Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 07:31 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar átti fund með forseta Íslands í gær líkt og aðrir formenn stjórnmálaflokkanna. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. Þetta kemur fram í bréfi Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins sem birt er á heimasíðu flokksins. Í bréfinu segir Kristrún mikil tækifæri felast í því fyrir þjóðina að nú sé komið á kosningum um leið og hún kallar eftir stuðningi jafnaðarfólks við kosningabaráttu flokksins í gegnum framlög í kosningasjóð. „Á næstu vikum munum við svo blása til kosningabaráttu af fullum krafti. Og þá verður verkefni okkar að virkja fjölda fólks með fjölbreyttum hætti til að tryggja sigur Samfylkingar. Nú er tækifærið. Ég yrði virkilega þakklát fyrir þinn stuðning,” skrifar Kristrún meðal annars. „Við getum ekki tekið neinu sem gefnu um niðurstöður kosninga. Það er til staðar raunveruleg hætta á því að við vöknum þann 1. desember næstkomandi og núverandi ríkisstjórn haldi meirihluta sínum – eða geti bætt við sig fjórða flokknum. Það er líka til staðar raunveruleg hætta á harðri hægristjórn. Okkur jafnaðarfólki ber siðferðileg skylda til að bjóða þjóðinni betri valkost en hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ skrifar Kristrún ennfremur. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins sem birt er á heimasíðu flokksins. Í bréfinu segir Kristrún mikil tækifæri felast í því fyrir þjóðina að nú sé komið á kosningum um leið og hún kallar eftir stuðningi jafnaðarfólks við kosningabaráttu flokksins í gegnum framlög í kosningasjóð. „Á næstu vikum munum við svo blása til kosningabaráttu af fullum krafti. Og þá verður verkefni okkar að virkja fjölda fólks með fjölbreyttum hætti til að tryggja sigur Samfylkingar. Nú er tækifærið. Ég yrði virkilega þakklát fyrir þinn stuðning,” skrifar Kristrún meðal annars. „Við getum ekki tekið neinu sem gefnu um niðurstöður kosninga. Það er til staðar raunveruleg hætta á því að við vöknum þann 1. desember næstkomandi og núverandi ríkisstjórn haldi meirihluta sínum – eða geti bætt við sig fjórða flokknum. Það er líka til staðar raunveruleg hætta á harðri hægristjórn. Okkur jafnaðarfólki ber siðferðileg skylda til að bjóða þjóðinni betri valkost en hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ skrifar Kristrún ennfremur.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira