Aukin netöryggisógn, götulokanir og vopnuð lögregla á Íslandi næstu daga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. október 2024 19:39 Mikill öryggisviðbúnaður var einnig í Reykjavík í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Hörpu í fyrravor. Visir/Vilhelm Aukin netöryggisógn beinist að Íslandi í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst á morgun. Viðbúnaðarstig lögreglu verður hækkað og verður mikill öryggisviðbúnaður og götulokanir á afmörkuðum svæðum. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað. Götulokanir taka gildi á afmörkuðu svæði í miðbæ Reykjavíkur klukkan átta í fyrramálið og verða í gildi fram á miðvikudag. Þá verður ekki heimilt að fljúga drónum á tilteknum svæðum og einhver áhrif verða einnig á ferðir Strætó. Þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndum eru væntanlegir til landsins til að taka þátt í fundinum auk annarra gesta, en forgangsakstur með lögreglufylgd getur haft einhver áhrif á umferð í höfuðborginni og í tengslum við fundi á Bessastöðum og á Þingvöllum. „Það er helst seinni partinn á morgun, mánudag og aðeins fyrri hluta dags á þriðjudag þá mega borgarar búast við því að það verði einhverjar umferðartafir á meðan við förum með fylgdina um borgina. En við reynum nú að takmarka það eins og hægt er og ég myndi segja að það ætti ekki að valda verulegum töfum en við biðjum um skilning borgara rétt á meðan það er að eiga sér stað. Þetta er yfirleitt ekki langur tími í senn,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Hann bendir á að nánari upplýsingar um götulokanir og önnur áhrif fundarins á almenning sé að finna á island.is. Um þrjú hundruð lögreglumenn verða að störfum í tengslum við viðburðinn, en koma Úkraínuforseta kallar einnig á sérstakar ráðstafanir. „Hann kallar á alveg sér ráðstafanir sem við höfum unnið með með hans öryggisteymi í nokkrar vikur. En það er eðlilega talsverðar öryggiskröfur sem hafa fylgt hans lífi síðan að innrásin var gerð,“ segir Karl Steinar. Viðbúið er að almenningur geti orðið var við vopnaða lögreglumenn í borginni og á þeim stöðum sem leiðtogafundir fara fram. „Hluti af þeim lögreglumönnum sem starfa við öryggisgæsluna tengt þessu eru vopnaðir. Það þýðir það ekki að allir lögreglumenn í borginni séu vopnaðir, en þeir sem að sinna sérstaklega öryggisgæslu í tengslum við Norðurlandaráðsþingið og í tengslum við þá gesti sem eru að koma hingað. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Á varðbergi vegna netöryggis Mesta hættan sem stafar að Íslandi í tengslum við þingið felst í aukinni netöryggisógn að sögn Karls Steinars. „Við teljum að það sé mesta hættan sem að sé hér og við fundum nú aðeins fyrir því á meðan leiðtogafundurinn var og það er nú kannski það sem að við erum líka að undirbúa okkur fyrir. Það er hluti af þeim öryggisatriðum sem við erum búin að vera að undirbúa það tengist netöryggi,“ segir Karl Steinar. Almenningur og fyrirtæki ættu einnig að vera á varðbergi hvað það varðar. „Það má alveg búast við því og þær stofnanir hjá okkur sem koma mest að því þær hafa þegar verið að undirbúa viðbrögð því tengt.“ Öryggis- og varnarmál Lögreglan Norðurlandaráð Reykjavík Utanríkismál Úkraína Netöryggi Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Götulokanir taka gildi á afmörkuðu svæði í miðbæ Reykjavíkur klukkan átta í fyrramálið og verða í gildi fram á miðvikudag. Þá verður ekki heimilt að fljúga drónum á tilteknum svæðum og einhver áhrif verða einnig á ferðir Strætó. Þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndum eru væntanlegir til landsins til að taka þátt í fundinum auk annarra gesta, en forgangsakstur með lögreglufylgd getur haft einhver áhrif á umferð í höfuðborginni og í tengslum við fundi á Bessastöðum og á Þingvöllum. „Það er helst seinni partinn á morgun, mánudag og aðeins fyrri hluta dags á þriðjudag þá mega borgarar búast við því að það verði einhverjar umferðartafir á meðan við förum með fylgdina um borgina. En við reynum nú að takmarka það eins og hægt er og ég myndi segja að það ætti ekki að valda verulegum töfum en við biðjum um skilning borgara rétt á meðan það er að eiga sér stað. Þetta er yfirleitt ekki langur tími í senn,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Hann bendir á að nánari upplýsingar um götulokanir og önnur áhrif fundarins á almenning sé að finna á island.is. Um þrjú hundruð lögreglumenn verða að störfum í tengslum við viðburðinn, en koma Úkraínuforseta kallar einnig á sérstakar ráðstafanir. „Hann kallar á alveg sér ráðstafanir sem við höfum unnið með með hans öryggisteymi í nokkrar vikur. En það er eðlilega talsverðar öryggiskröfur sem hafa fylgt hans lífi síðan að innrásin var gerð,“ segir Karl Steinar. Viðbúið er að almenningur geti orðið var við vopnaða lögreglumenn í borginni og á þeim stöðum sem leiðtogafundir fara fram. „Hluti af þeim lögreglumönnum sem starfa við öryggisgæsluna tengt þessu eru vopnaðir. Það þýðir það ekki að allir lögreglumenn í borginni séu vopnaðir, en þeir sem að sinna sérstaklega öryggisgæslu í tengslum við Norðurlandaráðsþingið og í tengslum við þá gesti sem eru að koma hingað. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Á varðbergi vegna netöryggis Mesta hættan sem stafar að Íslandi í tengslum við þingið felst í aukinni netöryggisógn að sögn Karls Steinars. „Við teljum að það sé mesta hættan sem að sé hér og við fundum nú aðeins fyrir því á meðan leiðtogafundurinn var og það er nú kannski það sem að við erum líka að undirbúa okkur fyrir. Það er hluti af þeim öryggisatriðum sem við erum búin að vera að undirbúa það tengist netöryggi,“ segir Karl Steinar. Almenningur og fyrirtæki ættu einnig að vera á varðbergi hvað það varðar. „Það má alveg búast við því og þær stofnanir hjá okkur sem koma mest að því þær hafa þegar verið að undirbúa viðbrögð því tengt.“
Öryggis- og varnarmál Lögreglan Norðurlandaráð Reykjavík Utanríkismál Úkraína Netöryggi Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum