Átök Áslaugar og Guðlaugs Þórs ekki endurtekin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2024 15:55 Guðlaugur Þór og Áslaug Arna lögðu mikinn kraft í kosningabaráttu sína fyrir þremur árum. Nú verður þeim raðað í sæti á lista flokksins í Reykjavík. Vísir Allar líkur eru á því að stillt verði upp á listum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir komandi Alþingiskosningar sem flest bendir til að verði í lok nóvember. Mikill hiti var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þremur árum þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson börðust af miklum krafti um oddvitasæti flokksins. Flokkarnir ákveða nú hver á fætur öðrum hvernig best sé að haga málum varðandi lista flokkanna og er viðbúið að fyrirkomulagið verði ólíkt milli kjördæma. Raðað verður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og allt bendir til þess að hið sama verði uppi á tengingnum í Reykjavík. Uppstilling er það fyrirkomulag sem telja má líklegt að verði ofan á í flestum flokkum ef frá eru taldir Píratar sem hafa boðað prófkjör. Fáir möguleikar í boði Albert Guðmundsson er formaður Varðar, fulltrúa- og kjördæmaráðsins í Reykjavík. „Við tókum okkur daginn í gær að fara yfir stöðuna af yfirvegun. Svo verður stjórnarfundur í kjördæmisráðinu í kvöld. Síðan verður væntanlega boðað til fulltrúaráðsfundar þar sem aðferð við val á lista verður staðfest,“ segir Albert. Miðað við tímalínuna séu fáir möguleikar í boði, raunar tveir. Útséð sé að prófkjör náist ekki á svo skömmum tíma. Því standi til boða uppstilling eða svokallað tvöfalt kjördæmisþing sem flokkurinn hafi aðallega notað á landsbyggðinni og ekki er hefð fyrir í Reykjavík. „Við munum vega og meta þá kosti sem munu skila okkur sem sterkustum og samheldnustum listum,“ segir Albert. Hann segist ekki vita betur en allir sem skipuðu efstu sæti lista flokksins í kosningunum 2021 gefi áfram kost á sér. Hart barist „Þeir töpuðu!“ sagði Guðlaugur Þór í sigurvímu þegar ljóst varð að hann hafði sigrað Áslaugu Örnu með 3508 atkvæðum gegn 3326 atkvæðum hennar. Munurinn var því innan við tvö hundruð atkvæði. Í sigurræðu Guðlaugs Þórs með stuðningsmönnum sagði Guðlaugur við stuðningsmenn sína að markvisst hefði verið unnið gegn honum sem oddvita flokksins. Hann hrósaði um leið innilega sigri yfir því að andstæðingar hans hafi ekki haft erindi sem erfiði. „Þið skulið alveg átta ykkur á því að við höfum kannski haldið að þetta væri tiltölulega einfalt að því leytinu til að sá sem hér stendur hefur mælst vinsælasti ráðherra Sjálfstæðisflokksins, eini Sjálfstæðismaðurinn sem hefur unnið erfiðasta kjördæmi okkar, Reykjavík norður, ekki einu sinni, heldur þrisvar. Samt sem áður var lögð einhver gríðarlega mikil áhersla á það að sjá til þess að sá sem hér stendur, og það er ekki bara ég, heldur þið, myndi ekki fá að vera áfram oddviti. Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. 3. júní 2021 16:45 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira
Flokkarnir ákveða nú hver á fætur öðrum hvernig best sé að haga málum varðandi lista flokkanna og er viðbúið að fyrirkomulagið verði ólíkt milli kjördæma. Raðað verður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og allt bendir til þess að hið sama verði uppi á tengingnum í Reykjavík. Uppstilling er það fyrirkomulag sem telja má líklegt að verði ofan á í flestum flokkum ef frá eru taldir Píratar sem hafa boðað prófkjör. Fáir möguleikar í boði Albert Guðmundsson er formaður Varðar, fulltrúa- og kjördæmaráðsins í Reykjavík. „Við tókum okkur daginn í gær að fara yfir stöðuna af yfirvegun. Svo verður stjórnarfundur í kjördæmisráðinu í kvöld. Síðan verður væntanlega boðað til fulltrúaráðsfundar þar sem aðferð við val á lista verður staðfest,“ segir Albert. Miðað við tímalínuna séu fáir möguleikar í boði, raunar tveir. Útséð sé að prófkjör náist ekki á svo skömmum tíma. Því standi til boða uppstilling eða svokallað tvöfalt kjördæmisþing sem flokkurinn hafi aðallega notað á landsbyggðinni og ekki er hefð fyrir í Reykjavík. „Við munum vega og meta þá kosti sem munu skila okkur sem sterkustum og samheldnustum listum,“ segir Albert. Hann segist ekki vita betur en allir sem skipuðu efstu sæti lista flokksins í kosningunum 2021 gefi áfram kost á sér. Hart barist „Þeir töpuðu!“ sagði Guðlaugur Þór í sigurvímu þegar ljóst varð að hann hafði sigrað Áslaugu Örnu með 3508 atkvæðum gegn 3326 atkvæðum hennar. Munurinn var því innan við tvö hundruð atkvæði. Í sigurræðu Guðlaugs Þórs með stuðningsmönnum sagði Guðlaugur við stuðningsmenn sína að markvisst hefði verið unnið gegn honum sem oddvita flokksins. Hann hrósaði um leið innilega sigri yfir því að andstæðingar hans hafi ekki haft erindi sem erfiði. „Þið skulið alveg átta ykkur á því að við höfum kannski haldið að þetta væri tiltölulega einfalt að því leytinu til að sá sem hér stendur hefur mælst vinsælasti ráðherra Sjálfstæðisflokksins, eini Sjálfstæðismaðurinn sem hefur unnið erfiðasta kjördæmi okkar, Reykjavík norður, ekki einu sinni, heldur þrisvar. Samt sem áður var lögð einhver gríðarlega mikil áhersla á það að sjá til þess að sá sem hér stendur, og það er ekki bara ég, heldur þið, myndi ekki fá að vera áfram oddviti. Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. 3. júní 2021 16:45 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira
Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01
Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. 3. júní 2021 16:45