Fengu aldrei á sig mark en unnu samt ekki deildina Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2024 12:01 Nellie Bengtsson skoraði fleiri mörk en hún fékk á sig á leiktíðinni, í 18 leikjum. Sænska kvennaliðið Ängelholm hefur vakið umtalsverða athygli eftir það ótrúlega afrek sitt að spila heila leiktíð, átján leiki, án þess að fá á sig eitt einasta mark. Markvörður liðsins skoraði fleiri mörk en hún fékk á sig á leiktíðinni. „Við höfum séð þetta á Instagram og TikTok. Margir fjölmiðlar hafa haft samband. Þetta er mjög skemmtilegt. Það er ótrúlegt hvað þetta er orðið að stóru dæmi. Þetta hefur aldrei gerst áður svo þetta er algjörlega súrrealískt,“ segir Nellie Bengtsson, sautján ára markvörður Ängelholm. Hún fékk að taka vítaspyrnu í næstsíðustu umferðinni og skoraði úr henni, og gerði þar með einu marki meira en öll liðin sem spiluðu á móti henni á leiktíðinni. Ängelholm tókst engu að síður ekki að vinna deildina sem það spilar í, 4. deild, heldur endaði það í 2. sæti. Liðið vann fimmtán leiki, og skoraði í þeim samtals 78 mörk, en gerði þrjú markalaus jafntefli. Ljungbyhed vann deildina og komst beint upp í 3. deild, en Ängelholm er núna í umspili um að komast upp. Lokastaðan í 4. deild kvenna, á Norðvestur Skáni. Eins og sjá má fékk Ängelholm ekki á sig eitt einasta mark og tapaði því ekki einum einasta leik, en endaði samt í 2. sæti.svenskfotboll.se Það að Ängelholm hafi ekki fengið á sig eitt einasta mark í átján leikjum hlýtur þó að teljast einstakt afrek: „Þetta er ótrúlegt. Ég hef þjálfað fótbolta í tíu ár og aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Ég hef aldrei heyrt um neitt svona. Þetta er vissulega mjög skemmtilegt en það er skrýtin tilfinning að hafa ekki unnið deildina,“ sagði Ulf Johansson, þjálfari Ängelholm. Johansson segir að þegar liðið hafi á leiktíðina hafi mótherjar Ängelholm farið að breyta um taktík og reynt allt til þess að brjóta ísinn. „Í síðustu 5-6 leikjunum einbeittu allir sér að því að skora gegn okkur. Þeim var alveg sama þó að það myndi enda með tapi. Það vildu allir brjóta ísinn og koma inn einu marki hjá okkur. Sem betur fer tókst okkur að koma í veg fyrir það,“ sagði Johansson og bætti við: „Við höfum spilað ótrúlega góða vörn. Við erum líka með mjög góðan markvörð en allt liðið á sinn þátt í þessu.“ Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira
„Við höfum séð þetta á Instagram og TikTok. Margir fjölmiðlar hafa haft samband. Þetta er mjög skemmtilegt. Það er ótrúlegt hvað þetta er orðið að stóru dæmi. Þetta hefur aldrei gerst áður svo þetta er algjörlega súrrealískt,“ segir Nellie Bengtsson, sautján ára markvörður Ängelholm. Hún fékk að taka vítaspyrnu í næstsíðustu umferðinni og skoraði úr henni, og gerði þar með einu marki meira en öll liðin sem spiluðu á móti henni á leiktíðinni. Ängelholm tókst engu að síður ekki að vinna deildina sem það spilar í, 4. deild, heldur endaði það í 2. sæti. Liðið vann fimmtán leiki, og skoraði í þeim samtals 78 mörk, en gerði þrjú markalaus jafntefli. Ljungbyhed vann deildina og komst beint upp í 3. deild, en Ängelholm er núna í umspili um að komast upp. Lokastaðan í 4. deild kvenna, á Norðvestur Skáni. Eins og sjá má fékk Ängelholm ekki á sig eitt einasta mark og tapaði því ekki einum einasta leik, en endaði samt í 2. sæti.svenskfotboll.se Það að Ängelholm hafi ekki fengið á sig eitt einasta mark í átján leikjum hlýtur þó að teljast einstakt afrek: „Þetta er ótrúlegt. Ég hef þjálfað fótbolta í tíu ár og aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Ég hef aldrei heyrt um neitt svona. Þetta er vissulega mjög skemmtilegt en það er skrýtin tilfinning að hafa ekki unnið deildina,“ sagði Ulf Johansson, þjálfari Ängelholm. Johansson segir að þegar liðið hafi á leiktíðina hafi mótherjar Ängelholm farið að breyta um taktík og reynt allt til þess að brjóta ísinn. „Í síðustu 5-6 leikjunum einbeittu allir sér að því að skora gegn okkur. Þeim var alveg sama þó að það myndi enda með tapi. Það vildu allir brjóta ísinn og koma inn einu marki hjá okkur. Sem betur fer tókst okkur að koma í veg fyrir það,“ sagði Johansson og bætti við: „Við höfum spilað ótrúlega góða vörn. Við erum líka með mjög góðan markvörð en allt liðið á sinn þátt í þessu.“
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira