Vandræðalegur starfsmaður rak Björn Leví burt frá vínbúðinni Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2024 12:02 Björn Leví hefur sig á brott með sína undirskriftalista, frá Vínbúðinni í Skeifunni; þar er bannað að safna undirskriftum. vísir/einar árnason Björn Leví Gunnarsson þingmaður varð undrandi þar sem hann stóð í sakleysi sínu fyrir utan Vínbúðina og var að safna undirskriftum fyrir Pírata en var rekinn þaðan í burtu. „Já. Ég þurfti víst að hafa uppáskrifað leyfi til að standa þarna á bílastæðinu í Skeifunni,“ segir Björn Leví forviða í samtali við fréttastofu. Þetta gerðist nú í morgun. Björn Leví lýsir því þannig að starfsmaður Vínbúðarinnar hafi komið út, fremur vandræðalegur, og beðið Björn Leví vinsamlegast um að hypja sig. Björn Leví segist ekki vita hvað kom til, hvort yfirboðaðar hans hafi lagt þetta til eða einhver viðskiptavinur Vínbúðarinnar kvartað sérstaklega. „Hann var bara að sinna sínu starfi en hafði augljóslega ekki gaman að því að sinna þessu verki,“ segir Björn Leví sem hlýddi þessu. Fór niður í bæ, stóð fyrir utan Vínbúðina í Austurstræti og því fylgdu svo engin vandamál. Björn Leví segir að flokkarnir hver um sig þurfi að safna talsverðum slatta af undirskriftum til að fá að bjóða sig fram. Sem Birni finnst skondið en þetta sé nú einu sinni skemmtilegasti tíminn, þá hitti hann marga og gefist færi á að ræða við kjósendur. En það sé í mörg horn að líta, þó ríkisstjórnin hafi verið komin að fótum fram ber kosningarnar engu að síður bratt að. Alþingiskosningar 2024 Píratar Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Já. Ég þurfti víst að hafa uppáskrifað leyfi til að standa þarna á bílastæðinu í Skeifunni,“ segir Björn Leví forviða í samtali við fréttastofu. Þetta gerðist nú í morgun. Björn Leví lýsir því þannig að starfsmaður Vínbúðarinnar hafi komið út, fremur vandræðalegur, og beðið Björn Leví vinsamlegast um að hypja sig. Björn Leví segist ekki vita hvað kom til, hvort yfirboðaðar hans hafi lagt þetta til eða einhver viðskiptavinur Vínbúðarinnar kvartað sérstaklega. „Hann var bara að sinna sínu starfi en hafði augljóslega ekki gaman að því að sinna þessu verki,“ segir Björn Leví sem hlýddi þessu. Fór niður í bæ, stóð fyrir utan Vínbúðina í Austurstræti og því fylgdu svo engin vandamál. Björn Leví segir að flokkarnir hver um sig þurfi að safna talsverðum slatta af undirskriftum til að fá að bjóða sig fram. Sem Birni finnst skondið en þetta sé nú einu sinni skemmtilegasti tíminn, þá hitti hann marga og gefist færi á að ræða við kjósendur. En það sé í mörg horn að líta, þó ríkisstjórnin hafi verið komin að fótum fram ber kosningarnar engu að síður bratt að.
Alþingiskosningar 2024 Píratar Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira