„Ég lagði allt undir“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. október 2024 18:12 Þórdís Kolbrún hafði betur gegn Jóni Gunnarssyni í dag. Hún lagði póltíska framtíð sína að veði og hefur styrkt stöðu sína innan flokksins. Vísir/Ragnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti fyrr í dag að viðhafa röðun við val á efstu fjórum sætum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Þórdís Kolbrún hafði þar betur í baráttunni við Jón Gunnarsson um annað sætið. Fréttastofa náði tali af Þórdísi fyrir utan Valhöll. Fyrstu viðbrögð. Hvernig líður þér með þetta? „Ég er auðvitað ánægð með þessa niðurstöðu. Þetta var stór ákvörðun og ekkert sjálfgefið frekar en annað í pólitík og ég lagði allt undir fyrir þennan dag. Þannig það var skrítin tilhugsun að ganga inn í Valhöll. En þetta var sterk niðurstaða og ég er þakklát öllum þeim sem mæta á þennan fund og bera þessa ábyrgð að stilla upp sterku liði,“ „Það er mikið búið að vera í gangi í dag út um allt land en út úr þessu kemur vonandi öflug liðsheild og sterkt lið sem hlakkar mikið til kosningabaráttunnar.“ „Sem betur fer þarf ég ekki að svara því núna“ Atkvæðagreiðslan fór þannig að Þórdís hlaut 206 atkvæði en Jón 130 sem hlýtur að teljast nokkuð afgerandi stuðningur. Þetta er afgerandi niðurstaða fyrir þig? „Þetta er afgerandi niðurstaða af þessum fundi. Þetta er ekki opið prófkjör þannig það eru ekki allir sem hafa seturétt, eingöngu þau sem geta mætt á fundinn geta kosið. Þetta er afgerandi niðurstaða fyrir mig og ég er gríðarlega þakklát og ætla að halda áfram að gera mitt besta til þess að enginn þurfi að sjá eftir því að veðja á mig og veitt mér tækifæri.“ Hafðirðu hug á að bjóða þig fram í þriðja sæti ef þú hefðir ekki haft erindi sem erfiði? „Ég vildi ekki svara því fyrir fundinn, hvorki gagnvart mér persónulega að stilla upp slíkum sviðsmyndum né setja fundinn í þá stöðu og sem betur fer þarf ég ekki að svara því núna því þetta fór svona.“ Rædduð þið Jón saman? Ertu búin að heyra í honum eftir að þetta varð ljóst? „Við ræddum saman í gegnum baráttuna. Hann hefur vikið af fundi en ég er búinn að senda honum skilaboð. Við förum áfram í þessa baráttu hvert með sínum hætti. Við Jón erum góðir vinir og góðir félagar, höfum unnið saman í mörg ár og tekið marga slagi bæði innanflokks og utan.“ Breytingar í Sjálfstæðisflokknum Listar eru farnir að skýrast í mörgum kjördæmum og er ljóst að margir af núverandi þingmönnum Sjálfstæðiflokksins eru að detta af þingi. Hvernig líst þér á þær vendingar sem hafa orðið í dag? „Þetta gerist allt ótrúlega hratt og auðvitað er eftirspurn eftir því að það sé hrist upp í hlutunum. Þetta er vandasamt fyrir þau sem eru að stilla upp lista. Það er eftirsjá að góðu fólki, vönduðu fólki, félögum sem bera uppi mál niðri á þingi og eru hugmyndafræðilega mjög sterk. En þetta fylgir bara pólitíkinni. Núna erum við auðvitað ekki með prófkjör af því það vinnst ekki tími í það og þá er þessi leið viðhöfð. Ekkert af þessu er gallalaust en það fylgir því líka í pólitík að það eru ákveðin sæti og það þýðir að nýtt fólk tekur pláss. Þetta er líka kynslóðamál, kynslóðir taka pláss og það eru breytingar.“ Hafi verið strembnir dagar Það hlýtur að vera þungu fargi af þér létt núna. Varstu ekki stressuð þarna inni áðan? „Ég held nú stundum að það sé eitthvað að mér af því ég er almennt frekar yfirveguð og slök. En þetta eru búnir að vera mjög strembnir dagar, þetta gerist hratt og það gengur mikið á. Alls konar komið upp, velkomið og óvelkomið. Því fylgir auðvitað mikið stress. Eins og ég sagði, ég lagði allt undir, ég var að taka stóra áhættu og ákvörðun. En ég var algjörlega sannfærð um að það væri rétt ákvörðun fyrir mig hvernig sem færi. Svona niðurstaða af þessum fundi er góð. Þetta er varða fyrir vörðu, nú er næsta verkefni að henda sér í kosningabaráttu.“ Hægrið ekki á leiðinni út úr flokknum Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti í dag að hún vildi leiða Miðflokkinn í Reykjavík. Því hefur verið fleygt fram að hægrið sé að leiðinni út úr Sjálfstæðisflokknum. Hvernig lýst þér á þessar vendingar? „Ég held það sé alveg augljóst að hægrið er ekki á leiðinni út úr Sjálfstæðisflokknum. Ég hlakka bara til að fara í kosningabaráttu og kalla fram afstöðu annarra flokka, meðal annars Miðflokksins, til ýmiss konar hægrimála. Ég eiginlega get ekki beðið. Ég óska vinkonu minni Sigríði Andersen góðs gengis í sínu verkefni. Þetta er auðvitað stór frétt, hún kemur ekki að öllu leyti á óvart en þetta er stór frétt. Það er það sem er svo spennandi við pólitík, hún er ofboðslega lifandi. Við höfum séð það á undanförnum dögum hvað hlutirnir breytast hratt.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti fyrr í dag að viðhafa röðun við val á efstu fjórum sætum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Þórdís Kolbrún hafði þar betur í baráttunni við Jón Gunnarsson um annað sætið. Fréttastofa náði tali af Þórdísi fyrir utan Valhöll. Fyrstu viðbrögð. Hvernig líður þér með þetta? „Ég er auðvitað ánægð með þessa niðurstöðu. Þetta var stór ákvörðun og ekkert sjálfgefið frekar en annað í pólitík og ég lagði allt undir fyrir þennan dag. Þannig það var skrítin tilhugsun að ganga inn í Valhöll. En þetta var sterk niðurstaða og ég er þakklát öllum þeim sem mæta á þennan fund og bera þessa ábyrgð að stilla upp sterku liði,“ „Það er mikið búið að vera í gangi í dag út um allt land en út úr þessu kemur vonandi öflug liðsheild og sterkt lið sem hlakkar mikið til kosningabaráttunnar.“ „Sem betur fer þarf ég ekki að svara því núna“ Atkvæðagreiðslan fór þannig að Þórdís hlaut 206 atkvæði en Jón 130 sem hlýtur að teljast nokkuð afgerandi stuðningur. Þetta er afgerandi niðurstaða fyrir þig? „Þetta er afgerandi niðurstaða af þessum fundi. Þetta er ekki opið prófkjör þannig það eru ekki allir sem hafa seturétt, eingöngu þau sem geta mætt á fundinn geta kosið. Þetta er afgerandi niðurstaða fyrir mig og ég er gríðarlega þakklát og ætla að halda áfram að gera mitt besta til þess að enginn þurfi að sjá eftir því að veðja á mig og veitt mér tækifæri.“ Hafðirðu hug á að bjóða þig fram í þriðja sæti ef þú hefðir ekki haft erindi sem erfiði? „Ég vildi ekki svara því fyrir fundinn, hvorki gagnvart mér persónulega að stilla upp slíkum sviðsmyndum né setja fundinn í þá stöðu og sem betur fer þarf ég ekki að svara því núna því þetta fór svona.“ Rædduð þið Jón saman? Ertu búin að heyra í honum eftir að þetta varð ljóst? „Við ræddum saman í gegnum baráttuna. Hann hefur vikið af fundi en ég er búinn að senda honum skilaboð. Við förum áfram í þessa baráttu hvert með sínum hætti. Við Jón erum góðir vinir og góðir félagar, höfum unnið saman í mörg ár og tekið marga slagi bæði innanflokks og utan.“ Breytingar í Sjálfstæðisflokknum Listar eru farnir að skýrast í mörgum kjördæmum og er ljóst að margir af núverandi þingmönnum Sjálfstæðiflokksins eru að detta af þingi. Hvernig líst þér á þær vendingar sem hafa orðið í dag? „Þetta gerist allt ótrúlega hratt og auðvitað er eftirspurn eftir því að það sé hrist upp í hlutunum. Þetta er vandasamt fyrir þau sem eru að stilla upp lista. Það er eftirsjá að góðu fólki, vönduðu fólki, félögum sem bera uppi mál niðri á þingi og eru hugmyndafræðilega mjög sterk. En þetta fylgir bara pólitíkinni. Núna erum við auðvitað ekki með prófkjör af því það vinnst ekki tími í það og þá er þessi leið viðhöfð. Ekkert af þessu er gallalaust en það fylgir því líka í pólitík að það eru ákveðin sæti og það þýðir að nýtt fólk tekur pláss. Þetta er líka kynslóðamál, kynslóðir taka pláss og það eru breytingar.“ Hafi verið strembnir dagar Það hlýtur að vera þungu fargi af þér létt núna. Varstu ekki stressuð þarna inni áðan? „Ég held nú stundum að það sé eitthvað að mér af því ég er almennt frekar yfirveguð og slök. En þetta eru búnir að vera mjög strembnir dagar, þetta gerist hratt og það gengur mikið á. Alls konar komið upp, velkomið og óvelkomið. Því fylgir auðvitað mikið stress. Eins og ég sagði, ég lagði allt undir, ég var að taka stóra áhættu og ákvörðun. En ég var algjörlega sannfærð um að það væri rétt ákvörðun fyrir mig hvernig sem færi. Svona niðurstaða af þessum fundi er góð. Þetta er varða fyrir vörðu, nú er næsta verkefni að henda sér í kosningabaráttu.“ Hægrið ekki á leiðinni út úr flokknum Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti í dag að hún vildi leiða Miðflokkinn í Reykjavík. Því hefur verið fleygt fram að hægrið sé að leiðinni út úr Sjálfstæðisflokknum. Hvernig lýst þér á þessar vendingar? „Ég held það sé alveg augljóst að hægrið er ekki á leiðinni út úr Sjálfstæðisflokknum. Ég hlakka bara til að fara í kosningabaráttu og kalla fram afstöðu annarra flokka, meðal annars Miðflokksins, til ýmiss konar hægrimála. Ég eiginlega get ekki beðið. Ég óska vinkonu minni Sigríði Andersen góðs gengis í sínu verkefni. Þetta er auðvitað stór frétt, hún kemur ekki að öllu leyti á óvart en þetta er stór frétt. Það er það sem er svo spennandi við pólitík, hún er ofboðslega lifandi. Við höfum séð það á undanförnum dögum hvað hlutirnir breytast hratt.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels