Listinn í Reykjavík norður: „Við ætlum að hrista upp í kerfinu“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2024 12:23 Kristrún Frostadóttir. Vísir/Arnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, leiðir lista flokksins í Reykjavík norður, Dagur B. Eggertsson, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, er í öðru sæti og Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður, í því þriðja. Listinn var staðfestur á allsherjarfundi í morgun en í tilkynningu sem fylgir listanum segir Kristrún að Samfylkingin ætli að „hrista upp í kerfinu“. „Ég er virkilega ánægð með sterka framboðslista í Reykjavík sem voru samþykktir rétt í þessu. Ég er í forystusætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jóhann Páll Jóhannsson er í forystusæti listans í Reykjavík suður. Þetta er öflugur hópur af fólki úr öllum áttum og við þurfum að ná sem allra flestum þeirra inn á þing til að vinna í þágu almennings,“ er haft eftir Kristrúnu í áðurnefndri tilkynningu. „Samfylkingin býður trausta forystu og nýtt upphaf fyrir Ísland. Við viljum keyra á samstöðu frekar en á klofningsmálum. Og við viljum ná þjóðinni saman um þau mál sem mestu skipta í daglegu lífi fólks og þar sem er breið sátt meðal almennings. Við erum með plan. Við höfum kynnt útspil um örugg skref í heilbrigðismálum og árangur í atvinnu- og samgöngumálum, sem við höfum unnið þétt með þjóðinni, og eftir helgi kynnum við nýtt útspil í húsnæðis- og kjaramálum eftir mikla vinnu. Ísland þarf ný kerfi. Betri kerfi sem virka fyrir venjulegt fólk. Og við ætlum ekki bara að láta hlutina malla áfram eins og gamla pólitíkin hefur gert á síðustu árum. Við ætlum að hrista upp í kerfinu – fáum við til þess traust í kosningunum. Nú er bara að keyra þessa kosningabaráttu í gang og ná þjóðinni saman um breytingar.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður: 1. Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar. 2. Dagur Bergþóruson Eggertsson, læknir og fyrrv. borgarstjóri. 3. Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður. 4. Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður. 5. Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur og sjónvarpsmaður. 6. Anna María Jónsdóttir, kennari. 7. Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, lögfræðingur. 8. Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, forseti ungs jafnaðarfólks. 9. Brandur Bryndísarson Karlsson, frumkvöðull. 10. Jelena Bjeletic, leikskólakennari og sjúkraliði. 11. Magnea Marinósdóttir, stjórnmálafræðingur. 12. Steindór Örn Gunnarsson, húsasmíðanemi. 13. Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður VR. 14. Alexandra Ýr van Erven, verkefnisstjóri í HR. 15. Axel Jón Ellenarson, samskiptastjóri Sameykis. 16. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ. 17. Einar Kárason, rithöfundur. 18. Jóhanna Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur. 19. Hákon Óli Guðmundsson, verkfræðingur. 20. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 21. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og fyrrv. alþingismaður. 22. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrv. form. Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra. Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Listinn var staðfestur á allsherjarfundi í morgun en í tilkynningu sem fylgir listanum segir Kristrún að Samfylkingin ætli að „hrista upp í kerfinu“. „Ég er virkilega ánægð með sterka framboðslista í Reykjavík sem voru samþykktir rétt í þessu. Ég er í forystusætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jóhann Páll Jóhannsson er í forystusæti listans í Reykjavík suður. Þetta er öflugur hópur af fólki úr öllum áttum og við þurfum að ná sem allra flestum þeirra inn á þing til að vinna í þágu almennings,“ er haft eftir Kristrúnu í áðurnefndri tilkynningu. „Samfylkingin býður trausta forystu og nýtt upphaf fyrir Ísland. Við viljum keyra á samstöðu frekar en á klofningsmálum. Og við viljum ná þjóðinni saman um þau mál sem mestu skipta í daglegu lífi fólks og þar sem er breið sátt meðal almennings. Við erum með plan. Við höfum kynnt útspil um örugg skref í heilbrigðismálum og árangur í atvinnu- og samgöngumálum, sem við höfum unnið þétt með þjóðinni, og eftir helgi kynnum við nýtt útspil í húsnæðis- og kjaramálum eftir mikla vinnu. Ísland þarf ný kerfi. Betri kerfi sem virka fyrir venjulegt fólk. Og við ætlum ekki bara að láta hlutina malla áfram eins og gamla pólitíkin hefur gert á síðustu árum. Við ætlum að hrista upp í kerfinu – fáum við til þess traust í kosningunum. Nú er bara að keyra þessa kosningabaráttu í gang og ná þjóðinni saman um breytingar.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður: 1. Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar. 2. Dagur Bergþóruson Eggertsson, læknir og fyrrv. borgarstjóri. 3. Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður. 4. Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður. 5. Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur og sjónvarpsmaður. 6. Anna María Jónsdóttir, kennari. 7. Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, lögfræðingur. 8. Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, forseti ungs jafnaðarfólks. 9. Brandur Bryndísarson Karlsson, frumkvöðull. 10. Jelena Bjeletic, leikskólakennari og sjúkraliði. 11. Magnea Marinósdóttir, stjórnmálafræðingur. 12. Steindór Örn Gunnarsson, húsasmíðanemi. 13. Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður VR. 14. Alexandra Ýr van Erven, verkefnisstjóri í HR. 15. Axel Jón Ellenarson, samskiptastjóri Sameykis. 16. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ. 17. Einar Kárason, rithöfundur. 18. Jóhanna Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur. 19. Hákon Óli Guðmundsson, verkfræðingur. 20. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 21. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og fyrrv. alþingismaður. 22. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrv. form. Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra.
Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira