Þórdís Kolbrún bar sigur úr býtum í Kraganum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. október 2024 15:15 Jón Gunnarsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir buðu sig bæði fram í annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hafði betur gegn Jón Gunnarssyni og skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón Gunnarsson gefur ekki kost á sér í þriðja sætið. Talningu lauk rétt í þessu á þéttsetnum fundi í Valhöll þar sem kosið er um röðun á efstu fjórum sætum listans. Þórdís vann með 206 atkvæðum gegn 130 Jóns Níu frambjóðendur buðu fram krafta sína á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvesturkjördæmi og barist var um öll sætin að því fyrsta undateknu sem Bjarni Benediktsson formaður gekk að vísu. Þórdís Kolbrún og Jón Gunnarsson sóttust bæði eftir öðru sætinu, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir buðu sig fram í þriðja sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í það fjórða og Vilhjálmur Bjarnason í annað til fjórða sæti. Óvænt framboð Þórdísar í Kraganum Jón Gunnarsson lýsti því að framboð Þórdísar Kolbrúnar í annað sæti í Suðvesturkjördæmi, sæti Jóns í síðustu kosningum, hafi komið flatt upp á sig. Í vikunni kom fram að Jón hefði ekkert heyrt af fyrirætlunum Þórdísar fyrr en hann las um þær í Morgunblaðinu. Hann hafði þegar lýst því yfir að hann hygðist halda öðru sætinu. Í Spursmálum mbl.is í gær voru Þórdís og Jón bæði gestir. Þar sagði Þórdís að hún hefði betur látið Jón formlega vita af ætlunum sínum og rætt þær við hann. Hún hafi þegar beðið hann afsökunar á því að hafa ekki gert það. „Við Jón höfum auðvitað starfað saman í mörg ár og farið saman í gegnum alls konar baráttur og slagi, innanflokks og við andstæðinga. Jón er vinur minn, hann er með sterka stöðu í Suðvesturkjördæmi, hann er búinn að vera mjög lengi og líka í alls konar hlutverkum, neðarlega á lista, ofarlega á lista eins og ég hef verið í Suðvesturkjördæmi.“ sagði Þórdís. Mikið í húfi hjá Þórdísi Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með þessu útspili sé Þórdís að leggja möguleika sína á að verða arftaki Bjarna Benediktssonar undir. „Takist henni ekki að sannfæra uppstillingarnefndina um að fá annað sætið verður tilkall hennar til að teljast arftaki formannsins þeim mun minna. Þannig þetta er alvöru veðmál hjá henni,“ sagði Eiríkur. Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spenna í Kraganum: Þórdís leggur framtíðina að veði og brotthvarf Guðmundar Árna vekur upp spurningar Öll augu eru nú á Suðvesturkjördæmi, þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokks leggur framtíð sína sem formaður að veði, í von um að hreppa annað sætið, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Skyndilegt brotthvarf varaformanns Samfylkingar úr oddvitaslag eykur enn á spennuna. 20. október 2024 00:19 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Talningu lauk rétt í þessu á þéttsetnum fundi í Valhöll þar sem kosið er um röðun á efstu fjórum sætum listans. Þórdís vann með 206 atkvæðum gegn 130 Jóns Níu frambjóðendur buðu fram krafta sína á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvesturkjördæmi og barist var um öll sætin að því fyrsta undateknu sem Bjarni Benediktsson formaður gekk að vísu. Þórdís Kolbrún og Jón Gunnarsson sóttust bæði eftir öðru sætinu, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir buðu sig fram í þriðja sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í það fjórða og Vilhjálmur Bjarnason í annað til fjórða sæti. Óvænt framboð Þórdísar í Kraganum Jón Gunnarsson lýsti því að framboð Þórdísar Kolbrúnar í annað sæti í Suðvesturkjördæmi, sæti Jóns í síðustu kosningum, hafi komið flatt upp á sig. Í vikunni kom fram að Jón hefði ekkert heyrt af fyrirætlunum Þórdísar fyrr en hann las um þær í Morgunblaðinu. Hann hafði þegar lýst því yfir að hann hygðist halda öðru sætinu. Í Spursmálum mbl.is í gær voru Þórdís og Jón bæði gestir. Þar sagði Þórdís að hún hefði betur látið Jón formlega vita af ætlunum sínum og rætt þær við hann. Hún hafi þegar beðið hann afsökunar á því að hafa ekki gert það. „Við Jón höfum auðvitað starfað saman í mörg ár og farið saman í gegnum alls konar baráttur og slagi, innanflokks og við andstæðinga. Jón er vinur minn, hann er með sterka stöðu í Suðvesturkjördæmi, hann er búinn að vera mjög lengi og líka í alls konar hlutverkum, neðarlega á lista, ofarlega á lista eins og ég hef verið í Suðvesturkjördæmi.“ sagði Þórdís. Mikið í húfi hjá Þórdísi Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með þessu útspili sé Þórdís að leggja möguleika sína á að verða arftaki Bjarna Benediktssonar undir. „Takist henni ekki að sannfæra uppstillingarnefndina um að fá annað sætið verður tilkall hennar til að teljast arftaki formannsins þeim mun minna. Þannig þetta er alvöru veðmál hjá henni,“ sagði Eiríkur.
Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spenna í Kraganum: Þórdís leggur framtíðina að veði og brotthvarf Guðmundar Árna vekur upp spurningar Öll augu eru nú á Suðvesturkjördæmi, þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokks leggur framtíð sína sem formaður að veði, í von um að hreppa annað sætið, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Skyndilegt brotthvarf varaformanns Samfylkingar úr oddvitaslag eykur enn á spennuna. 20. október 2024 00:19 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Spenna í Kraganum: Þórdís leggur framtíðina að veði og brotthvarf Guðmundar Árna vekur upp spurningar Öll augu eru nú á Suðvesturkjördæmi, þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokks leggur framtíð sína sem formaður að veði, í von um að hreppa annað sætið, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Skyndilegt brotthvarf varaformanns Samfylkingar úr oddvitaslag eykur enn á spennuna. 20. október 2024 00:19