„Þarft að vinna uppi á Skaga til þess að verða Íslandsmeistari“ Hjörvar Ólafsson skrifar 19. október 2024 18:05 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var kampakátur með sigurinn. Vísir/Pawel Arnar Bergmann Gunnlaugsson sótti mikilvæg þrjú stig á æskuslóðir sínar á Akranes þegar lærisveinar hans hjá Víkingi kreistu fram sigur í ótrúlegum sjö mara leik sem hafði upp á ofboðslega margt að bjóða. „Þetta var svona old school fótbolti hérna í dag. Það var hart barist og fjölmörg atriði sem hægt er að tala um að leik loknum. Það er á stundum eins og þessum sem ég prísa mig sælan að hafa fengið íþróttalegt uppeldi hjá mömmu og pabba. Íþróttir gefa manni hráa og ósvikna tilfinningu sem þú nærði ekki í annars staðar,“ sagði Arnar Bergmann hreykinn. „Við vorum rólegir þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir í hálfleik. Við vorum að spila vel og héldum bara áfram því sem við vorum að gera í þeim fyrri í þeim seinni. Maður fær eins og maður uppsker í fótbolta og mér fannst við sá nógu mikið til þess að landa sigri að þessu sinni þó að það hefði vissulega ekki mátt á tæpara að standa,“ sagði hann sigurreifur. „Það var ólýsanleg tilfinnig að sjá Danijel skora og hann átti þetta mark svo sannarlega skilið. Hann fylgdist vel með leiknum af varamannabekknum og vissi hvar færin voru til þess að koma inn markinu sem við þurftum á að halda. Kredit á hann og svo líka Pálma Rafn sem er að fá verðskuldað tækifæri í leikjunum þar sem mest er undir,“ sagði Arnar. „Ég er alinn upp við það hérna uppi á Skaga að lið þurfi að vinna hér ætli þau sér að standa uppi sem Íslandsmeistari. Við erum núna búnir að gera það tvisvar sinnum í sumar og það gera bara sigurlið. Nú horfi ég bara silkislakur á Blika spila við Stjörnuna. Svo erum við mjög spenntir fyrir leiknum við Blika um næstu helgi,“ sagði þjálfari Ísladnsmeistaranna. Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira
„Þetta var svona old school fótbolti hérna í dag. Það var hart barist og fjölmörg atriði sem hægt er að tala um að leik loknum. Það er á stundum eins og þessum sem ég prísa mig sælan að hafa fengið íþróttalegt uppeldi hjá mömmu og pabba. Íþróttir gefa manni hráa og ósvikna tilfinningu sem þú nærði ekki í annars staðar,“ sagði Arnar Bergmann hreykinn. „Við vorum rólegir þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir í hálfleik. Við vorum að spila vel og héldum bara áfram því sem við vorum að gera í þeim fyrri í þeim seinni. Maður fær eins og maður uppsker í fótbolta og mér fannst við sá nógu mikið til þess að landa sigri að þessu sinni þó að það hefði vissulega ekki mátt á tæpara að standa,“ sagði hann sigurreifur. „Það var ólýsanleg tilfinnig að sjá Danijel skora og hann átti þetta mark svo sannarlega skilið. Hann fylgdist vel með leiknum af varamannabekknum og vissi hvar færin voru til þess að koma inn markinu sem við þurftum á að halda. Kredit á hann og svo líka Pálma Rafn sem er að fá verðskuldað tækifæri í leikjunum þar sem mest er undir,“ sagði Arnar. „Ég er alinn upp við það hérna uppi á Skaga að lið þurfi að vinna hér ætli þau sér að standa uppi sem Íslandsmeistari. Við erum núna búnir að gera það tvisvar sinnum í sumar og það gera bara sigurlið. Nú horfi ég bara silkislakur á Blika spila við Stjörnuna. Svo erum við mjög spenntir fyrir leiknum við Blika um næstu helgi,“ sagði þjálfari Ísladnsmeistaranna.
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira