Heilt ár af samfelldu landrisi í Svartsengi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. október 2024 14:16 Nú um helgina er ár liðið frá því að landris hófst í Svartsengi. Vísir/Vilhelm Nú um helgina er ár frá því að landris hófst í Svartsengi. Landrisið hófst af miklum krafti 27. október í fyrra og hefur innstreymi kviku inn í jarðskorpuna nú verið samfellt í heilt ár. Frá þessu greinir Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands. Þess er minnst að í lok júlí 2023 hafi gosið í þriðja sinn á rúmum tveimur árum við Fagradalsfjall, og eftir að því gosi lauk hafi strax verið merki um að landris væri áfram á þeim slóðum. „Það breyttist hinsvegar 27. október í fyrra. Mikil jarðskjálftavirkni hófst þá við Svartsengi og Grindavík og næstu tvo sólarhringa mældust þúsundir skjálfta. Strax 28. okt voru skýr merki á GPS mælum um að landris hefði hafist við Svartsengi og fljótlega sást að landrisið við Fagradalsfjall hafði á sama tíma stöðvast. Kvikuinnstreymið inn undir Fagradalsfjall hafði fundið sér nýja leið upp í jarðskorpuna,“ segir í tilkynningunni. Reyndist það upphaf jarðhræringa og eldgosa við Grindavík sem standa enn yfir. „Var þetta í fimmta sinn frá 2020 sem landris mældist við Svartsengi. Í þetta skiptið var hinsvegar strax ljóst að um mun kröftugri og hraðari atburðarás væri um að ræða en áður. Landrisið nam allt að 3 cm á dag, sem var margfalt meiri hraði en áður hafði sést á Reykjanesskaga frá því að jarðhræringar hófust þar af alvöru 2020. Skjálftavirknin hélst mjög mikil fyrstu dagana eftir að landrisið hófst. Það þurfti síðan ekki að bíða nema í tæpar tvær vikur þar til sögulegt kvikuinnskot varð 10. nóvember.“ Kvikuinnstreymið og landrisið hefur nú haldið áfram í heilt ár og orsakað sex eldgos á Sundhnúksgígaröðinni og nokkur kvikuinnskot til viðbótar. „Þrátt fyrir ýmsar misheppnaðar tilraunir til að spá fyrir endalok þessara atburða eru áfram engar vísbendingar um að kvikuinnstreymið sé að hætta, þó eitthvað kunni að hafa dregið úr kvikustreyminu frá því í upphafi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. 28. október 2023 14:04 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Frá þessu greinir Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands. Þess er minnst að í lok júlí 2023 hafi gosið í þriðja sinn á rúmum tveimur árum við Fagradalsfjall, og eftir að því gosi lauk hafi strax verið merki um að landris væri áfram á þeim slóðum. „Það breyttist hinsvegar 27. október í fyrra. Mikil jarðskjálftavirkni hófst þá við Svartsengi og Grindavík og næstu tvo sólarhringa mældust þúsundir skjálfta. Strax 28. okt voru skýr merki á GPS mælum um að landris hefði hafist við Svartsengi og fljótlega sást að landrisið við Fagradalsfjall hafði á sama tíma stöðvast. Kvikuinnstreymið inn undir Fagradalsfjall hafði fundið sér nýja leið upp í jarðskorpuna,“ segir í tilkynningunni. Reyndist það upphaf jarðhræringa og eldgosa við Grindavík sem standa enn yfir. „Var þetta í fimmta sinn frá 2020 sem landris mældist við Svartsengi. Í þetta skiptið var hinsvegar strax ljóst að um mun kröftugri og hraðari atburðarás væri um að ræða en áður. Landrisið nam allt að 3 cm á dag, sem var margfalt meiri hraði en áður hafði sést á Reykjanesskaga frá því að jarðhræringar hófust þar af alvöru 2020. Skjálftavirknin hélst mjög mikil fyrstu dagana eftir að landrisið hófst. Það þurfti síðan ekki að bíða nema í tæpar tvær vikur þar til sögulegt kvikuinnskot varð 10. nóvember.“ Kvikuinnstreymið og landrisið hefur nú haldið áfram í heilt ár og orsakað sex eldgos á Sundhnúksgígaröðinni og nokkur kvikuinnskot til viðbótar. „Þrátt fyrir ýmsar misheppnaðar tilraunir til að spá fyrir endalok þessara atburða eru áfram engar vísbendingar um að kvikuinnstreymið sé að hætta, þó eitthvað kunni að hafa dregið úr kvikustreyminu frá því í upphafi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. 28. október 2023 14:04 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. 28. október 2023 14:04