„Við þurfum að losa okkur við það fólk“ Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2024 15:23 Bjarni Benediktsson er kominn í kosningaham. Hann ræddi meðal annars útlendingamálin hispurslaust í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stoppa þurfi þá sem sækja um vernd á Íslandi en koma hingað fyrst og fremst til að fremja glæpi. Þetta segir Bjarni í nýútkomnum hlaðvarpsþætti Þórarins Hjartarsonar Einni pælingu. Þar fór hann mikinn og sagði meðal annars að Norðurlöndin eigi það sammerkt að hafa kross í fána sínum. Einfaldlega vegna þess að mikilvægt sé að viðhalda kristnum gildum og menningu. Að gefnu tilefni er vert að nefna að þar sem Bjarni ræðir um blöndun menningarheima misritaðist í fyrstu útgáfu fréttarinnar að hann hefði sagt blöndun kynþátta. Beðist er afsökunar á þessum leiðu mistökum. Vill gjalda varhug við moskubyggingum Bjarni var spurður um hvað honum þætti um það að byggðar væru moskur á Íslandi. „Ég held að við þurfum bara að fara mjög varlega í því. Vegna þess að mjög oft er um að ræða fjármagn sem kemur að utan og er að koma til landsins í þeim tilgangi að ýta undir og efla útbreiðslu viðkomandi trúarbragða á sama tíma og við viljum standa vörð um kirkju og okkar menningarlega og trúarlegan arf. Já ég myndi gjalda varhug við því.“ Bjarni sagði að við hefðum miklu að tapa yrði hér of mikil blöndun menningarheima eins og gerst hafi á Norðurlöndum. „Dapurt að horfa upp á þetta. Börn sem koma frá öðrum menningarheim og neita að taka í höndina á kvenkyns kennurum.“ Bjarni sagði að við hefðum ekki stjórn á landamærum okkar og vandinn snúi meðal annars að því. „Og hins vegar að þeim sem eru komnir í slæmum tilgangi. Þeir eru ekkert endilega að leita að hæli. Þeir eru bara að koma inn í samfélag þar sem er velmegun og ætla að fremja glæpi.“ Þetta er bara ískaldur raunveruleikinn Bjarni segir að það þurfi að sigta sérstaklega út þá sem líklegir eru til að koma hingað gagngert til að fremja glæpi. „Við þurfum að losa okkur við það fólk. Til þess að við getum upplifað þetta samfélag sem að við vorum að tala um áðan til lengri tíma. Bjarni sagði nauðsynlegt að hægt sé að losa sig við einstaklinga sem hingað koma að því er virðist gagngert til að fremja glæpi.Ein pæling Að það sé gott að búa hérna. Þú finnir að þú sért í öruggu samfélagi. Þú hafir ekki áhyggjur af því að skilja gluggann eftir opinn að næturlagi þó svo að þú þurfir að sýna heilbrigða skynsemi.“ Þá sagði Bjarni að þú yrðir að geta treyst því að börnin komist óhult í skólann, að þau geti farið á reiðhjóli í nærumhverfið án þess að þú þurfir að vera með hnút í maganum. „Ég meina þetta eru lífsgæðin sem við þurfum að verja hérna. Og þetta eru lífsgæðin sem að eru horfin á víða Norðurlöndunum. Á ákveðnum svæðum því miður. Það er bara ískaldi raunveruleikinn. Til þess að passa upp á þetta þurfum við áfram að vera með augun opin.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Þetta segir Bjarni í nýútkomnum hlaðvarpsþætti Þórarins Hjartarsonar Einni pælingu. Þar fór hann mikinn og sagði meðal annars að Norðurlöndin eigi það sammerkt að hafa kross í fána sínum. Einfaldlega vegna þess að mikilvægt sé að viðhalda kristnum gildum og menningu. Að gefnu tilefni er vert að nefna að þar sem Bjarni ræðir um blöndun menningarheima misritaðist í fyrstu útgáfu fréttarinnar að hann hefði sagt blöndun kynþátta. Beðist er afsökunar á þessum leiðu mistökum. Vill gjalda varhug við moskubyggingum Bjarni var spurður um hvað honum þætti um það að byggðar væru moskur á Íslandi. „Ég held að við þurfum bara að fara mjög varlega í því. Vegna þess að mjög oft er um að ræða fjármagn sem kemur að utan og er að koma til landsins í þeim tilgangi að ýta undir og efla útbreiðslu viðkomandi trúarbragða á sama tíma og við viljum standa vörð um kirkju og okkar menningarlega og trúarlegan arf. Já ég myndi gjalda varhug við því.“ Bjarni sagði að við hefðum miklu að tapa yrði hér of mikil blöndun menningarheima eins og gerst hafi á Norðurlöndum. „Dapurt að horfa upp á þetta. Börn sem koma frá öðrum menningarheim og neita að taka í höndina á kvenkyns kennurum.“ Bjarni sagði að við hefðum ekki stjórn á landamærum okkar og vandinn snúi meðal annars að því. „Og hins vegar að þeim sem eru komnir í slæmum tilgangi. Þeir eru ekkert endilega að leita að hæli. Þeir eru bara að koma inn í samfélag þar sem er velmegun og ætla að fremja glæpi.“ Þetta er bara ískaldur raunveruleikinn Bjarni segir að það þurfi að sigta sérstaklega út þá sem líklegir eru til að koma hingað gagngert til að fremja glæpi. „Við þurfum að losa okkur við það fólk. Til þess að við getum upplifað þetta samfélag sem að við vorum að tala um áðan til lengri tíma. Bjarni sagði nauðsynlegt að hægt sé að losa sig við einstaklinga sem hingað koma að því er virðist gagngert til að fremja glæpi.Ein pæling Að það sé gott að búa hérna. Þú finnir að þú sért í öruggu samfélagi. Þú hafir ekki áhyggjur af því að skilja gluggann eftir opinn að næturlagi þó svo að þú þurfir að sýna heilbrigða skynsemi.“ Þá sagði Bjarni að þú yrðir að geta treyst því að börnin komist óhult í skólann, að þau geti farið á reiðhjóli í nærumhverfið án þess að þú þurfir að vera með hnút í maganum. „Ég meina þetta eru lífsgæðin sem við þurfum að verja hérna. Og þetta eru lífsgæðin sem að eru horfin á víða Norðurlöndunum. Á ákveðnum svæðum því miður. Það er bara ískaldi raunveruleikinn. Til þess að passa upp á þetta þurfum við áfram að vera með augun opin.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels