Miðbær með skautasvelli byggður í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. október 2024 14:03 Mikil spennan og eftirvænting er hjá íbúum í Þorlákshöfn og í nágrenninu fyrir miðbænum enda mættu fjölmargir á kynningarfundinn í vikunni. Aðsend Stórhuga framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Þorlákshöfn fyrir nokkra milljarða króna en þar á að fara að byggja miðbæ í einkaframkvæmd. Skautasvell verður hluti af nýja miðbænum. Boðað var til kynningarfundar í vikunni um nýja miðbæinn en hugmyndirnar féll vel í flesta fundarmenn og urðu töluverðar umræður um þetta mikla og stóra verkefni. Fyrir þá sem þekkja ekki til í Þorlákshöfn þá verður miðbærinn á svæðinu hægra megin við umferðarljósin þegar keyrt er inn í bæinn við Selvogsbrautina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss lýsir hér miðbænum, sem á að fara að byggja en Þorlákshöfn hefur stækkað mjög mikið á síðustu árum. „Og er nú svo komið að það er orðin þörf fyrir svona lifandi vettvang fyrir bæði fólk að sýna sig og sjá aðra og efla í kringum það bæði mannlíf og menningu og skapa vettvang fyrir þjónustufyrirtæki, bæði verslanir, veitingastaði og þetta, sem við þekkjum í sterkum miðbæjum og út á það ganga þessar hugmyndir,“ segir Elliði og bætir við. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, sem er mjög spenntur eins og aðrir íbúar sveitarfélgsins fyrir nýja miðbænum, sem á að byggja upp í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður að sumuleyti nokkuð klassískur miðbær með verslanir og þjónusturými á jarðhæðum og það er gert ráð fyrir hóteli í miðbænum líka, íbúðum að hluta til á efri hæðum. Torgið sjálft er mjög svona milt og manneskjulegt. Svo höfum við hug á því að ganga þannig frá svæðinu að yfir vetrartímann getum við rekið skautasvell á torginu.“ Elliði segir að kostnaðurinn við miðbæinn hlaupi á einhverjum milljörðum króna, jafnvel tugi milljörðum en verkið verður unnið í einkaframkvæmd af félaginu Arnarhvoli . Hann segir að framkvæmdir hefjist í vetur með byggingu fyrstu húsanna. „Fólk tekur mjög vel í þetta. Það var alveg frábær mæting á kynningarfundinn og við höfum fengið ábendingar um ýmislegt, sem tengist eftir það þannig að þetta er unnið í mjög góðu samstarfi við bæði framkvæmdaaðilann og íbúa og auðvitað hlökkum við mikið til,“ segir Elliði. Skautasvell verður í miðbænum yfir vetrartímann og skiltið, „Hamingjan er hér“ verður að sjálfsögðu á staðnum.Aðsend Ölfus Byggingariðnaður Skautaíþróttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Boðað var til kynningarfundar í vikunni um nýja miðbæinn en hugmyndirnar féll vel í flesta fundarmenn og urðu töluverðar umræður um þetta mikla og stóra verkefni. Fyrir þá sem þekkja ekki til í Þorlákshöfn þá verður miðbærinn á svæðinu hægra megin við umferðarljósin þegar keyrt er inn í bæinn við Selvogsbrautina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss lýsir hér miðbænum, sem á að fara að byggja en Þorlákshöfn hefur stækkað mjög mikið á síðustu árum. „Og er nú svo komið að það er orðin þörf fyrir svona lifandi vettvang fyrir bæði fólk að sýna sig og sjá aðra og efla í kringum það bæði mannlíf og menningu og skapa vettvang fyrir þjónustufyrirtæki, bæði verslanir, veitingastaði og þetta, sem við þekkjum í sterkum miðbæjum og út á það ganga þessar hugmyndir,“ segir Elliði og bætir við. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, sem er mjög spenntur eins og aðrir íbúar sveitarfélgsins fyrir nýja miðbænum, sem á að byggja upp í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður að sumuleyti nokkuð klassískur miðbær með verslanir og þjónusturými á jarðhæðum og það er gert ráð fyrir hóteli í miðbænum líka, íbúðum að hluta til á efri hæðum. Torgið sjálft er mjög svona milt og manneskjulegt. Svo höfum við hug á því að ganga þannig frá svæðinu að yfir vetrartímann getum við rekið skautasvell á torginu.“ Elliði segir að kostnaðurinn við miðbæinn hlaupi á einhverjum milljörðum króna, jafnvel tugi milljörðum en verkið verður unnið í einkaframkvæmd af félaginu Arnarhvoli . Hann segir að framkvæmdir hefjist í vetur með byggingu fyrstu húsanna. „Fólk tekur mjög vel í þetta. Það var alveg frábær mæting á kynningarfundinn og við höfum fengið ábendingar um ýmislegt, sem tengist eftir það þannig að þetta er unnið í mjög góðu samstarfi við bæði framkvæmdaaðilann og íbúa og auðvitað hlökkum við mikið til,“ segir Elliði. Skautasvell verður í miðbænum yfir vetrartímann og skiltið, „Hamingjan er hér“ verður að sjálfsögðu á staðnum.Aðsend
Ölfus Byggingariðnaður Skautaíþróttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira