Gerir engar kröfur um ráðherrastól Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 16:06 Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi til Alþingis. Vísir/Arnar Dagur B. Eggertsson kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og vilja vera þingmaður fyrir alla landsmenn, fái hann þingsæti. Hann segir uppi mikla kröfu um nýja ríkisstjórn en gerir engar kröfur um ráðherrasæti myndi Samfylking nýja ríkisstjórn. Dagur tilkynnti í dag að hann hefði óskað eftir því við uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík að skipa annað sætið á lista í Reykjavíkurkjördæmi. Í samtali við Vísi segir Dagur að hann muni, eðli málsins samkvæmt, hætta í borgarstjórn nái hann kjöri. Hann hafi raunar þegar tilkynnt að hann muni hætta afskiptum af borgarmálunum að kjörtímabilinu loknu. Hann muni þó ekki hætta störfum í borginni fyrr úrslit kosninga liggja fyrir. „Ég er ekki kominn á Alþingi, það er ekki búið að kjósa. Við erum að afgreiða fjármálaáætlun og fleira.“ Vill vera þingmaður allra landsmanna Því hefur verið fleygt fram, áður en Dagur tilkynnti um framboð, að hugsanlega gæti langur ferill hans í borginni haft þau áhrif að fólk utan af landi fælist frá Samfylkingunni. Í þeim efnum þarf ekki að nefna fleiri dæmi en afstöðu Dags til Reykjavíkurflugvallar. Dagur hefur engar áhyggjur af þessu og segist hafa verið mikið úti á landi, bæði í starfi sem læknir og á ferðalögum. Þar hafi hann talað við mikið margt fólk á landsbyggðinni, sem hafi tjáð honum að það teldi skorta jafnöflugan málsvara fyrir það og Dagur hafi verið fyrir borgarbúa. Hljóti hann kjör á Alþingi muni hann beita sér fyrir hagsmunum síns kjördæmis en ekki síður landsins alls. Frjálslynd félagshyggjustjórn draumastjórnin Dagur segist telja Samfylkinguna mega búast við góðri kosningu þegar Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 30. nóvember. Sterkt ákall sé eftir nýrri ríkisstjórn og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sé sá stjórnmálamaður sem fólk treysti til þess að takast á við efnahagsmálin og mynda nýja ríkisstjórn. Lykillinn að því að ný ríkisstjórn verði mynduð sé að Samfylkingin hljóti mikið fylgi. Þá segir hann að draumaríkisstjórn hans að loknum kosningum sé frjálslynd félagshyggjustjórn en nefnir enga draumasamstarfsflokka. Fari það svo að Dagur komist á þing og Samfylkingin myndi næstu ríkisstjórn mun hann þó að öllum líkindum ekki taka sæti í henni. „Ég geri engar kröfur um slíkt, ég nálgast þetta nýja verkefni af meiri auðmýkt en svo.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46 Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. 25. október 2024 14:36 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Erlent Fleiri fréttir Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Sjá meira
Dagur tilkynnti í dag að hann hefði óskað eftir því við uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík að skipa annað sætið á lista í Reykjavíkurkjördæmi. Í samtali við Vísi segir Dagur að hann muni, eðli málsins samkvæmt, hætta í borgarstjórn nái hann kjöri. Hann hafi raunar þegar tilkynnt að hann muni hætta afskiptum af borgarmálunum að kjörtímabilinu loknu. Hann muni þó ekki hætta störfum í borginni fyrr úrslit kosninga liggja fyrir. „Ég er ekki kominn á Alþingi, það er ekki búið að kjósa. Við erum að afgreiða fjármálaáætlun og fleira.“ Vill vera þingmaður allra landsmanna Því hefur verið fleygt fram, áður en Dagur tilkynnti um framboð, að hugsanlega gæti langur ferill hans í borginni haft þau áhrif að fólk utan af landi fælist frá Samfylkingunni. Í þeim efnum þarf ekki að nefna fleiri dæmi en afstöðu Dags til Reykjavíkurflugvallar. Dagur hefur engar áhyggjur af þessu og segist hafa verið mikið úti á landi, bæði í starfi sem læknir og á ferðalögum. Þar hafi hann talað við mikið margt fólk á landsbyggðinni, sem hafi tjáð honum að það teldi skorta jafnöflugan málsvara fyrir það og Dagur hafi verið fyrir borgarbúa. Hljóti hann kjör á Alþingi muni hann beita sér fyrir hagsmunum síns kjördæmis en ekki síður landsins alls. Frjálslynd félagshyggjustjórn draumastjórnin Dagur segist telja Samfylkinguna mega búast við góðri kosningu þegar Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 30. nóvember. Sterkt ákall sé eftir nýrri ríkisstjórn og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sé sá stjórnmálamaður sem fólk treysti til þess að takast á við efnahagsmálin og mynda nýja ríkisstjórn. Lykillinn að því að ný ríkisstjórn verði mynduð sé að Samfylkingin hljóti mikið fylgi. Þá segir hann að draumaríkisstjórn hans að loknum kosningum sé frjálslynd félagshyggjustjórn en nefnir enga draumasamstarfsflokka. Fari það svo að Dagur komist á þing og Samfylkingin myndi næstu ríkisstjórn mun hann þó að öllum líkindum ekki taka sæti í henni. „Ég geri engar kröfur um slíkt, ég nálgast þetta nýja verkefni af meiri auðmýkt en svo.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46 Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. 25. október 2024 14:36 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Erlent Fleiri fréttir Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Sjá meira
Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46
Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. 25. október 2024 14:36