Hanna Katrín, Pawel og Grímur efst á lista Viðreisnar í Reykjavík norður Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2024 20:45 Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, Grímur Grímsson, Hanna Katrín Friðriksson og Pawel Bartoszek. Viðreisn Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, mun leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. Í öðru sæti er Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og varaborgarfulltrúi. Þriðja sætið skipar Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, og í fjórða sæti er Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, klínískur barnasálfræðingur. Tillaga uppstillingarnefndar flokksins í Reykjavík var kynnt og samþykkt á fundi landshlutaráðs í kvöld. Pétur Björgvin Sveinsson markaðssérfræðingur er í fimmta sætinu og Eva Pandora Baldursdóttir, verkefnastjóri stjórnsýslumála, er í því sjötta. Haft er eftir Hönnu Katrínu að hún sé fyrst og fremst þakklát fyrir það mikla traust sem henni er sýnt. „Svo er ég algjörlega í skýjunum með þennan sterka og fjölbreytta lista sem við erum að tefla fram. Það verður óhemju gaman að fara inn í þessa kosningabaráttu með öllu þessu frábæra fólki. Viðreisn hefur nýtt tímann vel undanfarin ár. Við höfum hlustað á fólkið og erum, í þeim anda, að setja fram lausnir sem fólk hefur kallað eftir úti í samfélaginu um árabil. Ég gæti ekki verið spenntari fyrir komandi vikum. Við hreinlega iðum í skinninu,“ segir Hanna Katrín. Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í heild sinni: Hanna Katrín Friðriksson, alþingismaður Pawel Bartoszek, stærðfræðingur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, klínískur barnasálfræðingur Pétur Björgvin Sveinsson, markaðssérfræðingur Eva Pandora Baldursdóttir, verkefnastjóri stjórnsýslumála Oddgeir Páll Georgsson, hugbúnaðarverkfræðingur Sigríður Lára Einarsdóttir, rekstrarstjóri Hákon Skúlason, framkvæmdastjóri Noorina Khalikyar, læknir Einar Karl Friðriksson, efnafræðingur Oddný Arnarsdóttir, verkefnastjóri Natan Kolbeinsson, sölumaður Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur Sverrir Örn Kaaber, fyrrverandi skrifstofustjóri Sólborg Guðbrandsdóttir, framleiðandi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja, meðferðarráðgjafi Ásthildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs HR Sigurjón Njarðarson, lögfræðingur Drífa Sigurðardóttir, ráðgjafi og fyrirtækjaeigandi Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi alþingismaður Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Tillaga uppstillingarnefndar flokksins í Reykjavík var kynnt og samþykkt á fundi landshlutaráðs í kvöld. Pétur Björgvin Sveinsson markaðssérfræðingur er í fimmta sætinu og Eva Pandora Baldursdóttir, verkefnastjóri stjórnsýslumála, er í því sjötta. Haft er eftir Hönnu Katrínu að hún sé fyrst og fremst þakklát fyrir það mikla traust sem henni er sýnt. „Svo er ég algjörlega í skýjunum með þennan sterka og fjölbreytta lista sem við erum að tefla fram. Það verður óhemju gaman að fara inn í þessa kosningabaráttu með öllu þessu frábæra fólki. Viðreisn hefur nýtt tímann vel undanfarin ár. Við höfum hlustað á fólkið og erum, í þeim anda, að setja fram lausnir sem fólk hefur kallað eftir úti í samfélaginu um árabil. Ég gæti ekki verið spenntari fyrir komandi vikum. Við hreinlega iðum í skinninu,“ segir Hanna Katrín. Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í heild sinni: Hanna Katrín Friðriksson, alþingismaður Pawel Bartoszek, stærðfræðingur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, klínískur barnasálfræðingur Pétur Björgvin Sveinsson, markaðssérfræðingur Eva Pandora Baldursdóttir, verkefnastjóri stjórnsýslumála Oddgeir Páll Georgsson, hugbúnaðarverkfræðingur Sigríður Lára Einarsdóttir, rekstrarstjóri Hákon Skúlason, framkvæmdastjóri Noorina Khalikyar, læknir Einar Karl Friðriksson, efnafræðingur Oddný Arnarsdóttir, verkefnastjóri Natan Kolbeinsson, sölumaður Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur Sverrir Örn Kaaber, fyrrverandi skrifstofustjóri Sólborg Guðbrandsdóttir, framleiðandi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja, meðferðarráðgjafi Ásthildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs HR Sigurjón Njarðarson, lögfræðingur Drífa Sigurðardóttir, ráðgjafi og fyrirtækjaeigandi Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi alþingismaður Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi
Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum