þrjú hundruð lögreglumenn verða að störfum í tengslum við viðburðinn, en koma Úkraínuforseta kallar einnig á sérstakar ráðstafanir. „Hann kallar á alveg sér ráðstafanir sem við höfum unnið með með hans öryggisteymi í nokkrar vikur. En það er eðlilega talsverðar öryggiskröfur sem hafa fylgt hans lífi síðan að innrásin var gerð,“ segir Karl Steinar. Viðbúið er að almenningur geti orðið var við vopnaða lögreglumenn í borginni og á þeim stöðum sem leiðtogafundir fara fram. „Hluti af þeim lögreglumönnum sem starfa við öryggisgæsluna tengt þessu eru vopnaðir. Það þýðir það ekki að allir lögreglumenn í borginni séu vopnaðir, en þeir sem að sinna sérstaklega öryggisgæslu í tengslum við Norðurlandaráðsþingið og í tengslum við þá gesti sem eru að koma hingað. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Á varðbergi vegna netöryggis Mesta hættan sem stafar að Íslandi í tengslum við þingið felst í aukinni netöryggisógn að sögn Karls Steinars. „Við teljum að það sé mesta hættan sem að sé hér og við fundum nú aðeins fyrir því á meðan leiðtogafundurinn var og það er nú kannski það sem að við erum líka að undirbúa okkur fyrir. Það er hluti af þeim öryggisatriðum sem við erum búin að vera að undirbúa það tengist netöryggi,“ segir Karl Steinar. Almenningur og fyrirtæki ættu einnig að vera á varðbergi hvað það varðar. „Það má alveg búast við því og þær stofnanir hjá okkur sem koma mest að því þær hafa þegar verið að undirbúa viðbrögð því tengt.“
Öryggis- og varnarmál Lögreglan Norðurlandaráð Reykjavík Utanríkismál Úkraína Netöryggi Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent