Lögreglan á Norðurlandi vestra staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.
Vakthafandi hjá lögreglu segir ekkert vitað um líðan mannsins að svo stöddu en hann en hann er nú á spítala þar sem hlúð er að sárum hans.
Lögreglan staðfestir jafnframt að maðurinn hafi orðið fyrir alvarlegum efnabruna af völdum ætandi efnis sem nýta átti til stíflulosunar.