Um 200 tilkynningar um tjón vegna rafmagnsleysis Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2024 15:14 Áhrifasvæði rafmagnstruflunar 2. október 2024 Rarik Hátt í 200 manns hafa tilkynnt tjón til Rarik vegna rafmagnsleysis sem varð á Norður- og Austurlandi þann 2. október. Þá varð truflun á í flutningsneti Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli með þeim afleiðingum að víða var rafmagnslaust í nokkra klukkutíma. Samkvæmt upplýsingum frá Guðrúnu Vöku Helgadóttur, sérfræðingur á sviði samskipta og samfélags varða tilkynningarnar bilun á ýmsum raftækjum eins og sjónvörpum, ísskápum og jafnvel dælur fyrir gólfhita. Hún segir tilkynningarnar enn vera að berast. „Við báðum fólk að gefa þessu góðan tíma. Þannig þetta er að mjatlast inn hægt og rólega á meðan fólk er að meta.“ Í tilkynningu frá Rarik eftir að bilunin var löguð kom fram að rafmagnstruflanir og rafmagnsleysi í dreifikerfi Rarik varð á svæðinu frá aðveitustöð á Glerárskógum á Vesturlandi, á öllu Norðurlandi og á Austurlandi til og með aðveitustöðvar þeirra á Eyvindará á Egilsstöðum. Þá leysti einnig út útgangur frá aðveitustöð á Höfn sem fæðir Suðursveitina. Í tilkynningu frá fulltrúum sveitastjórnar Þingeyjarsveitar í dag kom fram að þau hefðu fundað með Rarik vegna bilunarinnar. Mikið tjón hafi orðið í Mývatnssveit. Út fyrir öll mörk Í tilkynningu frá Þingeyjarsveit kom fram að augnabliksgildi spennu og tíðni fóru út fyrir öll mörk og að það hefði hæglega getað valið tjóni á raftækjum og öðrum búnaði. Í tilkynningu Þingeyjarsveitar kom jafnframt fram að á fundi með Rarik hafði verið ákveðið að endurskoða og samræma varnarprinsipp í aðveitustöðinni í Reykjahlíð, bæði á 11 kV Landsnetsrofa sem er staðsettur í Kröflu og á innkomandi rofa Rarik með það að markmiði að minnka áhrif á viðskiptavini Rarik þegar svona sveiflur ganga yfir landskerfið. Þá þurfi einnig að endurskoða stillingar á spennuvörnum í öðrum aðveitustöðvum á þessu svæði. Norðurausturhornið virðist vera viðkvæmasti hluti landskerfisins. Enn er hægt að tilkynna tjón til RARIK en leiðbeiningar um það er að finna hér. Tryggingafélag Landsnets, Sjóvá, gerir upp það tjón sem kemur til uppgjörs. Orkumál Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31 Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum Áhrif rafmagnsleysisins á helmingi landsins í dag gætti eðli málsins samkvæmt víða. Meðal annars í Vaðlaheiðargöngum þar sem ljós blikkuðu svo eftir var tekið. Rafmagn komst aftur á um tvöleytið í dag en RARIK hvetur þau sem orðið hafa fyrir tjóni eða enn eru í vandræðum til þess að hafa samband. 2. október 2024 16:24 Ráðlagt að slökkva á rafmagnstækjum Íbúum þar sem nú er rafmagnslaust er ráðlagt að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og valdið geta tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK en þar kemur einnig fram að heimilistæki hafi sumstaðar eyðilagst við höggið. 2. október 2024 14:11 Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Guðrúnu Vöku Helgadóttur, sérfræðingur á sviði samskipta og samfélags varða tilkynningarnar bilun á ýmsum raftækjum eins og sjónvörpum, ísskápum og jafnvel dælur fyrir gólfhita. Hún segir tilkynningarnar enn vera að berast. „Við báðum fólk að gefa þessu góðan tíma. Þannig þetta er að mjatlast inn hægt og rólega á meðan fólk er að meta.“ Í tilkynningu frá Rarik eftir að bilunin var löguð kom fram að rafmagnstruflanir og rafmagnsleysi í dreifikerfi Rarik varð á svæðinu frá aðveitustöð á Glerárskógum á Vesturlandi, á öllu Norðurlandi og á Austurlandi til og með aðveitustöðvar þeirra á Eyvindará á Egilsstöðum. Þá leysti einnig út útgangur frá aðveitustöð á Höfn sem fæðir Suðursveitina. Í tilkynningu frá fulltrúum sveitastjórnar Þingeyjarsveitar í dag kom fram að þau hefðu fundað með Rarik vegna bilunarinnar. Mikið tjón hafi orðið í Mývatnssveit. Út fyrir öll mörk Í tilkynningu frá Þingeyjarsveit kom fram að augnabliksgildi spennu og tíðni fóru út fyrir öll mörk og að það hefði hæglega getað valið tjóni á raftækjum og öðrum búnaði. Í tilkynningu Þingeyjarsveitar kom jafnframt fram að á fundi með Rarik hafði verið ákveðið að endurskoða og samræma varnarprinsipp í aðveitustöðinni í Reykjahlíð, bæði á 11 kV Landsnetsrofa sem er staðsettur í Kröflu og á innkomandi rofa Rarik með það að markmiði að minnka áhrif á viðskiptavini Rarik þegar svona sveiflur ganga yfir landskerfið. Þá þurfi einnig að endurskoða stillingar á spennuvörnum í öðrum aðveitustöðvum á þessu svæði. Norðurausturhornið virðist vera viðkvæmasti hluti landskerfisins. Enn er hægt að tilkynna tjón til RARIK en leiðbeiningar um það er að finna hér. Tryggingafélag Landsnets, Sjóvá, gerir upp það tjón sem kemur til uppgjörs.
Orkumál Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31 Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum Áhrif rafmagnsleysisins á helmingi landsins í dag gætti eðli málsins samkvæmt víða. Meðal annars í Vaðlaheiðargöngum þar sem ljós blikkuðu svo eftir var tekið. Rafmagn komst aftur á um tvöleytið í dag en RARIK hvetur þau sem orðið hafa fyrir tjóni eða enn eru í vandræðum til þess að hafa samband. 2. október 2024 16:24 Ráðlagt að slökkva á rafmagnstækjum Íbúum þar sem nú er rafmagnslaust er ráðlagt að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og valdið geta tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK en þar kemur einnig fram að heimilistæki hafi sumstaðar eyðilagst við höggið. 2. október 2024 14:11 Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31
Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum Áhrif rafmagnsleysisins á helmingi landsins í dag gætti eðli málsins samkvæmt víða. Meðal annars í Vaðlaheiðargöngum þar sem ljós blikkuðu svo eftir var tekið. Rafmagn komst aftur á um tvöleytið í dag en RARIK hvetur þau sem orðið hafa fyrir tjóni eða enn eru í vandræðum til þess að hafa samband. 2. október 2024 16:24
Ráðlagt að slökkva á rafmagnstækjum Íbúum þar sem nú er rafmagnslaust er ráðlagt að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og valdið geta tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK en þar kemur einnig fram að heimilistæki hafi sumstaðar eyðilagst við höggið. 2. október 2024 14:11
Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05