Sjálfstæðismenn keppast um sætin: „Ég las Morgunblaðið eins og aðrir“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 14:13 Mögulegt kjördæmaflakk Þórdísar Kolbrúnar gæti haft áhrif á möguleika annarra, meðal annars Teits Bjarnar og Jóns Gunnarssonar. Vísir/samsett Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, hyggst ekki láta það trufla sig ef varaformaður flokksins sækist eftir sæti á lista í sama kjördæmi. Þá íhugar Teitur Björn Einarsson þingmaður hvort hann muni sækjast eftir oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem hefur verið orðuð við framboð fyrir flokkinn segist ekki vera á leið í landsmálin. Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í kosningum sem að óbreyttu fara fram næsta mánuði. Hún segist í samtali við Morgunblaðið í dag vera að íhuga það alvarlega, en hún var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Fari svo að Þórdís taki sæti á lista í Suðvesturkjördæmi er ljóst að auðveldara verður fyrir aðra að sækjast eftir oddvitasæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Teitur Björn er annar þingmaður flokksins í kjördæminu en hann segir í samtali við fréttastofu vera „rosalega stutt“ í það að hann taki ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér í fyrsta sætið. „Ég las Morgunblaðið eins og aðrir,“ segir Teitur sem þó er ákveðinn í að gefa kost á sér til þingmennsku áfram. Hann muni hins vegar gera það upp við sig mjög fljótlega hvort hann muni sækjast eftir oddvitasætinu. Raða á lista á sunnudag „Það liggur núna líka fyrir að það verður kjördæmaþing Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi haldið á sunnudaginn þar sem að verður röðun á lista í fyrstu fjögur sætin,“ segir Teitur. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri hefur verið orðuð við framboð í kjördæminu en í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að gefa kost á sér til Alþingis í komandi kosningum. „Ég er ánægð á mínum stað og hef ekki hugsað mér að færa mig um set eins og sakir standa,“ segir Ásthildur. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hvert kjördæmi hefur ákvörðunarvald um það hvaða leið er farin við val á lista. Almennt hefur það tíðkast í Sjálfstæðisflokknum að halda prófkjör en í ljósi þess hve skammur tími er að öllum líkindum til kosninga þykir ólíklegt að hefðbundin prófkjör fari fram í þetta sinn. Bitist um sætin í Kraganum? Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi en næstur á eftir honum á lista í síðustu kosningum var Jón Gunnarsson. Aðspurður segist Jón ekki ætla að víkja fyrir varaformanninum, fari svo að Þórdís leitist eftir sæti í Kraganum. „Hún er að skoða það eitthvað en það hefur í sjálfu sér engin áhrif á mig. Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ segir Jón. Kraginn hefur verið eitt sterkasta vígi flokksins en Sjálfstæðisflokkurinn fékk þar fjóra þingmenn kjörna í síðustu kosningum. Fyrir utan Bjarna og Jón eru þau Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason einnig þingmenn kjördæmisins og þykir líklegt að þau muni áfram gefa kost á sér á lista. „Nú er ljóst að þessu kjörtímabili er að ljúka og kosningar framundan. Ég fer brött inn í þá baráttu enda státum við Sjálfstæðismenn af góðri grunnstefnu og miklum árangri. Lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum,“ skrifaði Bryndís á Facebook í gær. Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hefur óskað eftir framboðum á lista í komandi alþingiskosningum. Val á framboðslista mun fara fram sunnudaginn 20. október í kjördæminu, líkt og boðað hefur verið í Norðvesturkjördæmi einnig. Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í kosningum sem að óbreyttu fara fram næsta mánuði. Hún segist í samtali við Morgunblaðið í dag vera að íhuga það alvarlega, en hún var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Fari svo að Þórdís taki sæti á lista í Suðvesturkjördæmi er ljóst að auðveldara verður fyrir aðra að sækjast eftir oddvitasæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Teitur Björn er annar þingmaður flokksins í kjördæminu en hann segir í samtali við fréttastofu vera „rosalega stutt“ í það að hann taki ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér í fyrsta sætið. „Ég las Morgunblaðið eins og aðrir,“ segir Teitur sem þó er ákveðinn í að gefa kost á sér til þingmennsku áfram. Hann muni hins vegar gera það upp við sig mjög fljótlega hvort hann muni sækjast eftir oddvitasætinu. Raða á lista á sunnudag „Það liggur núna líka fyrir að það verður kjördæmaþing Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi haldið á sunnudaginn þar sem að verður röðun á lista í fyrstu fjögur sætin,“ segir Teitur. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri hefur verið orðuð við framboð í kjördæminu en í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að gefa kost á sér til Alþingis í komandi kosningum. „Ég er ánægð á mínum stað og hef ekki hugsað mér að færa mig um set eins og sakir standa,“ segir Ásthildur. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hvert kjördæmi hefur ákvörðunarvald um það hvaða leið er farin við val á lista. Almennt hefur það tíðkast í Sjálfstæðisflokknum að halda prófkjör en í ljósi þess hve skammur tími er að öllum líkindum til kosninga þykir ólíklegt að hefðbundin prófkjör fari fram í þetta sinn. Bitist um sætin í Kraganum? Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi en næstur á eftir honum á lista í síðustu kosningum var Jón Gunnarsson. Aðspurður segist Jón ekki ætla að víkja fyrir varaformanninum, fari svo að Þórdís leitist eftir sæti í Kraganum. „Hún er að skoða það eitthvað en það hefur í sjálfu sér engin áhrif á mig. Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ segir Jón. Kraginn hefur verið eitt sterkasta vígi flokksins en Sjálfstæðisflokkurinn fékk þar fjóra þingmenn kjörna í síðustu kosningum. Fyrir utan Bjarna og Jón eru þau Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason einnig þingmenn kjördæmisins og þykir líklegt að þau muni áfram gefa kost á sér á lista. „Nú er ljóst að þessu kjörtímabili er að ljúka og kosningar framundan. Ég fer brött inn í þá baráttu enda státum við Sjálfstæðismenn af góðri grunnstefnu og miklum árangri. Lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum,“ skrifaði Bryndís á Facebook í gær. Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hefur óskað eftir framboðum á lista í komandi alþingiskosningum. Val á framboðslista mun fara fram sunnudaginn 20. október í kjördæminu, líkt og boðað hefur verið í Norðvesturkjördæmi einnig.
Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira