Átök Áslaugar og Guðlaugs Þórs ekki endurtekin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2024 15:55 Guðlaugur Þór og Áslaug Arna lögðu mikinn kraft í kosningabaráttu sína fyrir þremur árum. Nú verður þeim raðað í sæti á lista flokksins í Reykjavík. Vísir Allar líkur eru á því að stillt verði upp á listum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir komandi Alþingiskosningar sem flest bendir til að verði í lok nóvember. Mikill hiti var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þremur árum þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson börðust af miklum krafti um oddvitasæti flokksins. Flokkarnir ákveða nú hver á fætur öðrum hvernig best sé að haga málum varðandi lista flokkanna og er viðbúið að fyrirkomulagið verði ólíkt milli kjördæma. Raðað verður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og allt bendir til þess að hið sama verði uppi á tengingnum í Reykjavík. Uppstilling er það fyrirkomulag sem telja má líklegt að verði ofan á í flestum flokkum ef frá eru taldir Píratar sem hafa boðað prófkjör. Fáir möguleikar í boði Albert Guðmundsson er formaður Varðar, fulltrúa- og kjördæmaráðsins í Reykjavík. „Við tókum okkur daginn í gær að fara yfir stöðuna af yfirvegun. Svo verður stjórnarfundur í kjördæmisráðinu í kvöld. Síðan verður væntanlega boðað til fulltrúaráðsfundar þar sem aðferð við val á lista verður staðfest,“ segir Albert. Miðað við tímalínuna séu fáir möguleikar í boði, raunar tveir. Útséð sé að prófkjör náist ekki á svo skömmum tíma. Því standi til boða uppstilling eða svokallað tvöfalt kjördæmisþing sem flokkurinn hafi aðallega notað á landsbyggðinni og ekki er hefð fyrir í Reykjavík. „Við munum vega og meta þá kosti sem munu skila okkur sem sterkustum og samheldnustum listum,“ segir Albert. Hann segist ekki vita betur en allir sem skipuðu efstu sæti lista flokksins í kosningunum 2021 gefi áfram kost á sér. Hart barist „Þeir töpuðu!“ sagði Guðlaugur Þór í sigurvímu þegar ljóst varð að hann hafði sigrað Áslaugu Örnu með 3508 atkvæðum gegn 3326 atkvæðum hennar. Munurinn var því innan við tvö hundruð atkvæði. Í sigurræðu Guðlaugs Þórs með stuðningsmönnum sagði Guðlaugur við stuðningsmenn sína að markvisst hefði verið unnið gegn honum sem oddvita flokksins. Hann hrósaði um leið innilega sigri yfir því að andstæðingar hans hafi ekki haft erindi sem erfiði. „Þið skulið alveg átta ykkur á því að við höfum kannski haldið að þetta væri tiltölulega einfalt að því leytinu til að sá sem hér stendur hefur mælst vinsælasti ráðherra Sjálfstæðisflokksins, eini Sjálfstæðismaðurinn sem hefur unnið erfiðasta kjördæmi okkar, Reykjavík norður, ekki einu sinni, heldur þrisvar. Samt sem áður var lögð einhver gríðarlega mikil áhersla á það að sjá til þess að sá sem hér stendur, og það er ekki bara ég, heldur þið, myndi ekki fá að vera áfram oddviti. Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. 3. júní 2021 16:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Flokkarnir ákveða nú hver á fætur öðrum hvernig best sé að haga málum varðandi lista flokkanna og er viðbúið að fyrirkomulagið verði ólíkt milli kjördæma. Raðað verður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og allt bendir til þess að hið sama verði uppi á tengingnum í Reykjavík. Uppstilling er það fyrirkomulag sem telja má líklegt að verði ofan á í flestum flokkum ef frá eru taldir Píratar sem hafa boðað prófkjör. Fáir möguleikar í boði Albert Guðmundsson er formaður Varðar, fulltrúa- og kjördæmaráðsins í Reykjavík. „Við tókum okkur daginn í gær að fara yfir stöðuna af yfirvegun. Svo verður stjórnarfundur í kjördæmisráðinu í kvöld. Síðan verður væntanlega boðað til fulltrúaráðsfundar þar sem aðferð við val á lista verður staðfest,“ segir Albert. Miðað við tímalínuna séu fáir möguleikar í boði, raunar tveir. Útséð sé að prófkjör náist ekki á svo skömmum tíma. Því standi til boða uppstilling eða svokallað tvöfalt kjördæmisþing sem flokkurinn hafi aðallega notað á landsbyggðinni og ekki er hefð fyrir í Reykjavík. „Við munum vega og meta þá kosti sem munu skila okkur sem sterkustum og samheldnustum listum,“ segir Albert. Hann segist ekki vita betur en allir sem skipuðu efstu sæti lista flokksins í kosningunum 2021 gefi áfram kost á sér. Hart barist „Þeir töpuðu!“ sagði Guðlaugur Þór í sigurvímu þegar ljóst varð að hann hafði sigrað Áslaugu Örnu með 3508 atkvæðum gegn 3326 atkvæðum hennar. Munurinn var því innan við tvö hundruð atkvæði. Í sigurræðu Guðlaugs Þórs með stuðningsmönnum sagði Guðlaugur við stuðningsmenn sína að markvisst hefði verið unnið gegn honum sem oddvita flokksins. Hann hrósaði um leið innilega sigri yfir því að andstæðingar hans hafi ekki haft erindi sem erfiði. „Þið skulið alveg átta ykkur á því að við höfum kannski haldið að þetta væri tiltölulega einfalt að því leytinu til að sá sem hér stendur hefur mælst vinsælasti ráðherra Sjálfstæðisflokksins, eini Sjálfstæðismaðurinn sem hefur unnið erfiðasta kjördæmi okkar, Reykjavík norður, ekki einu sinni, heldur þrisvar. Samt sem áður var lögð einhver gríðarlega mikil áhersla á það að sjá til þess að sá sem hér stendur, og það er ekki bara ég, heldur þið, myndi ekki fá að vera áfram oddviti. Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. 3. júní 2021 16:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01
Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. 3. júní 2021 16:45