Sé líklega met að vera hafnað af flokki sínum tvisvar í sama mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. október 2024 20:57 Jódís Skúladóttir hefur setið á þingi fyrir Vinstri græn síðan 2021. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, segir að henni hafi ekki boðist oddvitasæti og því segi hún skilið við pólitíkina. Hún segir það líklega met að hafa verið hafnað tvisvar af eigin flokki í sama mánuði. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Jódís birti í kvöld. „Í dag varð ljóst að ég mun ekki verða oddviti í mínu kjördæmi og hef ég afþakkað sæti ofar en það fimmta. Ég var tilbúin að taka þann slag en eftir að ljóst var að sú yrði ekki niðurstaðan met ég það sem svo að fjölskyldan mín eigi meiri fyrirsjáanleika og festu skilið en pólitíkin getur veitt,“ skrifar hún í færslunni og bætir við: „Guð blessi 9-5 og helgarfrí.“ Þá segir hún að það sé líklega einhvers konar met að vera hafnað af sínu eigin stjórnmálaafli tvisvar sinnum í sama mánuði og vísar þar til þess þegar hún tapaði fyrir Guðmundi Inga Guðbrandssyni í varaformannsslag á landsfundi Vinstri grænna fyrir skömmu. „Eftirspurnin eftir mér virðist talsvert meiri meðal almennings en innan VG,“ skrifar hún. Skortir auðmýkt á Alþingi Hún segist þó aldrei hafa talið sig eiga neitt skilið í pólitík og taki þetta ekki mjög nærri sér. Hún styðji VG, sé trú stefnunni og hafi ekki kvikað frá henni eitt andartak. Þess vegna sé það heiður að taka sæti á listanum og styðja félagana í VG til góðra verka. „Ég hef kynnst ótrúlega mörgum og fengið tækifæri til að sjá inn í margs konar veruleika á þessum þremur árum. Það er mjög margt sem mér finnst um íslenska stjórnskipan og hvernig fólk í valdastöðum umgengst t.d. þingræðið. Það sem skortir mest á Alþingi Íslendinga er auðmýkt. Ég hætti örugglega aldrei að vera öfga-feministi, náttúruverndarsinni og grjóthörð vinstri kona. Kannski býð ég fram krafta mína seinna þegar börnin eru stærri og aðstæður auðveldari en nú tekur við nýr kafli fullur af tækifærum. Það er sko hægt að vera róttæk og berjast fyrir réttlátu samfélagi víðar en í „le cirque de l'absurde“ við Austurvöll,“ skrifar hún einnig. Leiðrétting: Í upphaflegri frétt stóð að Jódís væri sitjandi oddviti en það er ekki rétt, hún er annar þingmaður Vinstri gænna í kjördæminu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er sitjandi oddviti en tilkynnti fyrr í dag að hún hygðist ekki gefa kost á sér áfram. Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur verið kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra var kjörinn varaformaður. 5. október 2024 16:23 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Jódís birti í kvöld. „Í dag varð ljóst að ég mun ekki verða oddviti í mínu kjördæmi og hef ég afþakkað sæti ofar en það fimmta. Ég var tilbúin að taka þann slag en eftir að ljóst var að sú yrði ekki niðurstaðan met ég það sem svo að fjölskyldan mín eigi meiri fyrirsjáanleika og festu skilið en pólitíkin getur veitt,“ skrifar hún í færslunni og bætir við: „Guð blessi 9-5 og helgarfrí.“ Þá segir hún að það sé líklega einhvers konar met að vera hafnað af sínu eigin stjórnmálaafli tvisvar sinnum í sama mánuði og vísar þar til þess þegar hún tapaði fyrir Guðmundi Inga Guðbrandssyni í varaformannsslag á landsfundi Vinstri grænna fyrir skömmu. „Eftirspurnin eftir mér virðist talsvert meiri meðal almennings en innan VG,“ skrifar hún. Skortir auðmýkt á Alþingi Hún segist þó aldrei hafa talið sig eiga neitt skilið í pólitík og taki þetta ekki mjög nærri sér. Hún styðji VG, sé trú stefnunni og hafi ekki kvikað frá henni eitt andartak. Þess vegna sé það heiður að taka sæti á listanum og styðja félagana í VG til góðra verka. „Ég hef kynnst ótrúlega mörgum og fengið tækifæri til að sjá inn í margs konar veruleika á þessum þremur árum. Það er mjög margt sem mér finnst um íslenska stjórnskipan og hvernig fólk í valdastöðum umgengst t.d. þingræðið. Það sem skortir mest á Alþingi Íslendinga er auðmýkt. Ég hætti örugglega aldrei að vera öfga-feministi, náttúruverndarsinni og grjóthörð vinstri kona. Kannski býð ég fram krafta mína seinna þegar börnin eru stærri og aðstæður auðveldari en nú tekur við nýr kafli fullur af tækifærum. Það er sko hægt að vera róttæk og berjast fyrir réttlátu samfélagi víðar en í „le cirque de l'absurde“ við Austurvöll,“ skrifar hún einnig. Leiðrétting: Í upphaflegri frétt stóð að Jódís væri sitjandi oddviti en það er ekki rétt, hún er annar þingmaður Vinstri gænna í kjördæminu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er sitjandi oddviti en tilkynnti fyrr í dag að hún hygðist ekki gefa kost á sér áfram.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur verið kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra var kjörinn varaformaður. 5. október 2024 16:23 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur verið kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra var kjörinn varaformaður. 5. október 2024 16:23