Stuðningur fjölskyldunnar ekki sjálfsagður Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. október 2024 16:05 Hrafnhildur bar sigur úr býtum í Ungfrú Ísland árið 2022. Hrafnhildur Haraldsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í aðalkeppni Miss Earth 2024 sem fer fram í Manila í Filipseyjum, þann 9. nóvember næstkomandi. Hrafnhildur stóð uppi sem sigurvegari í Ungfrú Ísland árið 2022 og er talin afar sigurstrangleg í keppninni ytra þrátt fyrir ungan aldur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungfrú Ísland. Hrafnhildur, sem var aðeins 18 ára gömul þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland, hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína bæði á sviði og fyrir framan myndavélina. Hún keppti fyrir hönd Íslands í Miss Universe árið 2022 og verður nú fyrsti fulltrúi Íslands í Miss Earth. Í tilkynningunni segir að keppnin sé ein af stærri fegurðarsamkeppnum heims, þar sem sérstök áhersla er lögð á umhverfisvernd og umhverfisvitund. Þar verða krýndar Miss Earth, Miss Earth – Air, Miss Earth – Water og Miss Earth – Fire, titlar sem tengjast umhverfinu og náttúrunni. „Það má eiginlega segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu“ „Ég er mjög spennt fyrir þessu stóra tækifæri og stolt af því að geta á ný verið fulltrúi Íslands á heimssviðinu. Ég hef þroskast mikið sem manneskja síðan ég fór í Miss Universe, og veit enn betur hver ég er og hvað ég stend fyrir. Að vera útnefnd Miss Earth Iceland er heiður sem ég ber með mikilli ánægju enda tengjast gildi keppninnar mjög mínum eigin,“ segir Hrafnhildur spennt. „Ég er líka svo heppin hvað fjölskyldan mín öll styður mig mikið í þessari ástríðu, mamma og pabbi ætla að koma út á keppnina, og amma mín og afi hafa stutt mig ómetanlega mikið. Það má eiginlega að segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu. Svo á ég líka kærasta sem er algjör klettur, og samgleðst mér yfir öllum þeim tækifærum sem mér bjóðast. Það er ekki sjálfgefið að eiga svona sterkt stuðningsnet.“ Íslendingar ættu að geta tengt við keppnina Manuela Ósk Harðardóttir, forstjóri og framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir það ánægjulegt að Ísland sé nú með fulltrúa í þessari stóru keppni. „Miss Earth er keppni sem Íslendingar geta vel tengt við enda setur hún umhverfisvernd í öndvegi. Hrafnhildur verður glæsilegur fulltrúi okkar og orð geta varla lýst því hvað þessi unga kona hefur vaxið og dafnað hratt síðan hún kom fyrst á æfingarnar hjá okkur í undirbúning fyrir undankeppni Miss Universe á Íslandi fyrir eingöngu rúmlega tveimur árum síðan,“ segir Manuela Ósk. Frekari upplýsingar um Miss Earth má finna á www.missearth.tv og hægt er að fylgjast með Hrafnhildi á Instagram á www.instagram.com/hrafnhildurharalds. Ungfrú Ísland Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungfrú Ísland. Hrafnhildur, sem var aðeins 18 ára gömul þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland, hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína bæði á sviði og fyrir framan myndavélina. Hún keppti fyrir hönd Íslands í Miss Universe árið 2022 og verður nú fyrsti fulltrúi Íslands í Miss Earth. Í tilkynningunni segir að keppnin sé ein af stærri fegurðarsamkeppnum heims, þar sem sérstök áhersla er lögð á umhverfisvernd og umhverfisvitund. Þar verða krýndar Miss Earth, Miss Earth – Air, Miss Earth – Water og Miss Earth – Fire, titlar sem tengjast umhverfinu og náttúrunni. „Það má eiginlega segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu“ „Ég er mjög spennt fyrir þessu stóra tækifæri og stolt af því að geta á ný verið fulltrúi Íslands á heimssviðinu. Ég hef þroskast mikið sem manneskja síðan ég fór í Miss Universe, og veit enn betur hver ég er og hvað ég stend fyrir. Að vera útnefnd Miss Earth Iceland er heiður sem ég ber með mikilli ánægju enda tengjast gildi keppninnar mjög mínum eigin,“ segir Hrafnhildur spennt. „Ég er líka svo heppin hvað fjölskyldan mín öll styður mig mikið í þessari ástríðu, mamma og pabbi ætla að koma út á keppnina, og amma mín og afi hafa stutt mig ómetanlega mikið. Það má eiginlega að segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu. Svo á ég líka kærasta sem er algjör klettur, og samgleðst mér yfir öllum þeim tækifærum sem mér bjóðast. Það er ekki sjálfgefið að eiga svona sterkt stuðningsnet.“ Íslendingar ættu að geta tengt við keppnina Manuela Ósk Harðardóttir, forstjóri og framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir það ánægjulegt að Ísland sé nú með fulltrúa í þessari stóru keppni. „Miss Earth er keppni sem Íslendingar geta vel tengt við enda setur hún umhverfisvernd í öndvegi. Hrafnhildur verður glæsilegur fulltrúi okkar og orð geta varla lýst því hvað þessi unga kona hefur vaxið og dafnað hratt síðan hún kom fyrst á æfingarnar hjá okkur í undirbúning fyrir undankeppni Miss Universe á Íslandi fyrir eingöngu rúmlega tveimur árum síðan,“ segir Manuela Ósk. Frekari upplýsingar um Miss Earth má finna á www.missearth.tv og hægt er að fylgjast með Hrafnhildi á Instagram á www.instagram.com/hrafnhildurharalds.
Ungfrú Ísland Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira