Lýsir stjórnlausum rasisma: „Hvort verður það líkamlegt ofbeldi eða svívirðingar?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. október 2024 20:18 Navid hóf störf sem leigubílstjóri fyrir um þremur árum siðan og fannst hann þá njóta virðingar í samfélaginu. Hann segir breytingu hafa orðið þar á fyrir nokkrum mánuðum og nú séu svívirðingar og rasismi sem daglegt brauð. Aðsend/Samsett Leigubílstjóri, sem er innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir fólskulegri árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu í samfélaginu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann hræddur og kvíðinn fyrir hverja vakt. Navid Nouri er af afgönskum ættum en hann fæddist með stöðu flóttamanns í Íran. Hann lýsir æsku sinni í Íran sem afar átakanlegri en fyrir þrettán árum flúði hann til Íslands og hér hefur hann náð að búa sér gott líf með Nönnu Hlín, eiginkonu sinni, og sonum þeirra tveimur. Hann hóf störf sem leigubílstjóri fyrir þremur árum og fannst hann þá njóta virðingar í samfélaginu. Navid tilheyrir tólf manna vinhópi sem allir eru leigubílstjórar og flestir af erlendum uppruna. Þeir merkja skarpa breytingu á viðmóti í sinn garð og segja rasisma hafa náð yfirhöndinni. „Við erum hræddir. Þegar við mætum til vinnu vitum við ekki hvað muni gerast, hvort verður það líkamlegt ofbeldi eða svívirðingar. Það gerist að minnsta kosti fjórum sinnum eða fimm sinnum á kvöldi um helgar.“ Navid keyrði til dæmis tvær konur fyrir nokkrum mánuðum. Hann fann samstundis breytt viðmót þegar hann sagði annarri þeirra hverrar þjóðar hann væri. „Hún sagði strax: Hvern andskotann ertu að gera hérna, helvítis hryðjuverkamaðurinn þinn? Rétt si-svona. Svona lagað gerist oft núna.“ Hann biðlar til fólks að láta sig það varða verði það vitni að ofbeldi og rasisma. Kollegi hans lenti í ömurlegri lífsreynslu eftir að farþegi komst að því að hann væri frá miðausturlöndum. „Á leiðinni tók þessi maður upp hníf og potaði í hann aftan frá og sagði: heyrðu ég er Íslendingur, ég er víkingur. Við viljum ekki hafa þig hérna.“ Navid varð fyrir þungu áfalli í byrjun október þegar farþegi réðist á hann þegar hann bað um greiðslu fyrir akstrinum. Farþeginn brást ókvæða við, rauk út og sparkaði í bílinn. „Og svo rak hann höfuðið inn í bílinn og hrækti á mig. Ég fór út og spurði af hverju hann hefði hrækt á mig og hann kýldi mig samstundis í nefið svo mér blæddi. Ég skil þetta ekki. Ég er bara að vinna. Ég á fjölskyldu hérna og ég á fjölskyldu í Afganistan sem ég verð að styðja. Þetta er ekki auðvelt fyrir mig.“ Navid sagðist hafa átt erfitt með að segja syni sínum hvað hefði komið fyrir. Hann óttaðist hvaða áhrif það hefði á hann að heyra að hann hefði verið kýldur fyrir að vera ekki talinn Íslendingur. „Þegar sonur minn spyr hvað hafi komið fyrir, hvað á ég að segja honum? Hvernig get ég útskýrt þetta fyrir honum?“ Hvernig hefur líf þitt verið eftir árásina? „Ég mætti ekki í vinnuna í þrjá daga. Ég var hræddur. En að lokum varð ég að fara í vinnuna en í hvert skipti sem ég fer í vinnuna er ég hræddur. Hvað mun gerast í kvöld?“ Kynþáttafordómar Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Stjórnlaus rasismi og spenna í Kraganum Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 19. október 2024 18:09 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Navid Nouri er af afgönskum ættum en hann fæddist með stöðu flóttamanns í Íran. Hann lýsir æsku sinni í Íran sem afar átakanlegri en fyrir þrettán árum flúði hann til Íslands og hér hefur hann náð að búa sér gott líf með Nönnu Hlín, eiginkonu sinni, og sonum þeirra tveimur. Hann hóf störf sem leigubílstjóri fyrir þremur árum og fannst hann þá njóta virðingar í samfélaginu. Navid tilheyrir tólf manna vinhópi sem allir eru leigubílstjórar og flestir af erlendum uppruna. Þeir merkja skarpa breytingu á viðmóti í sinn garð og segja rasisma hafa náð yfirhöndinni. „Við erum hræddir. Þegar við mætum til vinnu vitum við ekki hvað muni gerast, hvort verður það líkamlegt ofbeldi eða svívirðingar. Það gerist að minnsta kosti fjórum sinnum eða fimm sinnum á kvöldi um helgar.“ Navid keyrði til dæmis tvær konur fyrir nokkrum mánuðum. Hann fann samstundis breytt viðmót þegar hann sagði annarri þeirra hverrar þjóðar hann væri. „Hún sagði strax: Hvern andskotann ertu að gera hérna, helvítis hryðjuverkamaðurinn þinn? Rétt si-svona. Svona lagað gerist oft núna.“ Hann biðlar til fólks að láta sig það varða verði það vitni að ofbeldi og rasisma. Kollegi hans lenti í ömurlegri lífsreynslu eftir að farþegi komst að því að hann væri frá miðausturlöndum. „Á leiðinni tók þessi maður upp hníf og potaði í hann aftan frá og sagði: heyrðu ég er Íslendingur, ég er víkingur. Við viljum ekki hafa þig hérna.“ Navid varð fyrir þungu áfalli í byrjun október þegar farþegi réðist á hann þegar hann bað um greiðslu fyrir akstrinum. Farþeginn brást ókvæða við, rauk út og sparkaði í bílinn. „Og svo rak hann höfuðið inn í bílinn og hrækti á mig. Ég fór út og spurði af hverju hann hefði hrækt á mig og hann kýldi mig samstundis í nefið svo mér blæddi. Ég skil þetta ekki. Ég er bara að vinna. Ég á fjölskyldu hérna og ég á fjölskyldu í Afganistan sem ég verð að styðja. Þetta er ekki auðvelt fyrir mig.“ Navid sagðist hafa átt erfitt með að segja syni sínum hvað hefði komið fyrir. Hann óttaðist hvaða áhrif það hefði á hann að heyra að hann hefði verið kýldur fyrir að vera ekki talinn Íslendingur. „Þegar sonur minn spyr hvað hafi komið fyrir, hvað á ég að segja honum? Hvernig get ég útskýrt þetta fyrir honum?“ Hvernig hefur líf þitt verið eftir árásina? „Ég mætti ekki í vinnuna í þrjá daga. Ég var hræddur. En að lokum varð ég að fara í vinnuna en í hvert skipti sem ég fer í vinnuna er ég hræddur. Hvað mun gerast í kvöld?“
Kynþáttafordómar Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Stjórnlaus rasismi og spenna í Kraganum Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 19. október 2024 18:09 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Stjórnlaus rasismi og spenna í Kraganum Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 19. október 2024 18:09