Stuðningur fjölskyldunnar ekki sjálfsagður Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. október 2024 16:05 Hrafnhildur bar sigur úr býtum í Ungfrú Ísland árið 2022. Hrafnhildur Haraldsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í aðalkeppni Miss Earth 2024 sem fer fram í Manila í Filipseyjum, þann 9. nóvember næstkomandi. Hrafnhildur stóð uppi sem sigurvegari í Ungfrú Ísland árið 2022 og er talin afar sigurstrangleg í keppninni ytra þrátt fyrir ungan aldur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungfrú Ísland. Hrafnhildur, sem var aðeins 18 ára gömul þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland, hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína bæði á sviði og fyrir framan myndavélina. Hún keppti fyrir hönd Íslands í Miss Universe árið 2022 og verður nú fyrsti fulltrúi Íslands í Miss Earth. Í tilkynningunni segir að keppnin sé ein af stærri fegurðarsamkeppnum heims, þar sem sérstök áhersla er lögð á umhverfisvernd og umhverfisvitund. Þar verða krýndar Miss Earth, Miss Earth – Air, Miss Earth – Water og Miss Earth – Fire, titlar sem tengjast umhverfinu og náttúrunni. „Það má eiginlega segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu“ „Ég er mjög spennt fyrir þessu stóra tækifæri og stolt af því að geta á ný verið fulltrúi Íslands á heimssviðinu. Ég hef þroskast mikið sem manneskja síðan ég fór í Miss Universe, og veit enn betur hver ég er og hvað ég stend fyrir. Að vera útnefnd Miss Earth Iceland er heiður sem ég ber með mikilli ánægju enda tengjast gildi keppninnar mjög mínum eigin,“ segir Hrafnhildur spennt. „Ég er líka svo heppin hvað fjölskyldan mín öll styður mig mikið í þessari ástríðu, mamma og pabbi ætla að koma út á keppnina, og amma mín og afi hafa stutt mig ómetanlega mikið. Það má eiginlega að segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu. Svo á ég líka kærasta sem er algjör klettur, og samgleðst mér yfir öllum þeim tækifærum sem mér bjóðast. Það er ekki sjálfgefið að eiga svona sterkt stuðningsnet.“ Íslendingar ættu að geta tengt við keppnina Manuela Ósk Harðardóttir, forstjóri og framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir það ánægjulegt að Ísland sé nú með fulltrúa í þessari stóru keppni. „Miss Earth er keppni sem Íslendingar geta vel tengt við enda setur hún umhverfisvernd í öndvegi. Hrafnhildur verður glæsilegur fulltrúi okkar og orð geta varla lýst því hvað þessi unga kona hefur vaxið og dafnað hratt síðan hún kom fyrst á æfingarnar hjá okkur í undirbúning fyrir undankeppni Miss Universe á Íslandi fyrir eingöngu rúmlega tveimur árum síðan,“ segir Manuela Ósk. Frekari upplýsingar um Miss Earth má finna á www.missearth.tv og hægt er að fylgjast með Hrafnhildi á Instagram á www.instagram.com/hrafnhildurharalds. Ungfrú Ísland Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungfrú Ísland. Hrafnhildur, sem var aðeins 18 ára gömul þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland, hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína bæði á sviði og fyrir framan myndavélina. Hún keppti fyrir hönd Íslands í Miss Universe árið 2022 og verður nú fyrsti fulltrúi Íslands í Miss Earth. Í tilkynningunni segir að keppnin sé ein af stærri fegurðarsamkeppnum heims, þar sem sérstök áhersla er lögð á umhverfisvernd og umhverfisvitund. Þar verða krýndar Miss Earth, Miss Earth – Air, Miss Earth – Water og Miss Earth – Fire, titlar sem tengjast umhverfinu og náttúrunni. „Það má eiginlega segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu“ „Ég er mjög spennt fyrir þessu stóra tækifæri og stolt af því að geta á ný verið fulltrúi Íslands á heimssviðinu. Ég hef þroskast mikið sem manneskja síðan ég fór í Miss Universe, og veit enn betur hver ég er og hvað ég stend fyrir. Að vera útnefnd Miss Earth Iceland er heiður sem ég ber með mikilli ánægju enda tengjast gildi keppninnar mjög mínum eigin,“ segir Hrafnhildur spennt. „Ég er líka svo heppin hvað fjölskyldan mín öll styður mig mikið í þessari ástríðu, mamma og pabbi ætla að koma út á keppnina, og amma mín og afi hafa stutt mig ómetanlega mikið. Það má eiginlega að segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu. Svo á ég líka kærasta sem er algjör klettur, og samgleðst mér yfir öllum þeim tækifærum sem mér bjóðast. Það er ekki sjálfgefið að eiga svona sterkt stuðningsnet.“ Íslendingar ættu að geta tengt við keppnina Manuela Ósk Harðardóttir, forstjóri og framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir það ánægjulegt að Ísland sé nú með fulltrúa í þessari stóru keppni. „Miss Earth er keppni sem Íslendingar geta vel tengt við enda setur hún umhverfisvernd í öndvegi. Hrafnhildur verður glæsilegur fulltrúi okkar og orð geta varla lýst því hvað þessi unga kona hefur vaxið og dafnað hratt síðan hún kom fyrst á æfingarnar hjá okkur í undirbúning fyrir undankeppni Miss Universe á Íslandi fyrir eingöngu rúmlega tveimur árum síðan,“ segir Manuela Ósk. Frekari upplýsingar um Miss Earth má finna á www.missearth.tv og hægt er að fylgjast með Hrafnhildi á Instagram á www.instagram.com/hrafnhildurharalds.
Ungfrú Ísland Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira