Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2024 16:01 Kikka segir þau vilja bjóða fram í öllum kjördæmum. Nái þau ekki inn á þing ætli þau að veita þeim flokkum aðhald sem þar eru. Samsett Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. „Það er framhaldsaðalfundur á Valkyrjunni í dag klukkan 17 en við verðum í Kringlunni á milli 12 og 17 að safna meðmælum fyrir nafninu Græningjar,“ segir Kikka Sigurðardóttir eigandi Valkyrjunnar og einn stofnenda samtakanna. Hún segir helstu málefni flokksins vera loftslagsmál, náttúruvernd, jafnrétti og mannréttindi. Þá muni þau einnig leggja áherslu á sjálfbærni, dýravernd og að girða fyrir spillingu. Þá vilja þau að öll mál sem varði alla þjóðina fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Auk þess vilja þau skoða möguleikann á borgaralaunum og að kerfi samfélagsins sem aðeins þjóni hluta þess verði endurskoðuð. Vilja fólk á öllum aldri „Þetta er allt í vinnslu og við viljum endilega sjá fólk á öllum aldri á framhaldsaðalfundinum, en kannski helst ungt fólk. Við erum í miðri hringiðu akkúrat núna,“ segir Kikka. Þessi stefnumál hafa mörg verið tengd Vinstri grænum? „Einhver þeirra, en alls ekki öll. Vinstri græn eru bara alls ekki búin að vera að standa sig í ríkisstjórn og gátu ekki eini sinni fylgt eftir sinni eigin loftslagsstefnu. Þau fóru inn í einhvern annan heim og gleymdu grænu málunum,“ segir Kikka. Hún segir að það sé hennar von að þau komist á þing en ef það takist ekki séu þau þá allavega orðin af í umræðunni. Flokkarnir verði eflaust allir með græna stefnu en þau muni passa að flokkarnir fylgi þessum stefnum eftir. Stofna fyrst flokkinn og fara svo í meðmælasöfnun Hún segir þau nú vinna að því að safna 300 undirskriftum til að formlega stofna stjórnmálaflokkinn og þegar það er komið á skrá þá verði opnuð fyrir þau gátt inn á island.is þar sem aðrir flokkar safna meðmælum. „Það er hægt að koma í Valkyrjuna eða hitta okkur í Kringlunni,“ segir Kikka en sjálf ætlar hún að vera við Hagkaup að safna undirskriftum. Hún segir unnið að því að móta stefnu flokksins en það verði gert á næstu vikum. Sjálf ætlar hún að fara á lista fyrir flokkinn en það eigi eftir að koma í ljós hverjir muni leiða listana. „Það verða auðvitað hæfustu einstaklingarnir sem leiða. Við höfum tíu og hálfan dag til stefnu,“ segir hún og að þau ætli að vinna hratt næstu daga. Hún segist ekki eiga von á því að það verði erfitt að fylla listana. Það séu margir sem hafi orðið fyrir vonbrigðum með umhverfismálin innan núverandi flokka. Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
„Það er framhaldsaðalfundur á Valkyrjunni í dag klukkan 17 en við verðum í Kringlunni á milli 12 og 17 að safna meðmælum fyrir nafninu Græningjar,“ segir Kikka Sigurðardóttir eigandi Valkyrjunnar og einn stofnenda samtakanna. Hún segir helstu málefni flokksins vera loftslagsmál, náttúruvernd, jafnrétti og mannréttindi. Þá muni þau einnig leggja áherslu á sjálfbærni, dýravernd og að girða fyrir spillingu. Þá vilja þau að öll mál sem varði alla þjóðina fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Auk þess vilja þau skoða möguleikann á borgaralaunum og að kerfi samfélagsins sem aðeins þjóni hluta þess verði endurskoðuð. Vilja fólk á öllum aldri „Þetta er allt í vinnslu og við viljum endilega sjá fólk á öllum aldri á framhaldsaðalfundinum, en kannski helst ungt fólk. Við erum í miðri hringiðu akkúrat núna,“ segir Kikka. Þessi stefnumál hafa mörg verið tengd Vinstri grænum? „Einhver þeirra, en alls ekki öll. Vinstri græn eru bara alls ekki búin að vera að standa sig í ríkisstjórn og gátu ekki eini sinni fylgt eftir sinni eigin loftslagsstefnu. Þau fóru inn í einhvern annan heim og gleymdu grænu málunum,“ segir Kikka. Hún segir að það sé hennar von að þau komist á þing en ef það takist ekki séu þau þá allavega orðin af í umræðunni. Flokkarnir verði eflaust allir með græna stefnu en þau muni passa að flokkarnir fylgi þessum stefnum eftir. Stofna fyrst flokkinn og fara svo í meðmælasöfnun Hún segir þau nú vinna að því að safna 300 undirskriftum til að formlega stofna stjórnmálaflokkinn og þegar það er komið á skrá þá verði opnuð fyrir þau gátt inn á island.is þar sem aðrir flokkar safna meðmælum. „Það er hægt að koma í Valkyrjuna eða hitta okkur í Kringlunni,“ segir Kikka en sjálf ætlar hún að vera við Hagkaup að safna undirskriftum. Hún segir unnið að því að móta stefnu flokksins en það verði gert á næstu vikum. Sjálf ætlar hún að fara á lista fyrir flokkinn en það eigi eftir að koma í ljós hverjir muni leiða listana. „Það verða auðvitað hæfustu einstaklingarnir sem leiða. Við höfum tíu og hálfan dag til stefnu,“ segir hún og að þau ætli að vinna hratt næstu daga. Hún segist ekki eiga von á því að það verði erfitt að fylla listana. Það séu margir sem hafi orðið fyrir vonbrigðum með umhverfismálin innan núverandi flokka.
Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira